Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 13
Útvarp í kvöld kl. 20.55 Útvarp í kvöld kl. 20.25 Fjallað um fœr- BAKID AD VEGGNUM" þeirra og endirinn er mjög óvæntur. Höfundinum tekst vel að gera gott leikrit úr litlum efnivið. Höfundurinn Evan Storm er sænskur oghefur skrifað ein tiu, tólf leikrit fyrir sænska útvarp- ið. Storm sækir gjarnan efnivið sinn i daglega lifið en fær einföldustu og hversdagslegustu hluti til að sýnast l'jarstæðu kenndari. Þetta er fyrsta leik- ritið sem islenska útvarpið flyt- ur eftir Evan Storm og er þýö- andi þess Ásthildur Egilson, Leikstjóri er Hrafn Gunn- -laugsson og leikendur eru Sigurður Skúlason og Þorsteinn Gunnarsson. , Leikritið hefst klukkan 20.25 og stendur i hálfa klukkustund. — SE. Kristileg útisamkoma á ólafs- vökunni i Þórshöfn. Ljósm. Vis- is B.G. „Með bakið að veggnum” hcitir leikritið scm flutt verður i útvarpinu i kvöld. Leikurinn segir frá tveimur mönnum sem sitja saman við borð eitt á kaffiteriu á járn- brautarstöð i Sviþjóð. Annar þeirra, Ivan sem dvalið hefur á taugahæli um hrið, er afar hræddur um að hann fái 'ekki það sem hann pantaði. Sessunautur hans Helgi, sem að flestra áliti er andlega heil- brigður, fullvissar hann um að það komi örugglega i fyllingu timans. Upp úr þessu spinnast svo orðaræður um óliklegustu hluti og skapast mikil spenna á milli Sigurður Skúlason og Þorsteinn Gunnarsson sitja að snæðingi við upptöku leikritsins. eyskt menningarlíf Þá verður lesið úr færeyskum bókmenntum, rithöfundurinn Cristian Matras les eigið ljóð, Hjörtur Pálsson les færeyska þjóðsögu og flutt verður atriði úr nýju færeysku leikriti sem heitir „Skipið”. Það var flutt hér á Listahátið fyrir skömmu og á vorvöku á Akureyri, þar sem þessiupptaka var gerð við hin frumstæðustu skilyrði. Eins og flestum mun kunnugt er færeyskt ritmál ungt og það var ekki fyrr en með Heimastjórnarlögunum 1948 að færeyska var viðurkennd sem aðalmál, en þó með þeim skil- yrðum, að öll börn skuli læra dönsku vel. Yfirleitt mun kennsla fara fram á móðurmálinu nú orðið, en þó er ekki lengra siðan en i i fyrra, að deilur urðu út af próf- um sem nemendur neituðu að taka vegna þess að þau voru á dönsku. Og það eru ekki nema fimmtán ársiðan allsstaðar var messað á dönsku i Eæreyjum. Færeyingar hafa þó smám saman verið að taka ýmsar stofnanir i sinar hendur, sem danir hafa haft umsjón með og má nefna póstþjónustuna sem þeir tóku við 1. april sl. Að sögn stjórnanda þáttarins eru Færeyjar mjög merkilegar eyjar og ættu sem flestir að leggja leið sina þangað. Þátturinn hefst kl. 20.55 og stendur til tiu. —SE Stjórnandi þáttarins Stefán Karlsson, handritafræðingur tjáði okkur, að þetta væri eins konar ferðasaga, en hann dvaldi i Færeyjum siðastliðið vor. Upphaf þáttarins verður tengt Ólafsvökunni, sem er árlegur viðburður i Þórshöfn og er jafn- an mikið um dýrðir meðan á henni. stendur. Stjórnandi þáttarins, Stefán Karlsson. ,A ólafsvöku” nefnist þáttur sein verður á dagskrá útvarps- ins i kvöld og er hann helgaður Færeyjum og færeysku menn- inga rlifi. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú aug” eftir Sterling North Þórir Frið- gerisson þýddi. Knútur R. Magnússon les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. Kon- unglega filharmoniusveitin i Lundúnum leikur „Föður- landið”, forleik op. 19 eftir Bizet: Sir Thomas Beecham stjórnar. Itzbak Perlman og Konunglega fólharmoniu- sveitin leika „Carmen- fantasiu”, tónverk fyrir fiðlu og hljómsveit op. 25 eftir Pablo de Sarasate. Hljómsveitin Fólharmonia i Lundúnum leikur „Leik- fangabúðina”, balletttónlist eftir Rossini/Respighi: Alceo Galliera stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16 15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn.Sigrún Björnsdóttir hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar. 17.30 Skólaball i Reykjavik og kaupavinna i Gufunesi. Hjörtur Pálsson les úr ó- prentuðum minningum séra Gunnars Benediktssonar (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsíns. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 1 sjónmáli. Skafti Harð- arson og Steingrimur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Samleikur i útvarpssal: Aage Kvalbein og Harald Bratlie leika Sónötu fyrir selló og pianó op. 40 eftir Shjostakovitsj. 20.25 Leikrit: „Með bakið að veggnum” eftir Evan Storm. Þýðandi Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Persónur og leikendur: Ivan.... Þor- steinn Gunnarsson. Helgi.... Sigurður Skúlason. 20.55 A ólafsvöku. Stefan Karlsson handritafræðingur bregður upp svipmyndum úr Færeyjum. • 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinn” eft- ir . Georges Simenon. Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (19). 22.40 A sumarkvöldi. Guðmundur Jónsson kynnir ýmsar serenöður. 23.30 Fréttir, þ.á.m. iþrótta- fréttir frá Montreal. Dag- skrárlok. „KREBS" mólningarsprautur. Svissnesk gœði. ,/KREBS" málningar- sprautur hafa víötækt notkunarsvið, allt frá úöun skordýraeiturs til málunar stórra flata. Einnig til ryðvarna. Stimpildrifin sprautun gefur besta nýtingu á efni og litla loftmengun. Spissar með flötum geisla á lægsta fáanlega veröi. Allir hreyfihiutir og spissar úr hertu stáli og Mangan-Carbide (Rockwell 80). Verð frá 7060.- Sveinn Egilsson h/f, Skeifan 17, Iðngörðum Trésmiðir Tilboð óskast i að endurnýja klæðningu á þaki húseignarinnar Framnesvegi 65. Væntanleg vinna er fólgin i þvi að rífa as- bestklæðningu og setja bárujárn i staðinn. Uppl. i simum 13906 og 16967 eftir kl. 19. Blaðamenn Alþýðublaðið óskar að ráða biaðamenn i haust. Reynsla eða stúdentspróf æskilegt, góð islenskukunnátta skilyrði. Umsóknir skal senda i pósthólf 320 merkt „blaðamenn”. Símagœsla Alþýðublaðið óskar að ráða starfsmann við simagæslu i haust. Umsóknir skal senda i pósthólf 320, merkt ,,simi”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.