Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 7
m vism Föstudagur 2. april 1976. ,Við erum að missa KarenV «- segir faðir hennar Joseph Quinlan, en úlfaþyturinn vegna niðurstöðu áfrýjunarréttarins kann að fíesta ákvörðunum í eitt ár Upp hafa nú sprottið að nýju deilurnar um mál hinnar 22 ára gömlu Karen Anne Quinlan, sem legið hefur án vonar um bata nær dauða en lifi i meira en ár. Ákafi þeirra, sem berjast fyrir „rétti til að lifa”, kann að leiða til þess, að lif Karen Anne fái að hanga i annað ár til viðbótar á bláþræði öndunarvélarinnar. Afrýjunarréttur New Jersey hafðiþó úrskurðað, að taka mætti öndunarvélina úr sambandi, ef hæfir læknar kæmust að þeirri niðurstöðu, að Karen Anne gæti aldrei vaknað úr dauðadái sinu. „Þessi ákvörðun er svar við bænum okkar,” sagði Joseph Quinlan, uppeldisfaðir Karen Anne, en hann tók hana i fóstur barn að aldri. Málskot til hæstaréttar Hinn opinberi saksóknari New Jersey ihugar hvort skjóta skuli úrskurði! áfrýjunarréttarins alla leið til hæstaréttar Bandarikj- anna. Hann hafði áður unnið fyrir undirrétti i New Jersey rétt til handa Karen Anne að draga áfram andann með tilstilli öndunarvélarinnar. Lögmaður Quinlan-fjölskyld- unnar, Paul Armstrong, sagði, að enginn ákvörðun yrði tekin um að kippa blábræði öndunarvélarinn- ar úr sambandi, meðan dómstól- arnir hefðu ekki endanlega f jallað um málið. — Málskot til hæsta- réttar Bandarikjanna tekur venjulega um eitt át. Læknar skiptir i tvo hópa Læknastétt Bandarikjanna Útfór Monty Otför Montgomerys marskálks var gerð frá Sankti Georgs-kapellunni i Windsor- kastala i gær, en hann var jarð- scttur skammt frá heimili sinu, Mylluhúsinu i Alton i Hamp- shire. Otförin fór fram með mikilli viðhöfn, eins og myndin ber með sér og báru foringjar úr herdeild hans kistu hins látna út kirkjunni. fylgist af athygli með málþófinu, en þar skiptast menn alveg i tvo hópa: Annarsvegar þeir læknar, sem segja að „liknarmorð” sam- ræmist ekki starfsanda visinda- anna, og hinsvegar þeir, sem telja gustukaverk að stytta þeim aldur, sem hvort eð er eiga aldrei afturkvæmt úr dauðadái á borð við það, sem Karen Anne liggur i. — En ekki mundu allir þeir, sem telja sh'kt réttlætanlegt, geta fengið sjálfa sig til að „kippa öndunarvélinni úr sambandi” eins og þeir viðurkenna sjálfir. Karen Anne hefur legið i dáinu siðan i april i fyrra, en þá var hún lögð inn á sjúkrahús dauðvona eftir að hafa innbyrt áfengi og ró- andi lyf i hættulegri blöndu. Læknar huga henni naumast lif, nema ef vélræn öndun likama hennar geti kallast lif. Þeir telja batavonir hennar engar, en þeir, sem trúa á kraftaverk, vilja halda i vonina og þá skoðun, að „aldrei megi segja aldrei”. Ræða við lækna i dag Foreldrar Karen Anne hafa sótt um leyfi dómstólanna til þess að mega losa dóttur þeirra úr þess- um táradal, en var synjað um það fyrir undirrétti. Afrýjunarréttur- inn breytti i fyrradag þeim úr- skurði, og heimilaði foreldrunum að ljúka dauðastriði stúlkunnar, ef læknar teldu batavonir engar. Faðir hennar kvaðst mundu hitta að máli i dag læknana tvo, sem annast hafa dóttur hans. Mun hann ræða við þá beiðnina, sem hann lagði fyrir þá i október i fyrra. Hann kvaðst búast við þvi, að þeir yrðu við henni núna, eftir að áfrýjunarrétturinn hefði lýst þvi yfir, að þeir yrðu ekki lögsótt- ir fyrir það. „Eg held, að læknarnir hafi einungis haldið aftur af sér vegna lagaákvæða, en ekki af siðgæðis- ástæðum,” sagði Jóseph. Fréttamenn spurðu hann, hvort hann gerði sér fulla grein fyrir al- vörunni, sem fælist i niðurstöðu áfrýjunarréttarins. Hann svar- aði: ,,Ég finn fyrir ábyrgðinni, sem drottinn hefur lagt okkur á herðar. — Það verður prestur við- staddur, þegar öndunarvélin veröur tekin úr sambandi.” Siðan bætti hann viö: „Það ber ekki að skoða þessi málalok sem sigur. — Við erum að missa Karen.” Morðforing- inn Callan fyrir rétt í Angola Foringinn er ,lét drepa fjórt' án af málaliðum sinum er i hópi þeirra sem leiddir verða fyrir rétt i Angóla. Þessu heldur