Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 29. júll 1976. VISIR Jón Björgvinsson mUÓNABORG í RÚSTUM ? — fregnir af risajarðskjálftanum í Kína mjög óljósar samgöngur ú svæðinu, en kín- vasklega og einarðlega fram i ekki ríkja mikil skelfing meðal versk yfirvöld eru sögð ganga björgunarstarfinu og virðist almennings Whitlam staddur á jarðskjálftasvœðunum í Kfna Sprengingar bar við sjóndeildarhringinn Fregnir frá jarð- skjálfasvæðunum i Kina eru enn mjög ó- ljósar. Fregnir hafa borist um verulegar skemmdir á bygging- um i borgum i nánd við upptök skjálftanna, en hinn fyrsti þeirra var sterkasti jarðskjálfti sem mælst hefur i heiminum i 12 ár. 1 nótt bárust fregnir frá frönskum ferðamönnum i Kina um að milljónaborgin Tangsahn sé rústir einar eftir jarðskjálft- ana. t fréttum frá Hong Kong var sagt i morgun, að fréttir hefðu borist þangað um mikið mann- tjón og gifurlega eyðileggingu á stórum svæðum i norð-austur Kina. Milljónir manna búa á svæði þvi sem harðast varð úti, en kín- versk yfirvöld hafa ekkert sagt enn um mannskaða nema manntjön hafi verið li'tið i Pek- ing, sem er i 160 km fjarlægð frá skjálftasvæðinu. Eina manntjónið sem tilkynnt hefur verið um er dauði nokk- urra útlendingaaf ýmsum þjóð- ernum. Að sögn útlendinga virðist svo sem manntjón hafi ekki orðið jafn mikið og búast mætú við, en mikil eyðilegging blasir viða við. Járnbrautarlinur hafa viða skemmst, og er þvi erfitt um Leiðtogi stjórnarandstööunnar i Ástraliu Gough Whitlam var staddur á jarðskjálftasvaiðun- um i Kina þegar verstu skjálft- arnir dundu yl'ir. Whitlam, sem þar til i mai s.l. var forsætisráðherra Astraliu, slapp að mestu ómeiddur en þurfti þo að láta gera að nokkr- um smærri skrámum á andliti sinu. Whitlam sagði frétta- mönnum, að hótelið, sem hann bjó á hefði klofnað i tvennt og frá rústum þess hefði hann séð sprengingar bera við sjóndeild- arhringinn. Kinversk yfirvöld fluttu Whit- lam þegar i stað á öruggari stað, og er hann nú i Peking. Ófriðarhœtta magnast á ný i Austur-Afríku hvort bann þetta nær til útlend- bretar enn i Uganda og margter iúga,eneins ogáðursegireru 200 þar einnig kenyamanna. Kína gagnrýnir risaveldin Idi Amin forseti Ug- anda réðist harkalega á Jomo Kenyatta, hinn aldna leiðtoga kenya- manna, i ávarpi til her- manna úr ugandaher i gær. Amin sagði, að þeir sem hefðu hjálpað israelsmönnum við á- rásina á Entebbeflugvelli fyrr i þessum mánuði væru ekki.sannir afrikumenn. Hann sagði að Keny- atta og meirihluti stjórnar hans væru samkvæmt þessu ekki af- rikumenn. Fréttaskýrendur telja að Amin hefði ekki getað móðgað Kenyatta meir með neinum öðr- um ummælum. Kenyatta helgaði lif sitt frelsun þjóðar sinnar frá breskri nýlendukúgun og sat löngum i fangelsum hans hátign- ar bretakonungs fyrir baráttu sina. Þessi árás Amins getur haft al- varlegar afleiðingar og komið i vegfyrir alla samninga milli rikj- anna, en þeir voru á mjög við- kvæmu stigi þegar Amin gaí fyrr- nefnda yfirlýsingu. Eftir stutt hlé horfir þvi' enn ófriðlega i þessum heimshlu’ta, og er talið að ákvörð- un bresku stjómarinnar um að slita stjórnmálasambandi við Ug- anda muni enn kynda undir óróa þar. Amin hefur skorað á breska borgara i landinu að trúa ekki á- róðri breta og fara hvergi. Nú munu um 200 bretar vera i Uganda, en voru fyrir nokkrum dögum 500 talsins. Að öðru leyti hefur ugandastjórn ekki haft mörg orð um ákvörðun breta. Ugandastjórn tilkynnti i gær- kvöldi, að þegnum landsins væri óheimilt að lerðast ffá landinu nema að þeir væru i erindum stjórnarinnar. Ekki hefur enn fengist staðfest Forsætisráðherra Kina gagnrýndi i gær bæði sovétmenn og bandarikjamenn fyrir afskipti þeirra af mál- efnum i sunnanverðri Afríku. Ráðherrann sagði i veislu, sem haldin var til heiðurs forseta Botswana, sem nú er staddur i opinberri heimsókn i Kina, að sovétmenn reyndu að ná tökum á þessum mikilvæga heimshluta