Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 20

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 20
VISIR Fimmtudagur 29. júlf 1976. „Leyst á sann- gjarnan máta" — segir formaður LÍU Þetta var leyst á sanngjarnan mata”, sagöi Kristján Ragnars- son formaöur Landssambands Is- lenskra útvegsmanna i samtali viö VIsi. En eins og fram kom I blaöinu I gær hefur rafmagn sem skip I höfnum fá úr landi lækkaö. Kristján sagöi aö útvegsmenn heföu margoft lýst óánægju meö verðið á rafmagni til skipa eins og þaö var áöur. En skipin þurftu áöur aö kaupa rafmagn úr landi á viögeröartaxta, en ekki hitunar- taxta sem er miklu lægri. Rafmagn til húsahitunar er selt á svokölluöum hitataxta, og er rafmagn i þvi tilfelli rofiö á viss- um tímum og lækkar þá veröiö. Skip kaupa rafmagniö á órofnum hitataxta. Kristján Ragnarsson sagöi aö skip keyptu nú aðeins rafmagn á viögeröartaxta ef vinná þyrfti aö viögeröum um borö I skipum. — EKG Enginn bátur á loðnu- miðunum Engir loönubátar eru nú lengur á miöunum. t gær og I nótt brældi svo aö þeir bátar, sem enn voru aö, lögöu af staö I land. Fjórir tilkynntu afla til loðnunefndar i gær og sigldu þeir allir til Faxaflóahafna. Hákon var meö 250 lestir, Helga Guömundsdóttir BA 280 og Huginn 300. Þessir þrir héldu til Keflavikur. Siguröur RE fór meö 300 lestir til Reykjavikur. —EKG. Flugfarþegar í fískibát Þaö horföi heldur illa fyrir 50 svisslendingum og ameriku- mönnum, sem uröu veöurteppt- ir i Vestmannaeyjum fyrir helg- ina. Þeir áttu að fljúga af landi brott á laugardagsmorguninn en svarta þoka kom i veg fyrir flug frá eyjum. Er útséö var um að flogiö yröi frá Eyjum I tæk-a tiö var brugöiö á þaö ráö aö fá fiskibát til aö flytja feröafólkiö til megin- landsins. Fólkiö var flutt i einni ferö til Þorlákshafnar og þaöan I rútu til Reykjavikur. Eigendur fiskiskipsins, sem fólkið flutti tóku 3000 krónur af hverjum farþega fyrir vikiö. Fréttaritari VIsis i Vest- Óskar Einarsson, starfsmaöur Flugfélags Islands i Vestmannaeyj- um hjálpar farþegum um borö i fiskibátinn. Ljósm. Visis: Guömundur Sigfússon Sveinn Valgeirsson skipstjóri tekur viö greiöslu frá farþegunum. Túrinn kostaöi 3000 kr. á mann. mannaeyjum upplýsti blaðiö um, aö oft kæmi fyrir aö feröa- fólk missti af flugi vegna veöurs i eyjum. Þætti mónnum þar þaö furð'u sæta, aö útlendingar væru sendir til Vestmannaeyja i lok dvalar sinnarhér á landi, þar eö alltaf gæti brugöið til beggja vona meö samgöngur milli lands og eyja. JOH—G.S. Vestmannaeyjum. Óviðunandi aðbúnaður að dýrum í Sœdýrasafninu — segir Dýraverndunarsamband íslands og skrifar borgarráði Dýra ver ndunars am- band islands / telur aðbúnað að mörgum dýrum i Sædýrasafninu óviðunandi og vill láta loka þvi, ef ekki er hægt að gera algerar endur- bætur tafarlaust. Sam- bandið fær að meðaltali tvær kvartanir á dag frá gestum sem koma i safnið og ofbýður ástandið. Iskýrslu borgarráðs frá 27. júli er minnst á bréfaskipti vegna Sædýrasafnsins. Visir haföi þess vegna samband við Jórunni Sörensen, formann Dýra- verndunarsambandsins. „Við höfum ritað borgarráði vegna ástandsins i safninu,” sagði Jórunn. „Við teljum langt frá þvi að nógu vel sé búið að dýrunum. Þetta er ekki okkar einkaskoðun, þvi aö við fáum daglega kvartanir frá gestum, sem erumiður sin eftir heimsókn i safnið.” „I bréfi okkar bendum við lið fyrir liö á það sem miöur fer, og