Vísir - 27.08.1976, Page 17
Útvarp í kvöld klukkan 22,15
Frjáls útvarpsrekst-
ur í deiglunni
„Ætlunin er aö ræöa um
frjálsan útvarpsrekstur og
hvort leyfa beri frjálsan út-
varpsrekstur”, sagöi Baldur
Guölaugsson umsjónarmaöur
þáttarins „t deiglunni”, sem er
á dagskrá útvarpsins I kvöid.
„Tilefni umræðnanna er um-
sókn þeirra Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar og Markúsar Arn-
ar Antonssonar um rekstur
frjálsrar útvarpsstöövar sem
getiö var um i Visis fyrir
skömmu”.
Enn er ekki vitaö, hvort rekst-
ur þessarar útvaprsstöövar
veröur leyföur, en komið hefur
fram, að Ellert B. Schram vara-
formaður útvarpsráös er
hlynntur þvi, að frjáls útvarps-
rekstur verði leyfður.
Útvarpsráö hefur ákveöiö aö
láta afla upplýsinga um hver sé
lagalegur réttur og skylda ráös-
ins til að fjalla um beiöni þeirra
Markúsar Arnar og Vilhjálms
um að reka frjálsa útvarpsstöö.
Baldur fær til sin þá Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson og Stefán
Karlsson handritafræöing en
hann átti sæti i siðasta útvarps-
ráði fyrir hönd alþýðubanda-
lagsins, til að ræöa rökin meö og
á móti frjálsum útvarpsrekstri
og almennt um frjálsan út-
varpsrekstur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var
annar þeirra sem sótti um
rekstur frjálsrar útvarpsstööv-
ar og veröur rætt viö hann I
þætti Baldurs Guölaugssonan
Föstudagur
27. ágúst
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25.Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Leikir
f fjörunni” eftir Jón Óskar
Höfundur les (2).
15.00 Miðdegistónleikar
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.20 Popphorn
17.30 Tveir fyrir Horn og
Bangsi meö Höskuldur
Skagfjörö flytur fyrri hluta
frásögu sinnar af Horn-
strandaferö.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir, Fréttaauki.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 tþróttir Umsjón-: Jón
Asgeirsson.
20.00 Pianósónata i G-dúr op.
78 eftir Franz Schubert
Vladimir Ashkenasy leikur.
20.40 Mistilteinn og munaöar-
hyggja Siguröur Ó. Pálsson
skólastjóri flytur erindi.
21.05 Promenadetónleikar
frá útvarpinu i Stuttgart
Guömundur Gilsson kynnir.
21.30 Útvarpssagan: „Stúlkan
úr Svartaskógi” eftir Guö-
mund Frimann Gfeli Hall-
dórsson leikari les sögulok
(17)
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. i
deiglunni Baldur Guðlaugs-
son stjórnar umræðum
Stefáns Karlssonar
handritafræðings og Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar
lögfræðings um frjálsan út-
varpsrekstur.
22.55 Áfangar. Tónlistarþátt-
ur i umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guöna Rúnars
Agnarsonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Grænland „Og hann kall-
aöi landið Græniand” Fyrri
hluti fræöslumyndar, sem
gerö er sameiginiega af
danska, norska og islenska
sjónvarpinu. Rifjuö upp
sagan af landnámi ís-
lendinga á Grænlandi og
skoðaöar minjar frá land-
námsöld. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
21.20 Lygalaupurinn (Billy
Liar) Bresk biómynd frá ár-
inu 1963, byggðá samnefndu
leikriti eftir Keith Water-
house og Willis Hall. Leik-
stjóri John Schlesinger.
Aöalhlutverk Tom Courte-
nay og Julie Christie. Billy
Fisher starfar hjá útfarar-
stofnun. Hann hefur auöugt
imyndunarafl og dreymir
dagdrauma, þar sem hann
vinnur hvert stórvirkið á
fætur ööru, og þannig flýr
hann gráan og til-
breytingarlausan hvers-
dagsleikann.
„Billy Liar" í sjónvarpinu í kvöld:
Lífið innan um líkkisturnar
„Billy Liar” (Lygalaupur-
inn), myndin sem sjónvarpið
varpar i kvöld, er ein af at-
hyglisveröustu myndum breska
leikstjórans John Schlesinger.
Stenst hún aö ýmsu leyti
samanburö viö aörar þekktar
myndir leikstjórans svo sem
„Darling”, „Far from the
Madding Crowd”, „Midnight
Cowboy” og nú slðast myndina,
sem Háskólabió sýndi fyrir
stuttu „Day of the Locust”.
Tvær þessara mynda leikstjór-
anseru ihópi Óskarsverðlauna-
mynda. Myndin „Darling”
færði Julie Christie verðlaunin
fyrir leik, og sú fræga mynd
„Midnight Cowboy” var valin
besta mynd og Schlesinger besti
leikstjóri áriö 1969.
ímyndinni „Billy Liar”, sem
byggð er á bók og leikriti eftir
Keith Waterhouse, skoðar
Schlesinger breskt miöstéttar-
þjóöfélag i gegnum dagdrauma
ungs pilts, Billy Fisher.
Myndin bregöur upp beiskri
mynd af samfélaginu, sem Billy
hrærist i viö dagleg störf sln h já
útfararstofnuninni.
Billy er latur og flýr I hugan-
um inn I bjarta veröld, sem fær-
ir honum meiri gleöi en lifiö inn-
an um likkisturnar.
Leikarinn Tom Courtenay fer
sérlega vel með hlutverk Billy.
Hann færir okkur hugarheima
Billy eftirminnilega á skjáinn
enda einna þekktastur fyrir
túlkun sina á ýmsum utan-
garðsmönnum. í myndum eins
og „Dr. Zhivago”, þar sem hann
lét Strelnikow, „Dagur I lifi
Ivan Denisovitch” og ,,Lonli-
nessof the Long Distance Runn-
er” hefur hann vakiö samúö
áhorfandans með olnbogabörn-
unum.
Breska leikkonan Julie
Christie fer með annað aöal-
hlutverkið i myndinni. „Billy
Liar” markaöi sannarlega
timamót i sögu þessarar glæsi-
legu leikkonu. Hún skaut henni
upp á stjörnuhimininn og inn i
myndir sem allir þekkja, svo
sem ,,Dr. Zhivago”, „Far from
the Madding Crowd”, ,,Dar-
ling”, „The Go-Between” og
„Don’t Rook Now!”, sem
Háskólabió sýúdi nýlega. Nýj-
asta mynd Christie „Shampoo”,
hefur hlotiö lof erlendis að
undanförnu, en þeirri mynd
leikstýrði Hal Ashby, stjórnandi
„Harry og Tonto”.
Einfaldur innhverfur leikur
'Christie ásamt útlitstöfrum
hennar hafa jafnan fallið i góð-
an jaröveg hjá áhorfendunum,
þótt hæfileikar hennar hafi oft á
tiöum orðiö deiluefni gagnrýn-
enda.
—JónB.
Tom Courtenay og Julie Christie I myndinni „Billy Liar”, sem sjón-
varpið sýnir klukkan 21.201 kvöld ef veður leyfir.