Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 19
VtSIR „Fyrr má nú rota en dauðrota" ■■■■■■■nHKBeBaBHBIBIVHBMMBHmÉMBMMBBBBMBBHBaHBHBBBia Svar við níðskrifi H.J Baldvin Þ. Kristjánsson skrifar: A.m.k. fyrir vestan var kallaö, að afkáraháttur manna „riði ekki við einteyming”, þegar hann keyrði úr hófi fram. Þetta orðatil- tæki datt mér i hug, er fyrir augu min bar nú um helgina mynd- skreytt þvaður einhverrar vits- munaveru, sem kallar sig „H.J.” og finnst það mátuleg upplýsing um sig. Þetta einstæða bull H.J. er tileinkað Jimmy Carter, hinum sigursæla frambjóðanda demó- krata til næsta forsetakjörs i Bandarikjunum, og trúlega eftir öllum sólarmerkjum að dæma, þeim manninum, sem sitja mun hinn háa, en umdeilda forsetasess næstu árin. Greinarhöf. lýsir aumkunar- lega andúð sinni og fyrirlitningu á þvi, að „skælbrosandi hetubóndi skuli vera i þann veginn að stjórna voldugasta rlki heims.” Við þvi virðist hann þó búast! Og ógeð hans á slikum manni virðist ekki eiga sér takmörk. Og maður eins og hefur það á tilfinningunni, að greinarhöf. dreymi helzt um samanbitinn helgrimusvip einhvers nazista- foringja I hlutverkið. Aumingja maðurinn! Á annarri linu en þjóðskáldin Brosandi bóndi— það er mann- gerð, sem H.J. lizt ekki á. Hann er augljóslega á annarri linu en þjóðskáldin okkar — Jónas með „bústólpann” sem „skal virður vel”, og Einar Ben. sem kvað: „Eitt bros getur dimmu I dagsljós breytt....” Greinarhöf. slettir út klaufum hverju hrakyrðinu á fæt- ur öðru, rétt eins og hann eigi persónulegum höfuðóvini ljótara en grátt að gjalda. Hann kallar Carter „ekkert annað en gang- andi auglýsingu” og hreytir úr sér útþynntri glósu um „tann- burstabros” og telur sig vera fyndinn. Ég minnist varla að hafa séð staðlausa lágkúru á svo auvirði- legu plani sem þessi „ómagaorð” H.J. Ja, það er vart hægt að - kvarta undan skorti á málfrelsi i landi voru meðan „upprubb” á borð við áminnsta klausu þykir birtingarhæft, og það með „striðsletursfyrirsögn” yfir þvera siðu auk riflegrar mynd- skreytingar! Nú, Jimmy Carter á sjálfsagt ekki gengi sitt undir þvi hvað mér eða H.J. finnst um hann. En það geta verið takmörk fyrir þvi, hvað maður hefur geðsmuni til að hlusta á eða horfa þegjandi. Svo langt getur ósvinna gengið, að maður fái ekki orða bundizt. Er þá Jimmy Carter slikt dusil- menni sem H.J. hefur smekk til að vera láta? Góður sonur Að þvi, er maður hefir heyrt eftir allgóðum heimildum, er Carter góður sonur göfugrar móður, og mjög likur henni, þótt eitthvað kunni hann — maður i blóma lifsins á glæstri frama- braut — að vera brosmildari en lifsreynd gamla konan. Hann kemur heim af hafi til þess að taka við bústjórn að föður sinum látnum, og búnast vel. Þá er hann orðinn vinsæll og dáður yfirmaður i kafbátaflotanum og lærður kjarnorkufræðingur. Hann er ástrikur og ljúfur heimilisfaðir. Hann aflar sér viðtækari menntunar áður en hann hefur af- skipti af stjórnmálum. Þar geng- ur honum ekki sem bezt i byrjun — m.a. aflar hann sér óvinsælda meðal hvitra manna vegna einarðrar afstöðu sinnar til negra og hlutskiptis þeirra — ekki sizt vináttu við föður hins fræga nóbelsfriðarverðlaunahafa dr. Martin Luther King. En Carter gefst ekki upp, þótt á móti blási, heldur sigrar að lokum og verður rikisstjóri i heimabyggð sinni og kemur á skömmum tima undra- verðu lagi á óreiðu og bruðl „kerfisins” þar — fækkar m.a. opinberum stofnunum úr 300 I 20, ef ég man rétt, — þótt svo hann sameini sumar, hvað einstaka manni hefur vist þótt mikil undur og leggur Carter út til lasts! Fyrir þetta óvenjulega manntak hlýtur hann bæði viðurkenningu og virö- ingu — enginn dregur heiðarieik hans I efa. Mörgum þykir sem slikur maður sé ekki .