Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 9
VISIR Fimintudagui' 2!). aprfl 197fi 9 mundu öll börn þiggja: Eruð þið í vand- ræðum með barnið eða börnin innan um fina vasa, viðkvæm húsgögn og annað á heimilinu? Verður að læsa dyrum eða koma upp varnarvegg með stólum og borðum svo að börnin komist ekki i sum herbergin? Þaðer ekki gaman aö þurfa að vera meö stöðugar áhyggjur vegna þessa og enn óskemmtilegra er það fyrir börnin að mega helst ekki hreyfa sig. En hvernig væri að innrétta með 'það i huga aö börnin þurfa llka að hreyfa sig og snerta hlutina og ekki siður en við? Væri ekki viðkunnanlegra aö gera heimilið þannig úr garði að það sé bæði ætlað börnum og þeim fullorðnu að öllu leyti? Ætlið þeim lika stað i eidhúsinu Hér á meöfylgjandi myndum eru skemmmtilegar hugmyndir um þaö hvernig gera má vistlegt i herbergi jjarnanna og látum við það nægja að sinni. En það má ætla barninu staö i eldhúsinu lika. Börnum finnst gaman að dunda þar á meðan foreldrarnir eru að laga mat- inn eða sinna öðru, og þvi ekki að innrétta einn skápinn fyrir barnið? Ef skápurinn er heppilega stór má koma fyrir dýnu i honum og t.d. púða og hafa svo tjöld fyrir i stað hurðar og þá er kominn staöur sem litið barn, t.d. á öðru ári, kann svo sannarlega að meta. Undir borði, t.d. i barna- herberginu, má lika gera skemmtilegt eins og myndirnar syna. Það er bara um að gera að leyfa hug- myndafluginu aö ráða. — EA Plássið undir stiganum er nýtt á þennan skemmtilega máta. Það mundu flest börn kunna vel að meta það að geta skriðið inn i einskonar leynibústað og ef stigi er i húsinu, þvi þá ekki að athuga þennan möguleika? Undir rúmi Krakkana langaði i koju i barnaherbergið sitt, og þá var þetta ráð tekið. Rúmið sem fyrir var i herberginu var einfaldlega hækkað og þvi komið fyrir það ofarlega að hægt var að koma fyrir svefn- eða leikplássi fyrir neðan, og ekki er plássið það óskemmtilegt. Komið var fyrir tveimur bukahi’ium undir rúminu. önnur snýr inn að rúminu en hin út að herberginu. A gólfinu er svo dýna og til þess að geta verið i friði má draga tjaldið fyrir. Þessi litla kann vel við sig i eldhússkápnum sem innréttaður hefur verið sérstaklega fyrir hana. Innréttingin kostaði litið. í skápnum er dýna og kannski einn púði og i stað hurðar eru tjöld. Þarna dundar sú litla sér á meðan pabbi og mamma vinna i elhúsinu. Eitt borð getur gert mikið gagn. A myndunum virðist lika fara ágætlega um krakkana. Undir öðru borðinu er búið til hús. Þarna hafa verið máluð tvö lök sem eru fest með þvi að smeygja hringjum á lökunum á króka sem komið er fyrir á borðinu. Lökin má þvi fjarlægja án nokkurrar fyrirhafnar. Tveir gluggar eru klipptir á lökin og þar hefur meira að segja verið komið fyrir bréfa- lúgu. Að innanverðu er litill vasi sem bréfin lenda i. Lökin má svo skreyta á ýmsa vegu. Krakkarnir komu sér sjálfir fyrir undir hinu borðinu. Þar var komið fyrir púðum og siðan lokað fyrir með stólum. Yfir borðið má svo breiða teppi og þá sér enginn inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.