Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 29.07.1976, Blaðsíða 11
75 HVERNIG A AÐ KÆRA SKATTINN? Fáist eigi fullnægjandi svar, skal skattstjóri áætla tekjur skattþegns eftir bestu vitund og ákveöa skatta hans i samræmi viö þá áætlun aö viöbættum 25% viöurlögum viö þær tekjur, sem ákvaröaö er að hafi veriö undanfelldar á framtali. Kæra til skattstjóra 1. frestur til aö kæra álagöan tekjuskatt eöa tekjuútsvar er 14 dagar frá því aö skattskrá er lögö fram eöa póstlögö var til- kynning um skattbreytingu. Kæranda nægir aö hafa póstlagt kæru sina innan framangreinds frests, þótt hún berist skattyfir- völdum ekki, fyrr en aö fresti liönum. Sendi kærandi kæruna ekki innan 14 daga, visa skatt- yfirvöld henni frá sem of seint fram kominni og er sá úrskurö- ur endanlegur. 2. Skattkæru ber að senda til viökomandi skattstjóra og á þaö viö, hvort sem um tekjuskatt eða tekjuútsvar er aö ræöa. Þó er rétt að minna á aö sveit- arstjórn getur hafa ákveöið aö annast álagningu útsvara sjálf eöa faliö sérstakri nefnd að gera þaö — og i þeim tilvikum er rétt aö senda útsvarskæru til álagn- ingaraðila. 3. Skattkærur verða að vera skriflegar og studdar nauðsyn- legum gögnum. Hvaö teljist nauösynleg gögn fer mjög eftir atvikum máls hverju sinni og illgerlegt er aö setja fram almenna reglu i þvi sambandi. Ljóst er að skattyfirvöld kveða upp úrskurð á grundvelli þeirra ganga sem kærandi hefur lagt fram og hlýtur þvi skortur á nauðsynlegum gögnum aö leiöa Liklegt er að starfsmenn á skattstofunum þurfi aö endurskoða skattframtöl margra aðila eftir að kærur hafa borist. Þessi mynd er tekin í geymsium Skattstofunnar i Reykjavík. Visismynd: JA. til synjunar skattstjóra á kær- unni. 4. Innan tveggja mánaöa frá -lokum kærufrests skulu skatt- stjórar hafa úrskurðað kærur og leiðrétt skattskrá. Úrskurðir skattstjóra skulu rökstuddir og sendir kærendum I ábyrgðarbréfi. Varðandi rökstuöning skatt- stjóra er rétt að gera þær efnis- kröfur, aö tilgreind séu kæru- atriði og þær skattaheimildir sem skattstjóri úrskurðar eftir. Kæra til rikisskattanefndar Úrskurði skattstjóra má skjóta til rlkisskattanefndar. Kærufrestur er 21 dagur frá dagsetningu úrskuröar skatt- stjóra. Kærur skulu vera bréf- legar og studdar nauðsynlegum gögnum. Crskurðir rikisskattanefndar skulu vera rökstuddir. Nefndin skal leggja úrskurð á kæru fyrir októberlok og til- kynna innheimtumanni skatts- ins og aðilum úrslit tafarlaust. Úrskurður rikisskattanefndar erfullnaöarúrskurður,en þó má bera ágreining um skattskyldu undir dómstóla. C"ÞórÓurGimnarssor^^ skrifar: J y ✓ 1 málalokum aö þessu sinni er stuttlega fjallaö um skattkærur. Efnigreinarinnar er takmarkaö viö kærur vegna tekjuskatts og tekjuútsvars og aöeins drepiö á helstu atriöi sem máli skipta. Álagning Viö álagningu tekjuskatts og tekjuútsvars gildir sú megin regla aö skattyfirvöldum ber aö leggja skattframtöl til grund- vallar álagningu. Þó skal skattstjóri leiörétta augljósar reikningsskekkjur i framtali svo og einstaka liöi, ef þeir eru I ósamræmi viö gild- andi lög og fyrirmæli. Ennfrem- ur er skattstjóra heimilt aö leiörétta einstaka liöi ef telja má, aö óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en gera skal skattþegni strax viövart um slikar breytingar. Nú er framtalsskýrsla eða einstakir liðir hennar ófullnægj- andi, óglögg eöa tortryggileg eða skattstjóri telur þurfa nán- ari skýringar á einhverju atriöi, og skal hann þá skora á fram- teljandi aö láta I té skýringar eöa gögn, er á skortir, innan ákveöins tima', og er framtelj- anda skylt aö veröa viö áskorun skattstjóra. Ef skattstjóri fær fullnægj- andi svar, leggur hann skatt á samkvæmt framtali og fram- komnum skýringum og er skatt- stjóra þá jafnframt heimilt aö bæta allt að 15% viö þær tekjur, sem skattþegn kann aö hafa undanfellt á framtali slnu. á*s* j lifll w*» Hugsanlegt er að islendingum bjóðist að selja eða leigja eitthvað af skipaflota sinum til þróunarhjálpar I Afríku. ÍSLENDINGAR ÍHUGA ÞRÓUNARHJÁLP Hugsanleg leiga eða sala ó skipum Mikill áhugi er meðal islenskra aðila á þeim hugmyndum sem Jón Sveinsson forstjóri skipasmiðastöðvarinnar Stálvikur hefur kynnt, að islendingar taki þátt i uppbyggingu fiskveiða og iðnaðar i Afriku. Sagði Jón að verkefnin sem þarna væri um að ræða væru fyrst og fremst ráðgjafastarf- semi og gæti henni fylgt leiga eða sala á islensk- um skipum. „Ahugi útgeröarmanna er mikill á sama tima og svarta skýrslan kemur út”, sagöi Jón. Jón hefur sent hugmyndir sinar til FAO, Matvælastofnunar Sam- einuðu Þjóðanna, sem stendur að verkefninu. Sagöi Jón aö sér væri kunnugt um aö þeim hefði veriö vel tekið. 1 tillögum sinum gerir Jón grein fyrir hvernig hann telji að standa beri að verkefninU með hliðsjón af reynslu okkar sjálfra. „Mörg önnur lönd hafa sent út tillögur, en þaö verður ekkert gert i þessu fyrr en eftir miðjan ágúst: sagði hann. Ekki yrði aðeins um það aö ræða að skip yrðu seld eða leigð til verkefna i Afriku. Heldur sam- starf á breiðum grundvelli, þannig færu, ef af yrði, menn til ráðgjafa viö fiskveiöar, fisk- vinnslu og einnig færu menn sem sæju um viðhald á tækjum. Jón Sveinsson sagöi að ef af þessu yrði færu fjórir menn fyrst út. En siðan fleiri I kjölfarið. EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.