á hverju strái og liklegur til að geta gert fleira til þarfa. Ahugi margra samherja hans og aðdáenda vaknar fyrir þvi að hvetja hann til forsetaframboðs. ’ Einlægur trúmaður Siðast, en ekki sízt, er Jimmy Carter einlægur trúmaður og fyrirverður sig ekki fyrir það. Hann viðurkennir og metur frels- andi sigurmátt bænarinnar. Slik- ur maður stendur ekki einn, á hverju sem veltur. Þetta er maðurinn — „maður utan af landi”,eins og við mynd- um segja hér, — sem Bandarikja- menn eygja nú og finnaeitthvað I, sem vekur þeim vonir um bjart- ari og betri tima. Engu forseta- efni hafa þeir nokkru sinni fagnað jafnvel.hvað þá betur. Það hefur — og ekki að ástæðulausu — þótt með ólikindum. Undraverður árangur 1 nýþýddri dagblaðsgrein úr NEW YORK TIMES eru Demó- kratar hiklaust taldir hafa valið „sterkustu frambjóöendurna, sem hugsazt gátu”. Þar lagði Carter sjálfan sig fram sem for- setaefni og valdi varaforsetaefn- ið, Walter F. Mondale. Þeir urðu „allt að þvi sjálfkjörnir á flokks- þinginu”. Þarna er talað um, að „undraverður árangur Carters muni lengi verða i minnum hafð- ur I bandariskri stjórnmála- sögu”.Og þaðer talað um „sigur- för” hans; að hann hafi „ekki einungis með stáivilja sinum og skarpri greind” náð útnefningu, „heldur ekki siður þeim furðu- lega hæfileika sinum að ná trausti kjósenda i hverju máli, hvaða skoðun sem þeir annars höfðu fyrir”.Klykkt er út i NEW YORK TIMES-greininni með þvi að segja, að nú séu demókratar „undir forystu stjórnmálasnill- ings.sem vann sigur undir merki sameiningar.” Seinheppinn lastari Já, þetta er hann þá — maður- inn, sem kemur H.J. til aö meira en gefa opinberlega i skyn með óvirðingarorðum að um sé að ræða algera mannleysu, sem akkúrat einskis sé af að vænta og „minni helzt á siflissandi smá- stelpu”. Það er ekki nema von, að greinarhöf. „jesúsi sig”. Af þvi veitir sannarlega ekki þessum seinheppna lastara. Rislægri sjálfslýsingu er vart unnt að gefa. E.t.v. á fyrst og fremst að vor- kenna manntetrinu. Leturbreytingar gerðar af mér. Lokum vínbúðuni/ takmörkum bílakaup Kristinn Ólafsson skrifar Eftir að skattseðillinn kom út hafa kveinstafir og kjökur heyrst frá nær hverjum skattborgara. Það er alveg eins og menn sjái eftir þvi að borga sitt til rikisins og átti sig ekki á þvi að rikið er við þegnarnir. En menn kvarta undan blank- heitum ogað þeir eigivart isig og á. Það er ekki karlmannlegt að kveina yfir sköttunum. Ef m-enn eru óánægðir eiga þeir bara að gripa til heillaráða sem geta ráð- ið bót á þessu. Ef menn eiga leið framhjá skemmtistöðunum á helgum blasir við þeim ófögur sjón. Æska landsins kófdrukkin æðir um með lifvana augu og er viti sinu fjær af vimugjöfum eða einhverju þaðan af verra. Það er ekki hægt að s já á þessu fólki að það skorti fé. Það virðist geta án nokkurra vandkvæða ausið fjármunum i óþarfa og brennivin af lyst sinni. Ef menn kvarta undan skatt- byrðinni er ekki eðlilegt að losna undan að greiða þá. Þvert á móti ættu menn um að sameinast um að koma i veg fyrir óþarfa kaup á bilum, áfengi, alls kyns sælgæti og fleira sem upp mætti telja. Mér finndist eðlilegt að meðan islendingar eru ekki betur stæðir ætti að loka áfengisútsölunum og skammta bilakaup og draga með öllum ráðum ur óþarfaeyðslunni. Ef það tekst vel ættu menn að geta borgað það sem þeim ber til rflrisins — án þess að vera með sifelldar kvartanir. „Það er orðið all langt siðan að vinur minn og skólabróðir sendi Dagblaðinu bréf og kvaðst ekki vera sáttur við grein sem Helgi Pétursson þýddi og endursagði. Greinin fjallaði um Elvis Presley_þar sem hann var niddur niður i svaðið. Vinur minn kvaðst hafa haldið að það væri prentfrelsi á Islandi, en það væri betra að gæta sin og segja hvaðan heim- ildirnar væru komnar. Er það eitthvað einkennilegt að frægur og umsetinn maður jafnvel þótt kominn sé yfir fertugt, vilji vera i kyrrþey til að ná sér eftir taugaáfall. Sá möguleiki er nefnilega fyrir hendi að Elvis hafi ofmetn- ast. En þarmeðerekki sagt að hann eigi enga batavon.” V VERÐLA UNA - KROSSGÁ TURITIÐ 10. HEFTI KOMIÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.