Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 3
VISIR Fimmtudagur 29. júlí 1976. 3 Taka innflytjendur hagnaðinn erlendis í formi umboðslauna? Eftirlit með gjaldeyris- skilum innflytjenda erfitt segja talsmenn Seðlabankans „Það er engin sérstök rannsókn i gangi á þvi hvort inn- flytjendur skila inn umboðslaunum sín- um,” sagði Björn Tryggvason aðstoðar- bankastjóri Seðlabank- ans i viðtali við Visi. Fyrr i þessum mánuöi kom fram i viðtali Visis við Ólaf Jóhannesson viðskipta- ráðherra,að mörg fyrirtæki fá umboðslaun sin greidd i gjald- eyri, sem aldrei kemur til skila hjá gjaldeyrisbönkunum. Björn kvað hugsanlegt að inn- flytjendur gerðu eitthvað af þvi að taka hagnaðinn erlendis i formi umboðslauna. Gjaldeyrisyfirvöld hefðu hins vegar litil tök á þvi að hafa eftirlit með þvi að menn skiluðu inn umboðslaununum. Engar opinberar reglur eru til um stærð þeirra og gildir yfirleitt alþjóðleg hefð i þvi efni. Þó koma einnig til sérstakir samn- ingar milli innflytjandans og seljanda vorunnar. „Það sem helst er treyst á að hafi áhrif i þá átt að umboðs- launin komi til skila, er annars vegar eðlileg verðmyndun i landinu, þe.e. samkeppni i vöru- verði, og hins vegar leyfi inn- flytjenda til að flytja frilistavör- ur inn fyrir umboðslaunin, án gjaldeyrisyfirfærslu, auk raunsærrar gengisskráningar,” sagði Björn. Eina leiðin sem hann sagðist sjá til þess að unnt væri að hafa raunhæft eftirlit með þvi að menn gefi umboðslaunin upp, væri að skattayfirvöld reiknuðu þau út frá heildarinnflutnings- magni hvers innflytjanda. Sá útreikningur yrði leiðbeining bæði fyrir bankana og skatt- heimtuna. Einig mætti hafa eftirlit með umboðslaununum með þvi að fylgjast með heimsmarkaðs- verði, þar sem verð vörunnar verður hærra en eðlilegt er, ef menn taka hagnaðinn erlendis með umboðslaununum. Þannig eftirlit væri þó geysilegt fyrirtæki. Björn sagði að lokum, að auk- in samvinna milli landa auö- veldaði starf gjaldeyriseftirlits- ins. Þjóðbankar ýmissa landa væru farnir að skiptast á upp- lýsingum og væri sú samvinna aö aukast. Sérstaklega væri þess farið að gæta gagnvart norðurlöndunum. Engin sakamál vegna almennra umboðslauna. Visir hafði samband við Sigurð Jóhannsson yfirmann gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og spurði hann hvernig væri fylgst meö umboðslaununum. Sigurður sagði að innflytjendur gerðu jafnóðum grein fyrir umboðslaunum sinum til gjaldeyrisbankanna. Auk þess sendi gjaldeyriseftirlitið árlega út skýrslur þar sem menn eiga áð gefa upp móttekin umboðs- laun á siðasta ári. „Við tökum siðan af handa- hófi gjaldeyrisskil einstakra manna og berum saman við skýrsluna. Við erum að þessu allt árið. Með þessu sjáum við hvort samræmier i skýrslugerö manna og eins getum við gert samanburð milli ára og haft viðmiðun af gjaldeyriskaupum viðkomandi á árinu. Það er mjög erfitt fyrir okkur að fylgjast neitt með þeim umboðslaunum sem viðkom- andi ekki kýs að gefa upp. Við teljum að það hafi farið vaxandi að menn ráðstafi þessum tekjum erlendis, en þó er ekki liklegt að það sé i stórum stil. Þegar eitthvað misræmi hef- ur fundist i skýrslugerðum manna, höfum við haft samband við þá beint og i öllum tilvikum hefur misræmið verið lagað án þess að úr þvi veröi sakamál,” sagði Sigurður Jóhannsson. —SJ Úrkoma á suðurlandi er nú farin að verða íbúum þess