með ihlutun, en bandarikjamenn reynduhins vegar að gæta fjár- hagslegra hagsmuna sinna i þessum heimshluta með þvi að styðja kynþáttahatursstjornir þar. Ráðherrann sagði stjórnir hvitra manna i þessum Jieims- hluta vera að búa sig undir strið með þvi að byggja upp heri slna og herða tökin á svörtum lands- lýð. Palestinumenn stóöu og fylgdust meö, er löndunarprammi sigldi burt frá Beirút meö 300 bandarlkjamenn og aöra útlendinga. Þetta veröur sennilega siöasti skipulagöi flóttinn frá striöi Libanon. Fióttamennirnir komu til Grikklands I morgun. Byssugleði við a- þýsku landamœrin Vestur-Þjóöverjar hafa beöiö Sameinuöu þjóöirnar aö stofna gæsiunefnd tii aö draga úr spennu á landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands. Mjög heitt hefur verið i kolun- um við landamærin undanfarið og hefur Helmuth Schmidt kanslari Vestur-Þýskalands vitt austjur- þýska landamæraverði fyrir aö skjóta á ferðamenn af litlu tilefni og sakað þá um byssugleði. Utanrikisráöherra Vestur- Þýskalands, Hans-Dietrich Genscher, sagöi að háttarlag austur-þjóöverja væri brot á Helsinki sáttmálanum, sem fela átti I sér aukið feröafrelsi milli austurs og vesturs. Austur-þjóðverjar hafa á móti sakaö nágranna sina um viljandi ögranir viö landamærin. Deilur landanna tveggja mögn- uðust mikið er tvivegis var skotið á vestur-þýska feröamenn um siðustu helgi. A laugardag fór þjóöverji inn fyrir varnarlinuna, sem er á landamærum rikjanna, um þaö bil 60 metrum vestan við sjálfa landamæragirðinguna. Austur- þýskir landamæraverðir hrópuðu til hans, hann hrópaði á móti, og siðan var skotið á hann. Maðurinn var handtekinn, þar sem hann reyndi að skriða til baka til Vestur-Þýskalands, og var fluttur af landamæravörðunum yfir til Austur-Þýskalands, þar sem hann var lagður á sjúkrahús. Stuttu siðar handtóku verðirnir vestur-þjóðverja, 6 ára son hans og hollending, sem höfðu hætt sér inn fyrir varnargirðinguna, og lokuðu þá inni i nokkra klukku- tima. - Skotið var varnarskoti aö tón- listarmanni frá Hamborg, sem reyndi að hefja samræöur viö austur-þýskan landamæravörö og fleygöi dagblaöi yfir giröinguna til hans. Lagt var hald á bil hans sem stóö innan viö varnarlinuna. Talsmenn landamæralögregl- unnar i Vestur-Þýskalandi segja, aö greinilegt sé aö austur-þýskir landamæraveröir séu mun varari um sig upp á siökastíö vegna Gartenschlaeger málsins. Gartenschlaeger var skotinn viö landamærin er hann reyndi i þriöja sinn að læöast upp aö landamæragirðingunni vestan megin til að stela sjálfvirkri haglapumpu, sem skýtur á hvern þann sem snertir landamæra- girðinguna. Það fékk mjög á austur-þýsk yfirvöld, er Gartens- chlaeger ljóstraði upp um leynd- ardóminn um þessar byssur meö þvi aö stela tveim og afhenda vestur-þýskum yfirvöldum. Þaö hefur einnig reitt austur- þjóöverja til reiöi að vestur-þjóö- verjar skyldu neita aö framselja austur-þýskan landamæravörö, sem slapp yfir landamærin eftir aö hafa skotið tvo starfsbræöur sina, aö þvi er austur-þýsk yfir- völd halda fram. Þá skvetti þaö lika olíu á eldinn er tveir vestur-þýskir landa- mæraveröir hættu sér yfir varnarllnuna. Þeir voru hand- teknir af úrvalssveit tryggra austur-þýskra hermanna, sem treyst er til aö flýja ekki, þótt þeir séu vestan viö sjálfa landamæra- giröinguna, og þeir haföir I haldi I þrjá daga. Flúið úr landi Norðmenn bora stöðugt dýpra! Olíuborun á 450 m hafdýpi Norömenn hafa byrjaö bor- un eftir olíu skammt fyrir sunnan 62. breiddarbauginn, og veröur borað þar á meira dýpi en nokkru sinni áöur. Þegar hefur verið hafist handa um borun á 300 metra hafdýpi. Útbúnaður borunar- manna gefur möguleika á, að bora á allt aö 450 metra dýpi Geysilegir erfiöleikar eru á að bora á svo miklu hafdýpi og hefur hingað til reynst erfitt að yfirstiga þá. Tæknileg að- stoð við borunina er veitt af breska oliufélaginu BP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.