Vísir - 14.08.1976, Blaðsíða 3
VISIR Laugardagur 14. ág
. agúst 1976
Ætlo að
krœkja sér
í krœkling
Þeir sem hafa áhuga á aö
gæöa sér á kræklingi munu
eflaustfara með ferðaféiaginu
Útivist i gönguferð á
kræklingafjörur við Háls i
Kjós á .morgun.
Lagt veröur af staö frá Um-
ferðamiðstöbinni I Reykjavik
klukkan 13. Er miöað við að
vera við Háls á háfjöru.
Að sögn þeirra hjá Útivist
eru ferðir sem þessar mjög
vinsælar og hafa farið upp
undir hundrað manns i þær.
Er hugmyndin að matreiða
kræklinginn sem fólk tfhir
enda er þetta hinn mesti
herramannsmatur.
Þeir sem ekki hafa áhuga á
göngutúr um fjörur geta farið
i f jallgöngu á Meðalfell i Kjós.
—EKG.
Einar
myndlistar-
gagnrýnandi
Vísis
Einar Hákonarson mynd-
listarkennari og listmálari
hefur tekið við störfum sem
myndlistargagnrýnandi Visis.
Einar er fæddur i Reykjavik
árið 1945. Hann lauk teikni-
kennaraprófi árið 1964 og var
siðan við framhaldsnám við
Valands listaháskólann i
Gautaborg i Sviþjóð, frá 1964
til 1967.
Siðan hann lauk námi hefur
hann unnið sem kennari við
Myndlista- og handiðaskólann
með hléum.
Einar Hákonarson hefur
tekið þátt i fjölda myndlistar-
sýninga bæði hér á landi og er-
lendis. Hefur hann unnið bæði
að svartlist og málun.
ÞRIR INNBROTSÞJOFAR
GÓMAÐIR Á STOLNUM BÍLUM
Það var engin smá steinvala sem innbrotsþjófarnir notuðu til að.
brjóta uppp hurð verslunarinnar i Norðurbrúninni. Steinninn vó um
60 kg. og mölbraut glerið i hurðinni og dyraumbúnaðinn. Mynd:
Jens.
Brotist var inn i matvörubúð
við Norðurbrún 2 um hálf sjö
leytið i gærmorgun. Voru þar á
ferð þrir ungir menn, og komust
þeir inn i verslunina með þvi að
kasta stórum grjóthnullungi i
gegnum dyr verslunarinnar,
sem var úr tvöföldu ein-
angrunargleri. Steinninn var
svo stór, að tvo þurfti til að
henda honum.
Maður var að vinna i verslun-
inni er mennina bar þarna að,
og er þeir urðu hans varir lögðu
þeir á flótta á bil sem þeir höfðu
komið á. Gerði maðurinn i
versluninni lögreglunni þegar
viðvart, og gat lýst bifreiðinni
nokkuð greinilega.
Var þá allt lögreglulið
Reykjavíkur sent út að leita
bQsins, og fannst hann eftir
nokkra stund. Var þá aðeins
ökumaður i bilnum, og var hann
talsvert drukkinn. Komi ljós að
bifreiðinni höfðu þeir kumpánar
stolið fyrr um nóttina i gamla
bænum.
Var pilturinn fluttur á lög-
regluvarðstofuna, en jafnframt
hafin leit að hinum tveimur.
Fundust þeir eftir skamma
stund inn á Kleppsvegi, þar sem
þeir yoru að gangsetja bifreið
sem þeir hugðust taka trausta-
taki. Af þvi varð þó ekki, og
voru þeir fluttir á lögreglustöð-
ina.
Piltarnir eru allir rúmlega
tvitugir aö aldri, oghafa a.m.k.
tveir þeirra komist undir
manna hendur áður. Þeir voru
allir undir áhrifum áfengis.
Þess má geta að báðar bif-
reiðarnar sem þeir þremenn-
ingarnir stalu eru fólksbflar af
geröinni Ford Cortina, en að
sögn lögreglunnar nýtur sú teg-
und mikilla vinsælda hjá bfla-
þjófum. Mun það vera vegna
þess að auðveldara er að gang-
setja þær án kveikjulykils en
flestar aðrar bifreiðategundir.
—AH.
Verkfrœðingar fá 40% hœkkun:
„Það er alltaf ánægjulegt að
búið sé að leysa mál. En þessi
samningur er ekkert tii að
hrópa húrra fyrir. Þetta er
minnsta mögulega hækkun sem
hægt er að sætta sig við", sagði
Gunnar H Gunnarsson fulltrúi i
samninganefnd verkfræðinga
hjá Reykjavikurborg er Visir
ræddi við hann.
Tveggja mánaða verkfalli
verkfræðinga lauk i fyrrinótt og
eru þá væntanlega úr sögunni
Ekkert til að hrópa húrra fyrir" — segja verkfrœðingar
margs kyns vandræði sem
skapast hafa vegna vinnu-
stöðvunarinnar.
