Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 24
Fiinmtudagur 29. a VfSIR ISAL HYGGST LOKA BRÆÐSLUKERJUNUM íslenska Alfélagiö hefur sett tvær geröir tilraunaþekja á bræösluker i álverinu. Þetta er liöur i svari fyrirtækisins við til- mælum heilbrigöiseftiriitsins um að dregið veröi úr mengun. Þekjurnar veröa hafðar til reynslu þar til i júni n.k. og þá athugaö hvor gcrðin henti betur, miðaö við aöstæður hér. Að sögn Pálma Stefánssonar, nýbyggingastjóra hjá Isal, bæta þekjurnar mjög hollustuhætti hjá álverinu og draga úr mengun. Þær koma i veg fyrir að kergufan fari út i loftið i skálanum. Gufan verður siðan soguð undan þekjunum til hreinsitækja. Sagði Pálmi að loftið i kerskálanum yrði um 90% Betra þegar þekjurnar væru komnar á öll kerin. Kostnaður við smiði og upp- setningu þekja og hreinsitækja fyrir öll ker álversins, sem eru 280 talsins, mun verða rúmlega tveir milljarðar króna. —SJ Þeir hafa oft ræöst viö um dómsmál Kristján Pétursson, deildar- stjóri f tollgæslunni á Keflavikurflugvelli, og Þóröur Björnsson, rikissaksóknari. A þessari mynd eru þeir aö ræöa málin I sjón- varpssal, en þá haföi engin kæra borist á Kristján fyrir meint brot i starfi. Kœran er ekki á rökum reist ,,Ég skil ekki hvuöa hlutverki þessi kæra á aö gegna, nema þá helst aö hún sé framsett tii aö fresta þvi aö bandarikjamenn- irnir fari úr iandi. Hún er ekki á rökum reist og einna helst hægt aö segja aö hér sé um varhugaveröan verknað að ræöa” sagði Kristján Péturs- son, deildarstjóri I viðtali viö VIsi I morgun. Svo sem greint var frá I Visi i gær hefur Orn Clausen sent frá sér kæru á hendur Kristjáni fyrir ólögmætar aðgerðir gegn tveim bandarikjamönnum. ,,Mér skilst að kæran f jalli um að ég hafi við rannsókn þessa máls farið út fyrir mitt verk- svið, en vitneskja min um þessa kæru er eingöngu úr dagblöð- um. Þetta mál kom upp s.l. sumar og varðaði meint tollaaf- brot. Hér var um að ræða tvo bandarikjamenn sem vinna við fjarstöðina, en voru búsettir i Keflavik og Reykjavik. Rannsóknin var unnin i sam- vinnu við rannsóknarlögregluna i Keflavik og lögregluna i Reykjavik, svo sem venja er þegar málin ná til fleiri en eins lögsagnarumdæmis. Aður en hún hófst var gefin skýrsla til lögreglustjórans á Keflavikur- flugvelli — svo að rannsóknin fór fram með vitund og sam- þykki hans. Þarna var um að ræða nokkur hundruð flöskur af áfengi ásamt fleiri varningi, mennirnir voru dæmdir i f jögur hundruð þúsund króna sekt og hafa greitt þá fjárhæð. Mönnunum hefur verið fyrirskipað að fara úr landi, og þetta mál er löngu afgreitt” sagði Kristján Pétursson. — EB. Fyrirhuguð 40% hœkkun á raf- orku á Siglufirði Rafveita Siglufjarðar hefur ákveðið að hækka gjaldskrá sína frá 1. maí næst komandi ef leyfi fæst til þess. Bæjarst jórnin hefur samþykkt fyrirhugaða gjaldskrárhækkun, sem verður40%, nema á húsa- hitunartaxta. Rafveitunefndin telur að þessi hækkun nægi þó ekki til að mæta áætluðum útgjöldum samkvæmt f járhagsáætlun fyrirtækisins fyrir yfir- standandi ár. Telur nefndin að endurskoða þurfi áætlun þessa, þegar fyrir liggur nánari greinagerð um ráðstöfunarfé og kostnað við verklegarframkvæmdir og við- haldskostnað sem óhjákvæmi- lega þarf að ráðast á I á þessu ári. RJ/EB Rhondda Gillespie litur yfir Reykjavik af svölum Hótel Sögu. Visis- mynd: Loftur. Frá íran til íslands ) fyrir eina tónleika „Hingaðkem ég frá Teheran i iran, spila meö Sinfóniuhljóm- sveitinni I kvöld og fer aftur ut- an til I.ondon