Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 1
 3HflBBBHHHnSHH3HBBHHSBHBHflHflBHflflHHflHBBflflHBfl9HBBSHflflflflHBBH Flugleiðir greiða varnarliðinu stórfé — en varnarliðið hefur ókeypis afnot af flugskýlum okkar CATAUNA OG KASSA FLUGVÉL Sjó flugsíðu Flugleiðir greiða varnarliðinu rúmar 11 milljónir islenskra króna (60.000$) á ári fyr- ir afnot af einu flugskýla varnarliðsmanna. Skýli þetta er notað við svokallaðar B-skoð- anir á Boeing-þotum fé- lagsins, en sllkar skoð- anir munu framkvæmd- ar á um það bil mánað- arfresti og taka 8-9 klukkustundir i senn. Minna má á skrif Visis um flugskýlin þrjú, sem nú hefur verið staðfest að eru eign islendinga. Þau skýli hefur varnar- liðið notað endurgjalds- laust i 25 ár. Skýli það sem flug- leiðamenn leigja að- stöðu i er að sögn flug- virkja, sem i gærkvöldi unnu þar við skoðun á annarri Boeing-þotu Flugleiða, einstaklega lélegt og hvorki vatns- né vindhelt. Til marks um það sögðu þeir visis- mönnum, að Flugleiðir sæju þeim fyrir stigvél- um til notkunar inni i skýlinu. Viðræður fóru fram i gær milli flugvirkja og utanriksiráðherra um hugsanlega notkun á is- lensku skýlunum þrem- ur, sem Visir hefur gert sér að umtalsefni. Að sögn flugvirkja voru viðræðurnar mjög gagnlegar og verður þeim fram haldið á morgun. í millitiðinni, mun eiga að kanna af- stöðu Flugleiða til máls- ins. —JOH Flugvirkjar unnu I gærkvöldi af kappi viö skoöun á Boeing-þotu Flug leiöa. sem varnarliöiö notar nú sem bilaverkstæöi og geymslu. Vinnuaöstaöa er þarna slæm og mun verri en I islensku skýlunum Þýski glœpasérf rœð ingurinn kominn á ný til landsins — Mun ekki rceða við fjolmiðla fyrst um sinn 1 \ Tðlva spáir góðu veðri á suðurlandi á mánudag Samkvæmt 5 daga tölvuspá, sem út- reiknuð er vestur i Bandarikjunum, er gert ráð fyrir norð- iægri átt á landinu á verslunarmannafri- daginn nk. mánudag. Ef hún reynist rétt mega sunnlendingar búast viö nokk- uð góöu og björtu veðri, en veöur veröur verra noröan- lands. Aö sögn veðurfræöinga á Veöurstofu íslands er þó varhugavert aö byggja um of á þessari spá. Eftir þvi sem spáð er lengra fram i timann, verða spárnar óáreiöanlegri. Gert er ráð fyrir noröaustan- átt næsta sólarhringinn, með björtu veðri á Suðvesturlandi en súld annað slagið og kulda á Norður- og Austurlandi. —AHO. Vestur-þjóðverjinn Karl Schutz kom til landsins i gærkvöld. Schutz er hingað kom- inn fyrir atbeina dóms- málaráðuneytisins, og mun hann aðstoða rann- sóknarlögregluna við rannsókn Geirfinns- málsins svonefnda. Vfsir reyndi að ná sambandi við Schutz i rnorgun, en tókst ekki aö hafa upp á honum. Hann var hvergi að finna á gestalistum' hótelanna i Reykjavik, oghvorki dómsmálaráðuneytið né saka- dómur gátu eða vildu upplýsa hvar hann dveldist. Orn Höskuldsson sakadómari sem unnið hefur að rannsókn hinna umfangsmiklu sakamála, sem athygli fólks hefur mjög beinst að upp á siðkastið, kom til landsins með sömu flugvél og þýski sakamálasérfræðingurinn frá Luxemburg i gærkveldi. Visir náði tali af Erni i morgun og varðist hann allra frétta um ferðir sinar eða tilgang þeirra, en játaði þó að hafa verið i Þýska- landi. Hann kvaðst vita, að þjóð- verjinn, sem hingað er kominn, vildi ekki ræða við fjölmiöla á þessu stigi málsins. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins lagði á þaö áherslu i viðtali viö Visi i morgun, að meðferð saka- málanna og rannsókn öll væri algjörlega á vegum Sakadóms Reykjavikur, og starfsmenn hans yrðu þvf að meta, hvort og hvenær upplýsingar um málið og meðferð þess yrðu látnar i té. —SJ/AH ÆTLARÐU AÐ KÆRA SKATTANA ÞÍNA? Leiðbeiningar um það hvernig á aö fara að þvi, finnurðu i þættinum „Málalok”. * Stórlaxar veiddu j stórlaxa 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.