Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 17
vism c Föstudagur 27. ágúst 1976 — i ¦¦ .mujm,............i.lilli.l,) Utvarp í kvöld klukkan 22,15 Frjáls útvarpsrekst- —— ur í deiglunni „Ætlunin er að ræ&a um frjálsan útvarpsrekstur og hvort leyfa beri frjálsan út- varpsrekstur", sag&i Baldur Guölaugsson umsjónarmaöur þáttarins „í deiglunni", sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld. „Tilefni umræönanna er um- sókn þeirra Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar og Markúsar Arn- ar Antonssonar um rekstur frjálsrar Utvarpsstöðvar sem getið var um i Visis fyrir skömmu". Enn er ekki vitaö, hvort rekst- ur þessarar Utvaprsstöðvar veröur leyföur, en komið hefur fram, aðEllert B. Schram vara- formaður útvarpsráðs er hlynntur þvi, að frjáls Utvarps- rekstur verði leyfður. Útvarpsráð hefur ákveðið að láta afla upplýsinga um hver sé lagalegur réttur og skylda ráðs- ins til að fjalla um beiðni þeirra Markúsar Arnar og Vilhjálms um að reka frjálsa útvarpsstöð. Baldur fær til sin þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Stefán Karlsson handritafræðing en hann átti sæti i siðasta Utvarps- ráði fyrir hönd alþýðubanda- lagsins, til að ræða rökin með og á móti frjálsum útvarpsrekstri og almennt um frjálsan út- varpsrekstur. Vilhjálmur 1>. Vilhjálmsson var annar þeirra sem sótti um rekstur frjálsrar útvarpsstö&v- ar og verður rætt við hann I þætti Baldurs Gu&laugssonar, Föstudagur 27. ágúst 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 .Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Leikir i fjörunni" eftir Jón óskar Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.20 Popphorn 17.30 Tveir fyrir Horn og Bangsi með Höskuldur Skagfjörð flytur fyrri hluta frásögu sinnar af Horn- strandaferð. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, Fréttaauki. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttir Umsjón : Jón Asgeirsson. 20.00 Pianósónata I G-dúr op. 78 eftir Franz Schubert Vladimfr Ashkenasy leikur. 20.40 Mistilteinn og muna&ar- hyggja Sigurður 0. Pálsson skólastjóri flytur erindi. 21.05 Promenadetónleikar frá útvarpinu I Stuttgart Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan ur Svartaskógi" eftir Guö- mund Frimann Gisli Hall- dórsson leikari les sögulok (17) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. 1 deiglunni Baldur Guðlaugs- son stjórnar umræðum Stefáns Karlssonar handritafræðings og Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar lögfræðings um frjálsan út- varpsrekstur. 22.55 Afangar. Tónlistarþátt- ur I umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarsonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Grænland ,,Og hann kall- aði landið Grænland" Fyrri hluti fræðslumyndar, sem gerð er sameiginlega af danska, norska og islenska sjónvarpinu. Rifjuð upp sagan af landnami ís- lendinga á Grænlandi og skoðaðar minjar frá land- námsöld. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.20 Lygalaupurinn (Billy Liar) Bresk biómynd frá ár- inu 1963, byggð á samnefndu leikriti eftir Keith Water- house og Willis Hall. Leik- stjóri John Schlesinger. Aðalhlutverk Tom Courte- nay og Julie Christie. Billy Fisher starfar hjá útfarar- stofnun. Hann hefur auðugt finyndunarafl og dreymir dagdrauma, þar sem hann vinnur hvert stórvirkið & fætur öðru, og þannig flýr hann gráan og til- breytingarlausan hvers- dagsleikann. Billy liar/# í sjónvarpinu í kvöld Lífíð innan um líkkisturnar „Billy Liar" (Lygalaupur- inn), myndin sem sjónvarpið varpar i kvöld, er ein af at- hyglisver&ustu myndum breska leikstjórans John Schlesinger. Stenst hún að ýmsu leyti samanburð við aðrar þekktar myndir leikstjórans svo sem „Darling", „Far from the Madding Crowd", „Midnight Cowboy" og nú sfðast myndina, sem Háskólabló sýndi fyrir stuttu „Day of the Locust". Tvær þessara mynda leikstjór- ans eru i hópi öskarsverðlauna- mynda. Myndin „Darling" færði Julie Christie verðlaunin fyrir leik, og svi fræga mynd „Midnight Cowboy" var valin besta mynd og Schlesinger besti leikstjóri árið 1969. Imyndinni „Billy Liar", sem byggð er á bók og leikriti eftir Keith Waterhouse, skoðar Schlesinger breskt miðstéttar- þjóðfélag I gegnum dagdrauma ungs pilts, Billy Fisher. Myndin bregður upp beiskri mynd af samfélaginu, sem Billy hrærist i við dagleg störf sln h já útfararstofnuninni. Billy er latur og flýr I hugan- um inn I bjarta veröM, sem fær- ir honum meiri gleði en lifið inn- an um likkisturnar. Leikarinn Tom Courtenay fer sérlega vel með hlutverk Billy. Hann færir okkur hugarheima Billy eftirminnilega á skjáinn enda einna þekktastur fyrir túlkun sina á ýmsum utan- garðsmönnum. t myndum eins og „Dr. Zhivago", þar sem hann lét Strehúkow, „Dagur I lifi Ivan Denisovitch" og „Lonli- ness of the Long Distance Runn- er" hefur hann vakið samúð áhorfandans með olnbogabörn- unum. Breska leikkonan Julie Christie fer með annað aðal- hlutverkið i myndinni. „Billy Liar" markaði sannarlega timamót i sögu þessarar glæsi- legu leikkonu. HUn skaut henni upp á stjörnuhimininn og inn i myndir sem allir þekkja, svo sem ,JJr. Zhivago", „Far from the Madding Crowd", „Dar- ling", „The Go-Between" og „Don't Look Now!", sem Háskólabió sýndi nýlega. Nýj- astamynd Christie „Shampoo", hefur hlotið lof erlendis að undanförnu, en þeirri mynd leikstyrði Hal Ashby, stjórnandi „Harry og Tonto". Einfaldur innhverfur leikur Christie ásamt Utlitstöfrum hennar hafa jafnan fallið I góð- an jarðveg hjá áhorfendunum, þótt hæfileikar hennar hafi oft á tiðum orðið deiluefni gagnrýn- enda. -JónB. Tom Courtenay og Julie Christie I myndinni „Billy Liar", sem sjón- varpið sýnir klukkan 21.201 kvöld ef veður ieyfir. Biily (Tom Courtenay) I Utistö&um vi& foreldrana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.