John Banks fram, en hann réði málaliöa i Bretlandi til að berj- ast gegn MPLA hreyfingunni Banks sagði á skrifstofu sinni i London i gær, að hann væri viss um að einn þeirra niu mála- liða sem leiddir verða fyrir rétt, væri Kýpur-grikkinn Calan. Við réttarhöldin kemur hann fram undir nafninu Cortes Georgin. Callan þessi var foringi yfir málaliðunum. Hann lét nokkra menn sina skjóta fjórtán mála- liða. Ekki liggur á hreinu hvers vegna. Sumir segja að mála- liðarnir hafi ekki hlýtt skipun- um, aðrir að þeir þafi skotíð á fólk hliðhollt sér fyrir mistök. Fréttir bárust um að Callan hefði verið drepinn af eigin mönnum eftir þessar aftökur. En aðrir sjónarvottar sögðu að hann hefði verið skilinn eftir særður á fæti, þegar skriðdrek- ar kúbumanna nálguðust. John Banks vonar að mála- liðarnir verði framseldir til Bretlands eftir að réttarhöldum yfir þeim lýkur, „eins og fangar beggja aðila voru látnir lausir eftirað Vietnam-striðinu lauk”. Hann bætti við að ef Callan kæmi einhvern ti'mann tii Bret- lands, og lögreglan mundi ekki handtaka hann, ,,þá held ég aö nokkrir menn verði á höttunum eftir honum”. 7.000 milljónir framór áœtlun Borgarstjórinn i Moritreal, Jean Drapeau, lét eftir sér hafa i gær, að hann mundi fagna endurskoðun reikinga á by ggingarkostnaði ólympiuþorpsins, sem risið hefur þar upp fyrir leikana i sumar. „Ef ráðast ætti i þetta aftur, mundi ég taka það að mér einsam- all ab koma verkinu i’ framkvæmd ogskila þvi i tæka tið með minni til- kostnaði,” sagði Drapeau borgar- stjóri i viðtali við Montreal-stjórn- una. Þetta er i fyrsta sinn, sem borgarstjórinn ljær máls á viötali við ensk-skrifað blað, siðan hann dró sig Ut úr byggingarundirbún- ingnum i nóvember siðast. En þá tók fylkisstjórnin við framkvæmd- um af borgarstjórninni. Drapeau heldur þvi fram, að hvorugur þeirra, hann eða franski arkitektinn Roger Taillibert, væri ábyrgur fyrir þeim töfum eða kostnaðarauka.sem orðiðhefðu við framkvæmdirnar. Aættaöur byggingarkostnaður ólympiuþorpsins er nú talinn nema 1,325 milljónum dollara, en upphaf- leg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 350 milljónir dollara. Mannrán í Flórence Þrir vopnaðir menn brutust inn á skrifstofu 44 ára gamals fatafram- leiðanda í Flórence á ítaliu og höfðu hann á brott með séri bifreið. Starfsmenn iðjuhöldsins stóðu hjá oggátu enga björg veitt vinnu- veitanda sinum, þvi að ræningjarn- ir beindu að þeim skammbyssum sinum. Þetta er fyrsta mannrániö, sem framið er á ltaliu, siðan yfirvöld gripu til þess að leggja hald á lausnarfé, og hindra þannig, að ræningjarnir fengju greiðslurnar. Eddie skilinn Söngvarinn, Eddie Fisher (48 ára), hefur sótt um skilnað i Los Angeles frá fjórðu eiginkonu sirirti, eftir aöeins þriggja mánaða langt hjónaband. Fisher ber þvi við, að ósættanleg- ur ágreiningur sé milli hans og Terry Fisher, konu hans, sem áður starfaöi sem einkaritari hjá lög- fræðifyrirtæki í New Jersey. Þau gengu i hjónaband i Mexikó 29. október, en slitu samvistum 5. febrúar. Fisher komst i heimsfréttirnar þegar hann skildi við fyrstu konu sina, Debbie Reynolds, 1959, til að ganga að eiga Elizabeth Taylor. E f t i r skamma sam- búð með Taylor gekk hann að eiga söngkon- una Connie Stevens. Meöan allt var i sátt og sam- iyndi. Kristjanía Um tiu þúsund manns hlupu fyrsta april fyrir utan danska þjóð- þingið i gær — eða svo sögöu gár- ungarnir. Mannsafnaðurinn var að andmæli þvi, að samastaður hippa. fikniefnaneytenda og heimilis- leysingja i Kirstjaniu yrði lagður niður. Var þessi kröfuganga farin til þess að krefjast þess, að hippanv- lendan fengi að vera þar áfram. Nýlendan var stofnuð i herskál- um i Kristjaniu fyrir fjórum árum með fullu samþykki yfirvalda. En núna á þriðjudaginn lagði stjórnin fram tillögu um að láta leggja þessar vistarverur smám saman niður. Þessu vilja Kristjaniumenn ekki taka þegjandi, og talsmenn þeirra krefjast þess að fá að halda áfram aö búa i Kristjaniu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.