Vísir - 10.06.1976, Page 4

Vísir - 10.06.1976, Page 4
Fimm NÚ ERU ÞAÐ BJARN- DÝRIN SEM SLÁTRA FÓLKI í TUGATALI Ef einhverjum tekst aO græða fé á einhverju, spretta óðara upp tugir eftirlíkinga. Bókin „ókindin” eöa „Jaws”, um hákarlinn hryllilega halaði inn margar miiljónir. Myndin sem gerð var eftir henni bætti enn fleiri miiljónum i sjóðinn. Auðvitað settust menn þvi niður i löngum runum til að skrifa enn hryllilegri hákarla- sögur, sem þó gáfu yfirleitt litiö I aðra hönd. Hákarlasagan hafði einnig ýmsar hliðarverkanir. Sumir þóttust sjá framá að það væri eiginlega búið að ger- nýta hákarl sem skúrk i bókum og myndum og leituðu sér að „Hákarl” i dulargerfi? öðrum „söguhetjum”. Þar með komu á markaðinn bækur um geggjaða krókódlla, randa- flugur og jafnvel orma, sem hökkuðu i sig veinandi fórnar- dýr af mikilli græðgi. Ein bókin fjallaði um risastórt bjarndýr sem drap fólk tugum saman á hinn hryllilegasta hátt. Sú bók hefur nú verið kvik- mynduð. Myndin er svo „nákvæm” eftirlíking af „Jaws” að það er eins og ókindin hafi dulbúist I loðnum feldi og rölt upp I skóg til að halda þar áfram illvirkjum sin- um. Sömu aðstandendur. Það eru enda nokkrir aðstand endur „Jaws” sem standa að bjarndýramyndinni sem á frummálinu heitir „Grizzly”. Meðal þeirra er Peter Benchley, sem samdi hákarlasöguna. Hann er þarna orðinn „leikari” og er I hlutverki útvarpsfrétta- manns. Jaws þótti nokkuð vel gerð mynd og það græddust allavega á henni milljónir dollara. Gagn- rýnendur eru hinsvegar sam- mála um að „Grizzly” sé af- spyrnuléleg framleiðsla. II ITALSKI ELSKHUGINN ER BARA PLAT" ttaiskir karimenn verða fyrir hverju áfailinu af öðru þessa dagana. Þvl hefur löngum verið haldið fram að þeir séu hinir fullkomnu eiskhugar, en nú kemur út hver skýrslan og bókin af annarri, þar sem þetta er lýst hið mesta bull. 1 siðustu viku var gefin út skýrsla sem bar nafniö „Skýrsla um kynlif itala”. Henni var fljótlega gefið nafniö „italska Kinsey skýrslan”. Þriggja ára starf. Þaö var hópur sérfræðinga frá „Rannsóknarstööinni fyrir kynferðisfræðslu” sem samdi skýrsluna eftir þriggja ára rannsóknir. I henni segir meðal annars: 1) 22% af konunum og 19% af mönnunum sem var talað við, viðurkenndu að kynlif þeirra væri ófull- nægjandi. 2) 49% af konunum og 25% af mönnunum sögðust hafa kynmök aðeins af tillitssemi við maka sinn. 3) 46% af konunum og 19% af karlmönnunum viður- kenndu að þau „lékju” full- nægingu i kynmökum. 4) 49% af konunum og 32% af mönnunum kváðust aldrei hafa haft kyn- mök áður en þau gengu I hjóna- band. Samt héldu 79% af mönn- unum að eiginkonur þeirra hefðu veriö hreinar meyjar þeg- ar þeir kvæntust. Magn en ekki gæði. Formaður rannsóknar- nefndarinnar, Giovanni Caletti, kvaöst furðu lostinn yfir þvl hve italir væru yfirleitt óánægðir með kynlif sitt. „Latneski elsk- huginn er tómt plat”, segir hann. Hann sagði að rannsóknin hefði ennfremur leitt i ljós að karlmennirnir legðu mest upp úr þvi að komast yfir sem flest- ar konur. Þeir hefðu miklu minni áhuga á þvi hve vel þau sambönd tækjust. ttalskur „elskhugi” á veiðum. Hann er harla litilfjörlegur, segir I nýútkominni skýrslu. „Eg reyndi ekki að hindra brúðkaupið" „Ég ætla ekki að reyna að standa i vegi fyrir hamingju þeirra Richards Burton og Sus- an Hunt,” sagði Elisabeth Taylor, við fréttamenn fyrir nokkrum dögum. „Þvert á móti var ég að hugsa um að gefa þeim