Vísir - 14.08.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1976, Blaðsíða 4
Umsjón: v ^ Jón Bjorgvinsson J V * Warner brœður hrepptu góssið l»á er úr þvl skoriö aö Warn- er Bros kvikmyndafélagio hreppi gdssið. Góssio er i þessu tilfelli samvinna vio israelsher og israelsstjórn við gero myndar um innrásina á Entebbe flugvöll I sfðasta mánuði. Tólf kvikmyndafyrirtæki eöa fleirikepptu um samyinnu viö israela um sllka kvik- mynd. Israelar sem ekkert hafa á móti auglýsingunni, ákváðu þó aö herafli þeirra heföi öörum hnöppum aö hneppa en leika i ameriskum kvikmyndum og ákváöu þvi' aö velja aöeins einn framleio- anda úr hópnum. Aö visu segja þeir, aö hverj- um sem er sé heimilt aö gera kvikmyndir um Entebbe en þeir megi ekki vænta neinnar sérstakrar samvinnu israels- hers viö gerð þeirra. Formaöur Warner Bros. Ted Ashley og forstjóri isra- elsku kvikmyndastofnunar- innar Ezra Sasson undirrituöu i gærkvöldi samning um gerö israelsk-amerisku myndar- innar um Entebbe. Samningurinn felur i sér, aö sem svarar tæpum tveimur milljöröum króna verði varið til gerðar myndarinnar og að þvlverkiverðilokið innan árs. Einnig var samþykkt að hluti af gróðanum rynni I lifeyris- sjóð Israelskra hermanna. Þá skuldbatt Warner Bros. sig jafnframt til að framleiða nokkrar aðrar alþjóölegar kvikmyndir i Israel á næstu þremur árum. Warner Bros. fyrirtækiö hefur faliö Ken Ross að skrifa handritiö og Franklin Schaeff- er leikstjórnina. Frægasta mynd Schaeffer til þessa er Öskarsverðlaunamyndin „Patton", og eins má minnast á „Papillpn", sem sýnd var hér fyrir stuttu siðan. Mynd Warner bræðra á aö bera nafnið „Operation Yon- athan". Tilkynnt hefur veriö að Steve McQueen hafi fallist á að leika aðalhlutverkið, hlutverk Dan Shomron gener- áls. Þvi er hvislað, að honum hafi verið boðnar sem svarar (haldið ykkur fast!) nær fjög- urhundruðmilljónir islenskra króna fyrir lítilræðið. Hún sinnir barni sínu með tönnunum Bandarlsk stúlka Celestine Tate hefur gengið i gegnum margt i sbiu lifi en þó náði bar- átta hennar hámarki er hún mætti fyrir rétti i Flladelfiu fyrir nokkrum dögum til að sanna að hún væri hæf móðir. Celestine fæddist vanskðpuð og báðir fætur hennar og hendur eru máttlausar. Þrátt fyrir þetta hefur henni tekist að læra að lesa og skrifa, sauma, hekla, matreiða og vélrita 40 orð á minútu með þvi aö nota tung- una, tennurnar, varirnar, hök- una og nefið. Celestine á unga dóttur og barnaverndarnefnd þótti óráð- legtaö hafa ósjálfbjarga barnið i umsjá fatlaðrar móður. Celestine neitaði aö láta Niya, 6 mánaða gamla dóttur sina af hendi og málið kom fyrir rétt,, þar sem Celestine var gert að sanna að hún gæti hugsað um barn sitt. Það varö að bera Celestine inn I réttarsalinn, þar sem IiIIIF ".-.¦. .:¦¦¦¦ w Laugardagur 14. ágúst 1976 VISIR Celestine varö að sanna fyrir ddmstólum aö hiin gæti sinnt barni sinu. fötlun hennar kemur jafnvel i veg fyrir að hún geti skriðið. Eina leiðin sem hún hefur til að hreyfa sig sjálf úr stað er að velta sér eftir gólfinu. Hún var lögð á borð við hlið- ina á dóttur sinni. Móðirin sýndi þá dómaranum, hvernig hún klæddi og afklæddi barn sitt meö tönnunum, nefinu og hökunní. Það tók Celestine ekki nema fimm minútur og nú hefur dómarinn úrskurðað, að dóttirin litla f ái aö dvel jast hjá Celestine og afa hennar og ömmu, sem búa I sama