Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 1
Fyrstur med fréttirnar ár LEITAÐ AÐ 0X11 NÁND WÐ MORÐSTAÐ - Morðinginn ófundinn í morgun Fimmtiu og sjö ára gömul kona var i gær myrt i raðhúsi við Miklubraut. Lik konunnar, sem lá inni i stofu, var meö mjög mikla áverka á höföi og þykir útilokað að dauoi hennar hafi verið slys. Konan kom i raöhúsio að Miklu- braut 261 gær um klukkan f jögur. ba r á heimili sitt vinafólk hennar, ekkjan ólöf Möiler og dóttir henn- ar. Þær mæðgur eru staddar i London og hafði konan sem lést komið I húsið til að vökva blóm og athuga hvort þar væri allt i lagi. Ekkert fannst, sem benti til þess að brotist hefði verið inn i húsið, en þrjár útihurðir eru á húsinu aðaldyr, bakdyr út i garð og kjallaradyr. Ekki er annað að sjá en konan hafi sjálf hieypt banamanni sin- um inn eða komið að honum i hús- inu. Morðið var ekki uppgötvað fyrr en um klukkan 10 i gærkvöldi er eiginmaður hinnar látnu var farinn að óttast um hana og fékk aðstoð lögreglu til að komast inn i læst húsið. Fljótlega dreif mikið lið lögreglu á staðinn og leituðu lög- reglumenn að öxi, sem talin er hafa verið notuð við verknaðinn, og öðrum ummerkjum. Sú leit bar engan árangur. Leitað var i nærliggjandigörðum.á Miklatúni og I öskutunnum i nágrenninu. öskutunnur i hverfinu höfðu verið tæmdar um klukkan hálf fimm, stuttu eftir að konan kom i húsið. Lögreglan leitaði upplýsinga lijá ibúum næstu húsa, en þeir höfðu allir verið fjarverandi milli klukkan f jögur og sex, þegar talið er að verknaðurinn hafi verið framinn. Morðingjans er enn leitað og er rannsókn I fullum gangi. Ekki er unntað birta nafn hinnar latnu að svo stöddu. — AH/-JB Stór farþegaflugvél ii ii við Kleifarvatn \ gœr Þyrla varnarliðsins að koma inn til lendingar við Kleifarvatn I gær, en þar hafði verið sett á svið flugslys. Fimmtlu manna farþegaflugvél átti að hafa farist þarna eftir að hafa lent I árekstri við aðra flugvél yfir Atlantshafi. Mikinn fjölda björgunarmanna dreif þarna að, og voruþeir sem mest höfðu slasast fluttir með þyrlunni til Ileykjavikur. sjá frásögn og myndir á bls: 10. „Léfi stöðva hamkvœmdir við KrSfíu, ef ég fengi að ráða ## — segir Eysteinn Tryggvason, jarðfrœðingur „Ef ég réði léti ég fresta framkvæmdum við Kröflu, og mér finnst að stjórnvöld verði að taka það til gaumgæfilegrar athugunar frekar fyrr en seinna", sagði Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur I samtali við VIsi I gær. Sagði hann líkurnar á gosi mjög miklar, en að visu væri frekar búist við hraungosi en sprengigosi. „Það er þó engan veginn hægt að útiloka sprengi- gos, enda hafa þau orðið á þessum slóðum I fyrndinni", sagði Eysteinn ennfremur. Eysteinn boðaði visismenn á sinn fund i gær vegna skýrslu þeirrar er hann og þrlr aðrir jaröfræðingar sendu stjórnvöld- um I fyrradag. í skýrslunni er leitast við að skyra frá stað- reyndum við Kröflu en aö sögn Eysteins var ekki farið út I þaö I sjálfri skýrslunni að gefa stjórnvöldum nein ráð. Verða stjórnmálamenn þvi s'jálfir að draga ályktanir af þvf sem I skýrslunni segir. Auk Eysteins Tryggvasonar unnu að gerð skýrslunnar jarð- fræðingarnir Guðmundur E. Sigvaldason, Karl Grönvold og Páll Einarsson. Þá var hún einnig borin undir Sigurö Þór- arinsson — og samþykkti hann skýrsjuna fyrir sitt leyti. Eýsteinn sagði að ef hraungos byrjaði skyndilega I næsta ná- grenni Kröflu færu aðvörunar- sirenur væntanlega I gang 20 minútum fyrir gos. Þess má geta að á æfingu Almanna- varnaráðs fyrir stuttu tók það um 30 mlnútur að rýma buöirn- ar að kvöldi til þegar allir voru vakandi. Skýrsla jarðfræðinganna er birt I heild i blaðinu I dag á bls. 15. — AH Húsið að Miklubraut 26. Hér var konan að vökva blóm fyrir vina- fólk sitt sem er erlendis, er ráðist var á hana með öxi og hún myrt. 40.000 kr. tap á mánuði — segja sjómenn í Stykkishólmi „Akvörðun verðlagsráðs var miðuð við verðið 1.50) fyrir kílóiö af skelfiski en f morgun var okkur tjáð af SIS að reiknað væri með að verðá skelfiski væri nú 1.801-2.00) fyrir kilóio. Akvörðun verðlags- ráðs er þvl byggð á röngum for- sendum og munu sjómenn I Stykkishólmi ekki róa á skelfisk fyrr en þessi ákvörðun verðlags- ráðs hefur verið leiðrétt". Þetta höfðu sjómenn I Stykkishólmi að segja um verkfall sitt I morgun en Vlsir skýröi frá þvi I gær að 150 manns hefðu misst atvinnuna vegna verkfallsins þar vestra. Sjómenn bentu ennfremur á að ákvörðun verðlagsráðs væri miö- uð við 6 cm lágmarksstærð á . hörpudiski en ekki væri hins veg- ar tekið á móti minni skeljum en 6 cm .ar vestra og þyrf ti þvi verðið einnig leiðréttingar við af þeim sökum. Hásetar á skelfiskbátum þar vestra telja sig tapa um 40.000 kr. á mánuði a rangri ákvörðun verð- lagsráðs og hyggjast ekki hefja veiðar á ný fyrr en verðinu hefur verið breytt til samræmis við þaö markaösástand sem þeir telja vera fyrir hendi. JOH Sigffirð- ingar koma inn úr * kuldanum — sjá bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.