snekkjuna okkar i brúðar- gjöf.” Siðan Taylor og Burton skildu enn einu sinni fyrir nokkrum mánuðum, hefur hann kynnst Susan Hunt og þau vilja nú óð og uppvæg ganga I hjónaband sem allra fyrst. Þessa dagana eru þau I Port- Au-Prince, á Haiti, en þangað fóru þau til aö Burton fengi skilnað.frá Liz.sem allra fyrst. Það gekk þó ekki eins fljótt og búist var við þvi það vantaöi undirskrifaöa nótu frá frúnni um að hún samþykkti skyndi- skilnað. Samkvæmt lögum á Haiti verða yfirvöld að fá slika yfir- lýsingu i hendurnar, áður en þau geta ógilt hjónaband. Þessi yfirlýsing frá Liz, lá ekki fyrir þegar málið var tekið upp og var þvi afgreiðslu þess frestað. Vissi það ekki „Ég hafði ekki hugmynd um að hann þyrfti að hafa svona yfirlýsingu frá mér,” sagði leikkonan fræga. „Hann hefur ekki beðið mig um hana. Satt aö segja höfum við ekki haft neitt samband undanfarið og hann lét mig ekki vita að hann ætlaði að kvænast aftur. Elisabeth virðist þó tilbúin að fyrirgefa honum það og hyggst sem fyrr segir gefa elskendun- um snekkjuna glæsilegu „Kalizma”, sem Burton gaf henni fyrir nokkrum árum. Laugardagur.... og Ian Webster tryggir sér fast sæti I aballifii Milford FC. PFur&ulegt hva& f einnkvenma&ur getur gert vi& stór -r-r—-----Jkarlmann. Nú er hún énegb me& tilveruna, og byrjaphann a& spila fótbol ^eins og ma&ur og skor " * m6rk á fœribandi Þetta er llfib, Bob—e&a ertu or&inn of gamall til a& muna Þs&'?__________ENDIR tudagur 10. j'úhi 1976' Ví SIR Island tapaði fyrir Sviþjóð á Olympiumótinu I Monte Carlo. Leikurinn fór 5 vinningsstig gegn 15, eða 28-42. Hér er skemmtilegt spil frá leiknum, sem var Islandi mjög hagstætt. Staðan var n-s á hættu og norður gaf. ♦ A-K-9-4 V G ♦ A-10-8-6-5-2 4 5-3 ♦ D-3-2 ♦ enginn ♦ D-7-2 * A-K-8-6-5-4 ♦ K-9 4 D-G-7-3 4 A-G-10-9-8 4 K-D-7 ♦ G-10-8-7-6-5 V 10-9-3 ♦ 4 4 6-4-2 1 opna salnum sátu n-s Gullberg og Pyk, en a-v Guðmundur og Karl. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur 1T D P 3 G P 4 T P 4 H P 6H P P P Austur lét sig hafa það að for- handardobla með eyðu I spaöan- um, en fannst síðan grunsamlegt, að spaðaliturinn virtist gersam- lega horfinn úr stokknum. Aug- ljóst var þó að vestur hlaut að eiga a.m.k. fimmlit I laufi og tigulfyrirstöðu. Hann reyndi sið- an að fá hann til þess að segja hjarta með þvi að segja fjóra tigla. Það heppnaðist og þá stökk austur i slemmuna. Norður hefur sjálfsgt hugsað gott til glóöarinnar þótt hann doblaði ekki. Annar andstæðing- anna var búinn að forhandar- dobla tigulopnunina væntanlega með einhvern styrk I hálitunum og hinn var búinn að stökkva i þrjú grönd. Hann spilaði þvi vongóður út spaðaás og tólf slagir voru upp- lagðir. 1 lokaða salnum sátu n-s Stefán og Simon, en a-v Flodquist og Sundelin. Nú gengu sagnir þann- ig: Norður Austur Suður Vestur 1S 2 H 4 S 5 L D 5 H P 6 H D P 2 S 4 H P P 5 S P P P P P Suður spilaöi út tígulfjarka, kóngur og ás. Norður stillti sig um aö athuga spaðann og spilaði tigií, sem suður trompaði. Einn niður og 14 impar til islands. Hvitt: Schmid Svart: Rossolimo Heidelberg 1949. 1 fljótu bragði virðist ekkert vera að hvitu stöðunni. En ekki er þó allt sem sýnist. 1... Hxg2+! 2. Kxg2 Hxf2+! og eftir þessa tvöföldu hróksfórn gafst hvitur upp. Mátið er á næsta leiti eftir 3. Bxf2 e3+ 4. Hd5 Dxf2+5.Khl Dxel+6iKh2Df2+ 7. Khl Df3+ og siðan 8.Bxd5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.