það sem er algjörlega ófært. Ef ekki er hægt að gera algerar endúrbætur tafarlaust, viljum viö láta loka safninu.” „Viö höföum haft samband viö formann stjórnar safnsstjórnar- innar er borið við fjárskorti. Við teljum að jnargt sé hægt að lag- færa án verulegs kostnaðar. Auk þess teljum við að sé ekki til fé tii að búa sómasamlega að dýrun- um, sé ekki réttlætanlegt að reka safnið”. „Eitt af mörgum atriðum sem við finnum að er að þarna eru mörg dýr tU langframa i ákaflega litlu plássi. Sem dæmi get ég nefnt hrafnana og refina, sem þurfa mUciö pláss, en hirast i litlum kytrum.” „Við erum siður en svo á móti þvi aö hér sé rekið dýrasafn. En viö teljum þaö frumskilyrði að þannig sé búið að dýrunum aö þeim liöi vel.” —ÓT. Bílar boðnir upp fyrir stöðu- mœlasektum? Umferðarnefnd Reykjavik- urborgar ihugar nú ný úrræði gegn þeim sem skirrast við að borga stöðumælasektir. Að sögn Guttorms Þormars, framkvæmdastjóra nefndar- innar er viða erlendis tekið lögveð I bilum þeirra sem'ekki borga stöðumælasektir og er þá hægt að bjóöa bilana upp. „Við höfum mikinn áhuga á þessu”, sagöi Guttormur. „I sambandi við stöðumælana er brýn nauðsyn á lagasetn- ingu”. x Núna er sá háttur á aö menn fá sekt, síðan nokkrum sinn- um áminningu og loks eru skuldararnir kærðir. —EKG „Mér virtist Náttfari vera ungur maður, hár og grannur" í '" en þá var Náttfari allur á bak og Ekki er taliö að hann hafi ver- grenninu, þvi ekkert vélarhljóö burt. iö á bfl, a.m.k. ekki þarna I ná- heyröist langa hriö á eftir. AH. Gluggakrœkjur seljast grimmt „Þaö er nú erfitt að gera sér grein fyrir þvf hvernig hann leit út, en mér finnst hann hafa ver- ið ungur maöur, hár og grann- ur”, en ég sá hann svo ógreini- lega að það er nú kannski heldur litið á því að græöa”, sagði Guð- finna ólafs, en hún býr á Látra- strönd á Seltjarnarnesi þar sem Náttfari gerði vart viö sig fyrir stuttu. Guðfinna lá vakandi I rúmi sinu er hún sá hurðarhúninn hreyfast, og maður birtist i gættinni. Hrópaöi hún þá upp yf- ir sig, og hvarf maðurinn þá út um bakdyrnar, sömu leið og hann haföi komiö. Þar haföi hann getað opnað litinn glugga við hliö dyranna og teygt sig I læsinguna. Mun hann hafa leitað i skrifboröi I stof- unni, en þegar ekkert verðmætt var þar leitaði hann inn i svefn- herbergiö. Guðfinna hringdi til lögregl- unnar I Reykjavik, þar sem ekki er næturvakt hjá lögreglunni á Seltjarnarnesi. Þeir sögðu henni þá að hún yröi aö hafa samband við Seltjarnarneslögregluna, og náöi hún loks sambandi við lög- • reglumann heima hjá honum. Var hann kominn á staðinn eftir um það bil hálfa klukkustund, Mikill skrekkur hefur gripið um sig meðal reykvikinga vegna Náttfara, eins og inn- brotafaraldurinn sem gengið hefur yfir er nefndur. Búa menn sig sem óðast gegn ófögnuöinum. „Salan hefur aukist gifur- lega”, var svarið i nokkrum byggingavöruverslunum þegar við spuröum hvort menn spyrðu meir eftir gluggakrækjum en áður. Lögreglan hefur varað fólk við þvi að skilja glugga eftir opna og ráðlagt fólki að krælcja þeim vandlega. 1 nokkrum búðum var okkur tjáö aö gluggakrækjur væru nú búnar meö öllu. „Þær hafa selst alveg villt og brjálaö”, sagöi af- greiöslumaður I einni verslun. í öllum verslunum sögöu menn að þvert ofan i þaö sem venjulegt væri, spyrði fólk núna eftir krækjum daglega og jafnvel oft á dag. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.