Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 3
visra Föstudagur 27. ágúst 1976 3 Aðstaða fyrir aldraða batnar Eitt hús í byggingu, róðgert að Útboö hefur verið auglýst vegna byggingar fyrir aldraöa viö Dalbraut og innan skamms er aö vænta auglýsingar um út- boö vegna byggingar fyrir aldraða viö Lönguhlfö. 1 viötali viö Geirþrúöi H. Bernhöft hjd Félagsmálastofn- uninni kom fram aö viö Dal- braut er um aö ræöa annars vegar sex hús, hvert meö þrem- ur Ibúðum fyrir öldruö hjón og hins vegar stórt hús meö 46 ein- staklingslbúöum og er hver ibúö 27 fermetrar. Gert er ráö fyrir aö byggingartiminn veröi tvö ár. Fyrir Ibúana i þessum hús- um verður ýmis konar þjónusta, s.s. hádegisveröur á hverjum degi, aöstaöa fyrir lækni og hjúkrunarkonu og félagsstarf, svipað þvi sem gerist hjá öldruöum, sem búa viö Noröur- brún. Auk þessa veröur Ibúun- um hjúkraðef þörf krefur vegna minniháttar lasleika og þegar beðið er eftir sjúkrahússplássi. 1 viðtali viö VIsi I gær sagöi borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson að viö Lönguhllö ætti einnig brátt að hefja bygg- ingu þriggja hæða húss með ibúðum fyrir 30 vistmenn, ein- staklinga og hjón. Þetta hús er alls 1985 fermetrar og er hver Ibúö um 27 fermetrar. Þarna veröur lika einskonar gróöur- hús, þar sem Ibúar geta fengið smáskika til aö rækta á. Aætlaö- ur kostnaöur við smlöi þessa húss er 190 milljónir krona en við húsin viö Dalbraut um 475 milljónir króna. Borgarstjóri sagöi ennfremur aö vel gengi bygging húss fyrir aldraöa viö Furugeröi og mætti vænta þess aö lokiö yröi viö aö steypa þaö upp I haust og yrði unniö inni við I vetur og mætti vænta þess aö húsiö kæmist I notkun á næsta ári. Meö þessum framkvæmdum væri komið vel til móts viö þann gífurlega húsnæöisvanda, sem aldraö fólk býr við, en enn væri þó óleyst málefni þeirra, sem væru rúmliggjandi. Viöræöur fara fram milli borgarinnar og rlkisvaldsins um byggingu B álmu Borgarsjúkrahússins, en þeim væri ekki lokiö enn. Þar er ráögert aö veröi aðstaöa fyrir rúmliggjandi, aldraö fólk. — RJ byrja ó tveimur ððrum bráðlega ' Þetta hús er veriöað reisa viöFurugeröi fyrir aldraöa, en þaö veröur fokhelt I haust. Ljósm.: Loftur 7 Albert mótmœlir vali á fegursta húsinu Björgvin vill viðrœður við Samsöluna A fundi borgarráðs siöastliöinn þriðjudag óskaöi Albert Guð- mundsson eftirfarandi bókunar vegna fundargeröar umhverfis- málaráös, þar sem um er aö ræöa val á fegursta einbýlishúsi borg- arinnar I ár: „Ég tel fráleitt val á húsinu Njarðargötu 9,sem fegursta húsi borgarinnar, en tel hins vegar aö hinir nýju eigendur hafi unnið til viöurkenningar fyrir snyrtilegan frágang hússins og lóöarinnar, sem er gott fordæmi öörum, sem breyta vilja og lagfæra gömul hús og mannvirki”. —SE. Björgvin Guömundsson lagði á fundi borgarráös siöastliöinn þriðjudag fram tiilögu þess efnis, aö borgarráð taki á ný upp viðræður viö Mjólkursam- söiuna og Kaupmannasamtök tslands um hin nýju viöhorf er skapast hafa I mjóikursölumál- um I Reykjavik. Tilgangur viöræönanna er sá aö koma I veg fyrir aö neytend- ur I borginni veröi fyrir óþægindum meö hiö nýja skipu- lag mjólkursölu sem tekur gildi 1. febrúar á næsta ári. Þess skal freistaö i viðræöun- um aö gera samkomulag viö Mjólkursamsöluna um þaö, aö hún reki áfram mjólkurbúðir I hverfum, þar sem matvöru- verslanir hafa ekki aöstööu til mjólkursölu. Umræöum um tillögu þessa var frestað. — SE Fíladelfíu- söfnuður stekir um lóð Á fundi borgarráðs siöastliöinn þriöjudag var lagt fram erindi FQadelfiusafnaöarins varöandi lóöarumsókn. FHadelfiusöfnuður hefur ný- lega sótt um lóð fyrir bókaforlag sitt og starfsemi þess. Filadelfíusöfnuöur gefur út tvö blöð, barnablaðið og Aftureldingu og einnig gefur söfnuðurinn út Perlubækurnar og hafa þær verið gefnar út I eitt hundraöog þrjátiu þúsund eintökum. Samþykkt var að vlsa erindi safnaðarins til umsagnar lóöa- nefndar. —SE Nýr sendiherra Bandaríkjanna James J. Blake er væntanleg- Bandarikjanna slöan 1947. ur til Reykjavlkur 2. september James J Blake er kvæntur til aö taka viö störfum ameriska Dolores Quaid og eiga þau f jög- sendiherrans hér á landi. ur börn. Þrjú eru viö háskóla- Blake er gamalreyndur á nám I Bandarikjunum en yngsti sviöi utanrlkismála og hefur sonur þeirra Robert kemur starfað I utanrlkisþjónustu hingaö til lands. — EKG Fjölskylda Blake horfir á er hann undirritar tilskipunina um aö hann gegni sendiherrastörfum fyrir Bandarikin á tslandi. Fulltrúi utanrikisráöherra Bandarikjanna er lengst til hægri. VlRDLftUNASAMKíPPNlN HELDUR ÁFRAM Menn eru þéttholda í Köln Helgarblaðið fylgir með Vísi á morgun Helgarblaö VIsis fylgir meö blaöinu á morgun eins og endra- nær og er fjölbreytt aö efni aö vanda. Þar er m.a. viðtal viö ómar Ragnarsson, fréttamann, skemmtikraft, flugmann og sjö barna föður og fleira fólk. Verö- launasamkeppnin heldur áfram og þeir sem taka þátt I henni geta eignast fallegan boröbún- aö. Þess skal getiö aö I siöasta helgarbiaöi uröu þau mistök aö mynd, sem merkt var númer eitt átti að vera númer þrjú. Þetta kemur betur I ljós i helgarblaöi Visis um aöra helgi, þar sem allar myndirnar af boröskreytingunum veröa birt- ar. Auk þessa efnis veröur I helgarblaðinu þáttur um mynd- list, úr eldhúsinu og ljósmynd- ari Visis segir frá ferö sinni til Kölnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.