Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 7

Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 7
VISIR Föstudag C ur 27. ágúst 1976 Ums jón : Guðmundur Péturssdn / 5 Júlíana afsalar sér ekki tígninni ÖU hollenska þjóftin stendur á öndinni i dag eftir það þunga ámæli, sem augasteinn hennar „geimsteinn hollensku krún- unnar", eins og Bernhard prins hefur stundum veriö kallaöur, hlaut hjá rikisstjórn landsins i gær. „Hann hefur skaðaö hags- muni rikisins og sýnt sig aö þvi að vera móttækilegur fyrir óheiðarlegri greiðvikni og til- boðum", sagði Jopp den Uyl, forsætisráðherra, á þingfundi í gær, en ræðu hans var útvarpað um land allt. Den Uyl, las upp bréf frá prinsinum, sem kvaðst ekki hafa sýnt þá aðgát, sem staða hans, eiginmanns drottning- arinnar, hefði krafist. Kvaðst prinsinn taka gilda gagnrýni stjórnarinnar og segja af sér opinberum trúnaðarstöðum. Hins vegar bar hann enn á móti þvi, að hafa þegiö mútur af Lockheed-verksmiðjunum. Júliana hollandsdrottning hefur sömuleiðis tekið gilda gagnrýni rikisstjórnarinnar á hendur eiginmanninum, en þó ekki afsalað sér drottningartign einsogmargirhöfðukviðið. Það hefði leitt til meiriháttar stjórn- arkreppu. Sem leiðtogi þjóðarinnar á hún stjórnarskránni samkvæmt sæti i rikisstjórn landsins, og verður að undirrita eíns og ráð- herrarnir allar meiriháttar ákvarðanir stjórnarinnar — eða vikja úr hásæti ella. Hollensk blöð telja liklegustu skýringuna á þvi, að drottning skuli sitja um kyrrt, vera þá, að Beatrix krónprinsessa (38 ára) hafi aftekið með öllu að taka við hásætinu undir þessum kringumstæðum. Það hefði þá orðið að lýsa niu ára gamlan son Beatrix, Willem-Alexander prins, væntanlegan konung landsins og finna honum rikis- stjóra, sem færi með umboð kunungs þar til prinsinn hefði aldur til að setjast i hásætið. Slikt hefði verið nær óhugs- andi hollensku þjóðinni, sem litur á konungsfjölskylduna sem þjóðartákn og vott um örugga Bernhard prins og Júliana hollandsdrottning. — Beatrix krdnprins- essa dóttir þeirra vildi ekki taka sæti móftur sinnar unilir þessum kringumstæOum. stjórnarskrá. Auk þess sem það ráð hefði kallaö fram stjórnar- skrárbreytingar og pólitiskt umrót. Lockheed samvinnu- lipur við rannsókn Lockheedflugvélaverksmiðj- urnar segjast hafa sýnt hol- lensku rannsóknarnefndinni fulla samvinnu við rannsóknina á meintri mútuþægni Bernhards prins. Robert Haack, formaður stjórnar Lockheed i Kaliforniu, sagfti þaft hryggja sig aft heyra, hvaft koniið hafi fram i skýrslu „vitringanna þriggja", eins og hollendingar hafa kallaft nefnd- ina. Stjórnarskipti urftu i Lock- heed-verksmiftjunum i febriiar i vetur, þegar mútuhneykslib neyddi þáverandi fram- kvæmdastjórn til þess aft segja af sér. Frakkar skipta í dag um ráðherra Annar gaullisti fenginn í stjórnina eftir afsögn Jacqes Chirac Gerð verða kunn I dag manna- skipti i frönsku stjórninni, sem verða um leift og Raymond Barre leysir Chirac af hiílmi sem for- sætisráftherra. Þykir þar mestum tiðindum sæta, að Olivier Guichard, einn framámanna gaullista, muni öðlast sæti i stjórninni, eins og kvisast hefur. Er þvi spáð, að hann og Michel Poniatowski, innanrikisráðherra, auk Lean