Verkfræðingar munu fá um
40% hækkun. Þannig að 1. mars
siðast liðinn hefur kaup þeirra
hækkað um 6%, 10% frá 1. jiili.
Fyrsta október næst komandi fá
þeir 6% hækkun, 3,8% 1. janiiar,
5% frá 1. febníar og 4% frá'l.
júli. Samningur þessi gildir til
10. júli. Visitöluhækkun kemur á
laun eins og hjá Öðrum og verði
gengið fellt falla samningar úr
gildi.
Gunnar sagði að hóflega
reiknað hefðu verkfræðingar
hjá borginni verið 20% lægri i
ævitekjum siðasta haust en
starfsbræður þeirra á verk-
fræðistofum. Og ef allt væri
reiknað með væri sennilegri
tala nær 30%. Siðan hefði bilið
breikkað þannig að hækkunin nú
gerði ekki meir en að vega það
upp.
Siðan bar Gunnar saman þró-
un i tekjum verkamanna annars
vegar og verkfræðinga hjá
Reykjavikurborg frá árinu 1967.
„Til þess að launahlutfall héld-
ist svipað og þá þyrftu laun okk-
ar að hækka um 60 til 70 pró-
sent", sagði hann. ,,0g til að
halda i við iðnaðarmenn þyrftu
þau að hækka um 80 til 90%."
Sem dæmi um hækkun sem
yrði hjá verkfræðingum er
störfuðu hjá Reykjavikurborg
nefndi Gunnar að hæstu laun
verkfræðings hjá Reykjavikur-
borg fyrir hækkun hefðu verið
142.517 en væru nú 170.593.
Byrjunarlaun fyrir verkfræðing
sem kæmi beint frá prófborðinu
væru nú 106.631 krónur.
-EKG
/#Slœmir samningar"
— segir Albert Guðmundsson formaður
launamálanefndar Reykjavíkurborgar
,,Það eru báðir aðilar
óánægðir með þessa samninga.
Við álitum þetta slæma samn-
inga og verkfræðingar eru held-
ur ekki ánægðir með þá", sagði
Albert Guðmundsson formaður
launamálanefndar Reykja-
víkurborgar er hafði meö samn-
inga við verkfræðinga að gera
fyrir hönd borgarinnar.
Launamálanefndin klofnaði i
afstöðu sinni til samninganna.
Albert og Markús örn Antons-
son voru fylgjandi þvi að semja
en Kristján Benediktsson og
Sigurjón Pétursson andvigir.
Albért sagði að verkfræðingar
hefðu farið fram á hærri kaup-
hækkun en samist hefði um.
Ennfremur sagði hann að mjög
hefði legið á að þessi deila verk-
fræðinga og borgaryfirvalda
leystist. Þvi þó að aðeins hefðu
verið fáir verkfræðingar i verk-
falli hefði það haft áhrif á svo
marga þætti i starfi borgarinn-
ar.
„Það er á grundvelli tillögu
frá sáttasemjara, sem
samningar náðust", sagði Al-
bert. „Verkfræðingar lögðu
fram tillögu sem við höfnuðum
og þeir höfnuðu sömuleiðis okk-
ar tillögu. En eftir nokkurt þras
tókust samningar.
Það er óhætt að segja að þetta
hafa verið erfiðir samningar.
Þeir halda vel á sinu og slikt hið
sama reyndum við."
Albert sagði að kauphækkunin
til verkfræðinga hefði auðvitað i
för með sér útgjaldaaukningu
fyrir borgina. Hve mikla væri
ekki búið aö reikna út. „En ég er
alls ekki ánægður með þessa
samninga", sagði hann.
E.K.G.
##
Ekki var knýjandi að semja
##
,,Við töldum það ekki knýj-
andi fyrir borgina að semja",
sagði Kristján Benediktsson en
hann ásamt öðrum fulltrúa i
launamálanefnd Reykjavikur-
borgar Sigurjóni Péturssyni
skrifuðu ekki undir samninga
við verkfræðinga sem undir-
ritaðir voru i gærkvöldi.
— segir Kristján Benediktsson sem átti sceti í launanefnd borgarinnar
.. „Það var ekki kominn slikur
þrýstingur að ástæða væri til að
flýta sér of mikið. Það var að-
eins þrýst á i sambandi við
mælingar", sagði Kristján.
„Við töldum ekki fært að
semja um svo mikla kauphækk-
un, þar sem nýlega var búið að
semja við aðra starfshópa um
mun minni kauphækkun. Við
óttumst að samningur af þessu
tagi við tiltöiulega fámennan
hóp dragi dilk á eftir sér."
Telurðu þessa samninga mis-
tök?
„Ég vil ekki orða það svo
sterkt. Reynslan á eftir að skera
úr um það. En þetta er ákaflega
varhugavert".
Kristján-minnti loks á að mál-
inu væri ekki lokið.
..Samningarnir eiga eftir að
fara fyrir fund hjá verkfræðing-
um og borgarráði." — EKG