Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 7
7 VISIR Fimmtudagur 29. júlí 1976. og Jón Ormur Halldórsson Carter í fangelsi Frændi Jimmy Carter, tor- setaefnis Demókrata, situr nú i 10 ára fangelsi i San Francisco fyrir tvö vopnuö rán. William Carter Spann er 29ára gamall og systursonur Jimmy Carter. Hann var dæmdur i mai eftir að hafa viöurkennt brot sin. Hann sagöi i blaðaviðtali fyrir stuttu aö hann heföi fyrir og eftir dóminn verið sneyddur aliri fjölskylduhlýju. — Þegar ég sagöi móöur minni, aö meö- fangar minir heföu sent mér morðhótanir, svaraöi hún þvi til aö 'öll fjölskyldan væri of upptekin viö kosningabarátt- una til aö háfa áhyggjur af þvi, sagöi fanginn I blaðaviðtalinu. Reagan búinn að vera? Mars bakaður, gegnumlýst- urogbleyttur Vfkingur fyrsti cfnagreinir nú loknum verður tilraunin endur- sýnishorn, sem ferjan tók á yfir- tekin til að koma i veg fyrir mis- boröi Mars. Efnagreiningin fer tök. fram í sjálfvirkri rannsóknar- A blaðamannafundi i gær stofu i ferjunni sjálfri og er sögðu visindamennirnir, sem aö heildarniöurstööu ekki aö rannsóknunum standa, að ekki vænta fyrr en eftir nokkrar vik- sé óliklegt að fyrir milljarði ára ur. hafi sama loftslag verið á Mars og nú er á Jörðu. beir sögðu að Niðurstöðu fyrstu greining- greinilega væru árfarvegir á arinnar er þó að vænta fyrr, — yfirborði stjörnunnar, sem benti eða nú á laugardag. Þótt lif til þess að áður hefði verið komi ekki fram við frumgrein- hætra hitastig þar og meiri loft- inguna er alls ekki útilokað, að þyngd. það finnist þegar nánari grein- Jafnvel væru visbendingar ing fer fram. um að rignt hefði á Mars fyrir Sýnið veröur gegnumlýst, ekki svo ýkja löngu — sem þýðir bakað og bleytt. Allt þetta mun innan við 1000 milljón ár i hug- taka um tólf daga, og að þeim um visindamannanna. Illa virðist nú horfa fyrir Ronald Ileagan keppinaut Fords forseta um útnefningu sem for- setaefni repúblikana, Val hans á frjálslyndum manni sem varaforsetaefni hefur mælst mjög illa fyrir þar vestra, þvi augljóst þykir, að hér hafi verið um að ræða örvæntingarfulla til- raun Keagans til a,ð- öðlast vin- sældir meðal fulltrúa Pennsylvaniurikis, sem enn hafa ekki gert upp hug sinn, en hafa þótt hallir i Ford. Einn af frammámönnum repú- blikana sagði i gærkvöldi, að til- tæki Reagans hafi veikt tiltrú manna á honum, og Ford forseti sé nú öruggur um útnefningu flokksins. Kannanir benda til að nokkrir af fullírúum Réagans á flokksþinginu i næsta mánuði hafi látið af stuðningi sinum við hann eftir að hann tilkynnti um val sitt á varaforsetaefni. Hótaði að myrða Carter — en gaf upp nafn og heimilisfang FBI rikislögreglan bandariska handtók i gær mann sem hótað hafði að myrða Jimmy Carter, forsetafram- bjóðanda demókrata. Maðurinn hringdi til rikislög- reglunnar og tilkynnti henni um það áform sitt að stytta Carter aldur. Aðspurður gaf maðurinn upp nafn sitt og heimilisfang og lét simanúmer sitt fljóta með, þetta hjálpaði lögreglunni óneitanlega við rannsókn máls- ins. Brá hún skjótt við, hélt heim til mannsins og handtók hann. - Maðurinn hefur verið ákærður fyrir að trufla gang þess lög- verndaða athæfis sem forseta- kosningar eru samkvæmt banda- riskum lögum. Maðurinn getur keypt sig lausan fyrir rúmar 18 milljónir islenskra króna. Franska ríkið beitir fallöxinni — fyrsta aftaka í 3 ár Tuttugu og tveggja ára gamall frakkí var I gær hálshöggvinn i Marseilles i Frakk- landi fyrir morð sem hann framdi fyrir tveimur árum siðan. Maðurinn sem hét Christian Ranucci var fundinn sekur um morð á átta ára gamalli stúlku. Ranucci er fyrsti maðurinn til að deyja undir fallöxi franska rikisins siðan Giscard d’Estange tók við embætti for- V. . __________ seta Frakklands. Giscard er kunnur fyrir andstöðu sina gegn dauðarefsingu og náðaði siðast i febrúar i ár dauðadæmdan mann. Forseti Frakklands þarf að staðfesta dauðadóma og biða nú dauðadómar yfir fjórum öðrum morðingjum staðfestingar for- setans. Miklar umræður hafa verið i Frakklandi siðustu mánuði um hvort beita skuli dauðarefsingu. Mikill meirihluti almennings er^ talinn vera fylgjandi dauðarefs- ingu, en þrjár milljónir frakka hafa undirritað áskorun um af- nám slikra refsinga. ________________________________' Við bjóðum hvorki sértilboð né önnur tilboð — heldur lágt verð á ÖLLUM VÖRUM.... r r \ UTILEGUNA Viðarkol Áldiskar Plasthnifapör Álpappír Niðursoðnir ávextir Nýir ávextir 20 tegundir af kexi Niðursoðinn saxbauti ## steiktar kjötbollur ## kjötbúðingur /# bœjarabjúgu Nýreykt hangikjöt, reykt hrefnukjöt, marineruð síld, unnar kjötvörur OPIÐ: í dag kl. 9-12 & 13-18 föstudag 9-12 & 13-22 Brauð og brauðvörur Öl og gosdrykkir Komið í Kaupgarð og látið ferðina borga sig. Kauoaardur “ W~ «51 Sniiöjuvegi 9 Kópavogi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.