Lecanuet, dómsmálaráðherra, taki að sér að vera „vitringarnir þrir", sem skuli hagfræðingnum Barre til ráðgjafar um stjórnmál landsins. Barre hefur litla reynslu af stjórnmálasviðinu. Tveir ráðherrar þykja liklegir til að vikja úr stjórninni. Jean Sauvagnargues utanrikisráð- herra og Jean-Pierre Fourcade, fjármálaráðherra. Þeir, sem helst hafa komið til tals i þeirra stað, eru Jean-Francois Deniau, ambassador á Spáni, og Bernard Clappier, forseti Frakklands- banka. Illa foríð með votnið Þaö var til Htils hjá þeim I Sheffield aft spara vatnið I þurrkunum, þegar ein aðallögnin úr vatnsveitum borgarinnar brast og tugir þúsunda litra flæddu um götur miðbæjarins, eins og myndin hér fyr- ir ofan ber meO sér. MOTMÆLA VIÐ RÚSSA Bandarikin, Bretland og Frakkland mótmæltu viö Sovct- rikin i gærkvöldi atburöum, sem áttu sér staftá ,,autobahn"-anum til V-Berlinar i byrjun mánaftar- ins. Austur-þýsk yfirvöld höfðu snú- ið burt frá V-Berlin þrettán áætl- unarbilun hlöðnum af ungum v- þýskum ihaldsmönnum. Mótmælin voru afhent I sovéska sendiráðinu i A-Berlin. Er i þeim bent á, aö þetta tiltæki a-þjóð- verja brjóti I bága við fjórvelda- samkomulagið um Berlin, sem undirritað var 1971. Viffð kvaðir r ••¦ a solu kjarn- orku Utanrikisnefnd öldungadeild- ar bandarikjaþings samþykkti I gær frumvarp, sem aftal-kjarn- orkusérfræðingur Ford-stjórnar- innar segir, aft muni taka fyrir allan útflutning á kjarnorku frá USA. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir, að kaupendum sé sett það höfuð- skilyrði að lofa að vinna ekki úr úrgangsefnum kjarnorkuvera eða kjarnaverksmiðja úranium, sem nota má til framleiðsiu kjarnavopna. Dr. Robert Seamans, fram- kvæmdastjóri orkuráðs USA, sagði, að yröi frumvarp þetta að lögum, mundi það jafngilda banni við útflutningi á kjarnorku. Var veik- in nikkel- eitrun? Visindamenn, sem reynt hafa að upplýsa leyndardóm veikinnar, sem kostaði 28 manns i Bandarikjunum lifið, telja sig nú hafa fundið spor, sem leyst gæti gát- una. I vefjum, sem teknir hafa verið við krufningu á hinum látnu, hef- ur fundist banvænt gas, sem kall- ast nikkel-karbónýl. Fundust hættulega stórir skammtar af þessu gasi I hinum látnu. Tveir hópar visindamanna, sem unnið hafa að rannsóknunum hvor I sinu lagi, hafa komist að þessari sömu niöurstöðu. Alls tóku um 180 manns þessa dularfullu veiki. Flestir þeirra uppgjafahermenn, sem setið höfðu þing samtaka sinna á hóteli einu i Filadelfiu. Nokkrir til við- bótar, sem gistu hótelið skömmu eftir þingið, fengu veikina sömu- leiðis. Nikkel-eitrun þykir hafa mjög þau sömu einkenni og veikin, sem hefur verið mönnum hulin ráð- gáta til þessa. Brenndu ung h\6n tíl bana Ung hjón brunnu til bana ásamt barni sinu i hverfi kaþólskra í Bel- fast i nótt. Eldsprengju var varpað inn um op- inn glugga á ibúð þeirra, og stóð hún þeg- ar i björtu báli. Með svipuðum hætti var kveikt i tveim næstu husum og brunnu þau til kaldra kola, en hinsvegar sakaði þar engan. Lögreglan i Belfast telur sig hafa sannanir fyrir þvi, að þrir unglingar hafi varpað eld- sprengjunum, en þeir komust undan. Umfangsmikii' l'eit að þeim er nú hafin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.