á föstudagskvöld” sagöi Rhondda Gillespie þegar hlaöamaður VIsis heimsótti hana á Hótel Sögu. ,,Ég er frá Ástraliu en bý i London nú orðið. Það er meira miðsvæðis.fyrir mig, þar sem ég ferðast mikiðum og spila heldur en Astralia”. Rhondda Gillespie leikur ein- leik með Sinfóniuhljómsveitinni á fimmtándu fjölskylduhljóm- leikunum i Háskólabiói i kvöld. Leikur hún pianókonsert eftir Edward McDowell. Hún hefur haldið tónleika i öllum heimsálfum, og árið 1957 hlaut hún ABC-tónlistarverðlaunin fyrir leik sinn á pianókonsert McDowells. Tónleikarnir hefjast á hljóm- sveitarforleiknum Vilhjálmur Tell eftir Rossini. Þá verður flutt Rapsody in Blue eftir Ge- orge Gerswin, pianókonsert Mc- Dowells, og Young Persons Gu de to the Orchestra eftir Benja- min Britten. Hljómsveitarstjóri verður Páll P. Pálsson i forföllum aðal- hljómsveitarstjórans, Carstens Andersen. -VS Tveggja ára gamlar^^ rœkjur á boðstólum að dœma Tveggja ára gamlar rækjur eru heldur ólystugar kræsingar aö bjóöa upp á I fermingar- veislu. Móöir eins fermingar- barns keypti s.l. föstudag I Hagkaup frystar rækjur til að nota I veisluna, en á umbúöunum stóö aö slöasti söludagur væri i mars 1974. Konan hætti þvi viö aö nota rækjurnar en sneri sér til Neyte ndasam takanna meö þetta mál. Hér var um aö ræöa 500 gramma pakkningusem kostaði 565 krónur. A umbúöunum eru upplýsingar á sænsku m.a. um siöasta söludag. Visir haföi samband við deildarstjórann I Hagkaup og fékk þær upplýsingar aö hér væri um að ræða nýjar Islenskar rækjur i gömlum umbúðum. I viðtali við Ingimund Konráðsson, sem hefur séð um sölu á þessum rækjum hér i Reykjavik, kom i ljós að rækjur þessar eru frá Bildudal og pakkaðar þar. Þaðan hafa veriö fluttar út rækjur og eru þessar umbúðir leyfar frá þeim tímum og var til þeirra gripiö vegna skorts á umbúöum, taldi Ingimundur að hér heföi verið um að ræða 50 til 100 poka. Þessar umbúöir gefa þvi allverulega rangar upplýsingar um innihald, svo ekki sé meira sagt. Mál þetta er til athugunar hjá Neytendasamtökunum. Maðkar i súkkulaði og haframjöli I yfirliti sem gert hefur verið um kvartanir sem bárust til Neytendasamtakanna á s.l. ári, kemur I ljós að alls bárust 283 kvartanir um vöru eöa þjónustu, eða fleiri en ein kvörtun á vinnudag að meðal- tali. Flestar voru þær vegna rafmagnsheimilistækja, eða sjötiu og tvær. Margar voru varöandi skó eöa fatnað, fatnaö- ur væri ónýtur, eða þyldi ekki hreinsun samkvæmt leiöbeiningarreglum sem merktar voru á hann. Skórnir þoldu ekki notkun og gæði þeirra voru greinilega ekki i samræmi við söluverð. Kvartanir vegna hreinsunar- þjónustu voru allmargar, og einnig vegna teppa, og lagninga á þeim. Tólf kvartanir bárust um matvæli og haframjöl. í nokkrum tilfellum voru kvartanir það alvarlegar að hugsanlegt er að um saknæma framkomu seljanda sé aö ræða og eru þau tilfelli til áthugunar hjá lögfræöingi. — EB Varð 40 þúsund kr. fátœkari Fékk 28 þúsund aftur Ritstjóri Þjóðviljans i Itcykja- vík varð40 þúsund krónum fátæk- ari i gærdag. Hluta af peningun- um fékk hann þó aftur, eða 28 þúsund krónur. Maður hafði sést inni á rit- stjórnarskrifstofum blaðsins rétt áður en þetta skeði, er grunaður var um verknaðinn. Fannst hann nokkru siðar og hafði þá ferðast um i leigubilum og komið nokkuð viða við, enda eytt talsverðum hluta peninganna. 1 skjalatöskunni voru einnig ýmis skjöl og voru þau enn i henni þegar ritstjórinn fékk hana aftur. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.