landshluta þungbær og vonast fólk nú tii þess, að úr þessu rætist sem fyrst. Norðlendingar hafa aftur á móti ekki haft yfir rigningunni að kvarta i sumar, nema kannski aðeins dag og dag. Það var heidur ekki annað að sjá en þessi ungi maður kynni vel að meta norðurlandssólina og biómaskrúðið er myndin var tekin af honum myrðra á dögunum. NATTURUFRÆÐINGAR VILJA EKKI UNA ÚRSKURÐI KJARADÓMS tslenskir náttúrufræðingar eru mjög óánægöir meö nýfeiidan úrskurð Kjaradóms i kjaradeilu féiags islenskra náttúrufræðinga við rikið. Telur félagiö að Kjaradómur hafi sniögengið mikilvæg iaga- ákvæði, gerst þannig hlutdræg- ur og brotið rétt á félags- mönnum. Náttúrufræðingar telja það kunnara en frá þurfi að segja, að allt frá almennu kjarasamn- ingunum frá 1974 hafi orðið veruleg skerðing á kjörum allra launþega I landinu. Telja þeir að nú þyrftu laun náttúrufræð- inga að hækka um 15-20% til að jafna það misrétti sem skapað- ist á samningstimabilinu milli náttúrufræöinga og þorra þeirra launþega sem hafa verkfalls- rétt. Til aö ná jöfnuði sem væri sambærilegur viö það sem hliö- stæðar starfsstéttir hafa á frjálsum vinnumarkaði þyrftu launin hins vegar að hækka um 30-65%. Með tilvisun til alls þessa lýsir félagið sig óbundið af niöurstöðu Kjaradóms og mun leita allra tiltækra ráöa til að leiðrétta hlut félagsmanna sinna. Félagið hefur ákveðið aö senda fjármálaráðherra bréf með kröfu um raunhæfar og efnislegar viöræður. Hafi ekki borist jákvætt svar við erindi þeirra fyrir 1. september mun félagið ihuga sérstakar aðgerð- ir til að fá kröfum sinum fram- gengt. —AH Larsen í topp formi á ný Daninn Bent Larsen teflir af miklu öryggi á millisvæðamót- inu sem nú fer fram i Sviss, og hefur nú örugga forystu að 12 umferðum loknum. Larsen er meö 9 vinninga, en i öðru til fimmta sæti eru þeir Byrne, Portisch, Smyslov og Hubner með 7 1/2 vinning hver. Ekki var teflt i gær, en i dag verður tefld 13,umferð. Larsen virðist nú vera að ná sér á strik eftir nokkra lægð sem hann hefur verið i um nokkurra ára skeið, og er ekki annað að sjáanlegt en aö hann verði með i baráttunni um heimsmeistara- titilinn enn einu sinni. Larsen hefur oft komið þar við sögu, en litið siðan hann var burstaður af Robert Ficher (0 : 6) i Denver, Colorado fyrir nokkrum árum. AH SVÍFA TIL SKÝJA MEÐ VÉLINA NÝJA „Vélin -sem iaskaðist þegar dráttarkerra ók á hana nýlega fer að öllum likindum á loft i dag”, sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flug- leiða, er Visir innti hann eftir þvi hvað liði við- gerð á tveimur Fokker- friendship flugvélum, sem báðar voru bilaðar. ,,Sú vélin sem varð fyrir hreyfilbilun I Akureyrarfluginu komst i lag siðastliðinn mánu- dag”, sagði Sveinn. Eins og Visir hefur skýrt frá var vélin á leið til Akureyrar með 41 farþega þegar hreyfillinn bilaði og var þá ákveð- ið að snúa við til Reykjavikur. Nú hefur verið skipt um hreyfil á flugvélinni. Alltbendir þvi til þess að allar Fokker-vélarnar ættu að geta farið i loftiö i dag. —AHO. r........—.................. ' Skodaeigendur Vegna sumarleyfa verður verkstæði okkar lokað dagana 3.-17. ág. n.k. og veröur á þvi tlmabili aðeins framkvæmt eftirlit og þjónusta með nýjum bifreiöum. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h/f Auðbrekku 44-46. Kópavogi ..--....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.