Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 27.08.1976, Blaðsíða 2
Föstudagur 27. ágúst 1976 VISIR ( Reykjavík ) Hver heldur þú að verði bikarmeistari i knatt- spyrnu i ár? Haraldur Jónsson: „Tvlmæla- laustValur!" Geröur Pálmadóttir, heimilis- rekandi: „Vonandi Valur, ég held alltaf meö Val! — Vonandi standa þeir sig bara strákarnir!" tris Jónsdóttir, starfsstúlka Skálatúni: „Ég fylgist aldrei meö iþróttum". Guðbrandur Bjarnason, hafnar- verkamaöur: „Þaö er nii erfitt að segja, en ætli þaö verði ekki Valur". Bjarni Magniisson, bankamaöur: ,,Ég þori nú ekki aö spá um það, ég fylgist ekki svo meö lengur. — Maöur er orðinn svo gamall og gigtveikur!" Siglfirðingar koma inn úr kuldanum Það veltur ú miklu fyrir sigl- firðinga hvernig tekst til með borun á nlundu holunni, sem bora á I dalverpi fyrir ofan bæ- inn. Hinar holurnar hafa gefið misjafnan árangur en ur tveim- ur þeirra má fá rúmlega tvo þriðju hluta þess vatnsmagns sem bærinn þarf þegar hita- vatnsnotkun er I hámarki. Jaröf ræðingar hafa gefið sigl- firðingum góðar vonir um að nægilegt magn af heitu vatni sé undir yfirboröi Skútudals I um fimm kllómetra fjarlægö frá bænum og á nú að reyna til þrautar hvort hægt er að nýta þær auðlindir. Ef ekki fæst meira vatn neyðast siglfiröing- ar til að byggja kyndistöð fyrir ærið fé. Ef til byggingar sllkrar stóðvar kæmi yröi hluta af frá- rennslisvatni bæjarins veitt til kyndistöðvarinnar og þar snerpt á þvl en vatninu væri sið- an veitt að nýju niður I bæinn. Slðasta hola sem boruð var gaf ekki góða raun en borað var ut- an hins-þekkta hitasvæöis og allt niður á 1670 metra dýpi. Næsta hola verður hins vegar boruð á hitasvæðinu sjálfu og er vonast til að nægilegt verði að bora þar niður á 800 metra dýpi. Borholurnar I Skútudál eru f um 140-150 métra hæð "yfír sjávarmáli og er vatniö þvl sjálfrennandi niður I bæinn. Skammt fyrir ofan bæinn er Unnið við lagningu dreifikerfis. verið að byggja miðlunartank og stendur hann f nægilegri hæð til að gera dælustöðvar óþarfar. í sumar hefur verið unnið að þvl að koma fyrir dælutltbúnaði I borholunum auk þess sem unn- ið hefur veriö að því að fullgera dreifikerfi hitaveitunnar. Áætlað er að innan tveggja Aðveituæðin jörðuð. mánaða verði lokið við að leggja heimtaugar I öll hús I bænum og verður siðan unnið við tengingu þeirra I vetur. Framkvæmdir hafa gengið einkar vel I sumar og hefur veöráttan, sem leikið hefur við siglfirðinga hjálpað þar mjög uppá. I fyrra var lögö áðveituhæð frá hitasvæðinu niður I bæinn og að auki heimtaugar I um no hús. Hitaveita verður lögð I öll hús á Siglufirði en þau munu um 550 að tölu. Kostnaöur við þessar framkvæmdir er áætlaður um 400 milljónir króna og er kostnaður þvl milli 700 og 800.000 á hvert hús I bænum. Engu að slður mun hitaveitan verða fljót að borga sig þvl sparnaöur á kyndikostnaði er áætlaður um 20% að meðaltali með tilkomu hitaveitunnar. Smásöluverð seldrar ollu til húshitunar var um 80 milljónir á slðasta ári þar nyrðra þannig að um verulegan gjaldeyrissparn- að verður aö ræða við tilkomu hitaveitunnar. Hitaveituframkvæmdir sigl- firðinga eru fjármagnaðar með lánum frá lánasjóði sveitarfé- laga og lánum sem Seðlabank- inn sér um útvegun á, auk heim- taugagjalds sem lagt er á væntanlega notendur jarðvarm- ans. " JOH Veðurbliðan á Siglufirði hefur auðveldað allar framkvæmdir I sumar. Miðlunargeymir hitaveitunnar er að rlsa af grunni I um 70 metra hæð fyrir ofan bæinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.