húsi. rússnesk- HAMBORGARINN l— réfturinn Það var Louis Lassen i Nýja Englandi i Bandarflc junum, sem fann upp þann hamborgara, sem við þekkjum best I dag. Þaö var á erilsömum eftir- miðdegi i veitingahúsi hans, sem hamborgarinn varð til. Veitingahús Louis var vinsælt af fóiki, sem gat fengið sér þar brauösamloku með þykkri kjöt- sneið á milli. Þegar afskurðurinn af sneiðunum jókst með aukinni sölu datt Lassen i hug að hakka hann niður og móta i litlar kök- ur. Þessi nýji réttur var slðan borinn steiktur fram á disk ásamt niðurskornum lauk og bökuðum kartöflum. Þetta var áriö 1900. Réttinum var vel tekið og við- skiptahópurinn stækkaði enn. Sjaldan var sæti handa öllum matargestunum svo til aö þurfa ekki að visa neinum frá datt Lassen enn nýttsnjallræöi I hug. Til að gestirnir gætu etið nýja réttinn standandi setti Lassen kjötkökuna ásarnt lauknum á milli tveggja framskbrauðs- sneiða og hinn vinsæli réttur hamborgarinn var fæddur. Þessi nýjung varð enn vin- sælli en hin fyrri og siðurinn breiddist út. Louis gamli Lassen varð viöurkenndur upphafs- maður hamborgarans I sinni nútíinamynd og árið 1967 var matstofu hans, sem enn er við lýði komið á skrá yf ir varðveitt- ar þjóöminjar. En þá er það nafnið— Ham- borgari —, hvaðan er það kom- ið? Þótt Lassen hafi veriö eign- að upphaf hamborgara með brauði voru bollur úr hökkuðu kjöti ekki hans uppfinning. Slikt var til dæmis borðað i llússlandi á miðöldum. Sjómönnum, sem komu frá hafnarborginni Hamborg, þótti réttur þessi gdður, fluttu hann með sér til Hamborgar og breiddust vinsældir hans út þaö- an, án brauðs þó. Þannig er nafniö til komið. Kenneth Lassen, sonarsonur Lassen gamla, rekur enn gömlu mat- sfofuna I Nýja Englandi. tsland sigraði Finnland á Evrópumóti unglinga, sem haldið var I Lundi i Sviþjóð. Island fékk 20 gegn mihus 5 eða 91-23. Hér er spil frá leiknum. Staðan var allirutan hættu og vestur gaf. * K-5-4 V D-G-8-6-3 ? K-D-2 * G-2 * 10-7 '? 9-6-3-2 ?¦ A-10-9-4 * K-5 ? A-10-9-5 + G-7-6-4-3 * A-D-9 A 7-6 ? A-D-G-6 V 7-2 ? 8 ? K-l 0-8-5-4-3 Þar sem Guðmundur Arnarson og Jón Baldursson sátu n-s gengu sagnir á pessa leið: Vestur Noröur Austur Suður 1H P P 2L P 2G P 3S P 3G P P P Austur var óheppinnaö spila út hjartakóng og meira hjarta. Vestur gerði rangt I þvi að drepa á asinn, en hann spilaði spaða til baka. Það er i sjalfu sér nokkuð afrek að komast i þrjú grönd á spil n-s, en að norður skyldi vinna þau er merkilegra. Eftir ofangreinda byrjun var Guðmundur ekki I vandræðum með spilið. Hann tók nú þrjá slagi á hjarta og slðan fjóra slagi á spaða. Þegar hann spilaði í'jórða spað- anum.þá var vestur I vandræðum með afkast. Ef hann hendir frá A-D i laufi, þá spilar sagnhafi laufi, en hendi hann frá A-10-9 i tigli, þá er tigli spilað. NIu slagir og Island græddi vel á spilinu. 1 jafn flókinni og fjölbreytilegri iþrótt sem skákrn er, getur jafn- vel bestu mönnum yfirsést. Hér verða sjálfum leikfléttusníllingn- um Tal á mistök, I einvigi við Larsen 1969. WPl —_____mmWm_____8— ABCOEFOH Hvltt: Tal Svart: Laiscn. Tal á leikinn, og lagði ekki I að hirða peðið á a6, með 1. Bxa6, vegna 1......Ha8. En Tal sá ekki f 2. He8+ Kxe8 3. Bb5+ og vinnur. Tal lék hinsvegar 1. Be4? og komst ekkert áleiðis. Fyrsturmeð fréttirnar ?88groöuri verndurm ^íandm^ LANDVERWD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.