Vísir - 16.09.1976, Page 10

Vísir - 16.09.1976, Page 10
íslenska skipa- félagið tilkynnir Stofnfundur islenska skipafélagsins verður haldinn i átthagasal Hótel Sögu föstudaginn 17. spptember kl. 19-20. Safnað verður hlutafjár loforðum að upphæð 500 milljónir og greiðir hver aðili að minnsta kosti 30 þús. kr. inn á væntanlegt hlutafé innan 5 mán. 700 millj. kr. eru nú þegar fyrir hendi. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta á þessum fundi. Skipið sem væntanlega verður keypt verður rekið á likum grundvelli og M.S. Gullfoss og einnig fragtskip þar sem loforð eru fyrir hendi um nóga flutn- inga. íslenska skipafélagið PASSAMY WDIR feknar í lifum tilbúiiar sfrax I barna ml f lölskyldu LJ O SMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.. Almennur umræðufundur um upplýsingaskyldu stjórnvalda verður haldinn á Hótel Esju laugardaginn 18. september, klukkan 2 eftir hádegi. Auk frummælandans, Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra, munu ritstjórar dag- blaðanna og fulltrúi frá Rikisútvarpinu flytja stuttar ræður. Frjálsar umræður á eftir. Allir velkomnir. íslensk Réttarvernd „KREBS" Máiningarsprautur eru jafn handhægar og máhingarpenslar/ en margfalt hraðvirkari og gefa slétta áferð og möguleika að þekja fleti sem ekki er hægt að snerta á annan hátt. Fljótlegt að skipta um iiti. Fimmtudagur lö. september 1976. VISIR Við viljum að fólk geti litið inn og rætt málin við okkur yfir kaffibolla, segja þeir Páll og Knútur sem sjást þarna fjær á myndinni. Ljósmynd VIsis: Loftur Fólk komi og rœði málin yfir kaffi" „Við viljum að fólk komi hingað og ræði málin við okkur yfir kaffibolla”, sögðu þeir Páll Guðjónsson og Knútur Sigmars- son viðskiptafræðingar sem ný- lega opnuðu fasteignasöluna Lækjartorg i Reykjavik. Þeir sögðust hafa valið hinu nýja fyrirtæki stað við Lækjartorg, það er i Hafnarstræti 22, til að vera miðsvæðis. „Fólk hefur tekið þvi mjög vel að geta fengið sér kaffisopa og ræða við okkur. Sérstaklega á þetta við um yngra fólk. Enda höfum við haft mikið að gera.” Þeir Knútur og Páll sögðust hafa orðið varir við það að fólk segði að margir fasteignasalar væru ekki ábyggilegir. Þeir væru margir hverjir réttinda- lausir og hefðu aðeins viöskipa- og lögfræðinga á bak við sig. „Við höfum kunnáttu, mennt- un og getu til að aðstoða fólk við skattskýrslur og fjármál al- mennt”, sögðu þeir. „Okkur virðist að þeirri reynslu sem við höfum fengið af fasteignasöl- unni að fólk treysti okkur. Það er markmiðið og við vonumst til að sem flestir leggi leið slna til okkar.” —EKG Starfsemi norrœnu félaganna mjög gróskumikil undanfarið Veruleg gróska hefúr verið i starfsemi Norræna félagsins á þessu sumri. Tvær nýja félags- deildir hafa verið stofnaðar önnur á Fáskrúðsfirði með Birgi Stefánsson skólastjóra sem for- mann en hin á Patreksfirði meö Sigurð G. Jónsson lyfsala sem formann. Þá var blásið nýju llfi i félagsdeildina á Seyðisstfirði og tók Bjarni Þorsteinsson útsölu- stjóri þar við formennsku. Þaö einsdæmi gerðist á Patreksfirði að næstum 10% ibúa staðarins sátu stofnfundinn og gerðust fé- lagar i deildinni en þaö mun algert Norðurlandamet. Þá undirbjó skrifstofa félagsins dvöl 14 islendingar sem dvöldust sem gestir Norræna félagsins i Norrbotten i Sviþjoð við sænsku- nám I Framnaslýðháskóla og við kynnis ferðir um norður Sviþjóð og vlðar. Einnig sá skrifstofan um undirbúning fyrir ferð 17 is- lenskra kennara er boðnir voru til náms- og kynnisdvalar i Dan- mörku I þrjár vikur. Auk þessa hafa 5 islendingar sótt námskeið og ráðsteftiur i' Svi- þjóð á vegum félagsins með styrk frá framlagi sænska rikisins til Is- lensk-sænskrar menningarstarf- semi, en sænska og islenska norræna félagið sjá um úthlutun þessa framlags. A næstunni sækja svo 3 Islend- ingar ráðstefnur i Finnlandi og flytja þar erindi um islensk mál- efni. Framkvæmdastjórafundur norrænu félaganna var hér i Reykjavik i mai ogformanna- og framkvæmdastjórafundur i' Fær- eyjum i júli. Það var mikil og ánægjuleg reynsla að heim- sækja færeyinga eins og fjöl- margir Islendingar þekkja. Þó hafa Færeyjaferðir Norræna félagsins ekki verið eins vel sóttar og vonir stóðu til, en þeir sem fóru eru mjög ánægðir með dvölina á eyjunum og alla fyrir- greiðslu þar, og þeir sem tóku á móti Islensku gestunum eru einnig mjög ánægðir með þá sem komu. Samskipti islendinga og færey- inga aukast stöðugt. I sumar komst á vinabæjasamband milli Siglufjarðar og Eiði á Austurey. í þvi tilefni heimsóttu 24 ibúar á Eiði Siglufjörð og voru gestir Norræna félagsins og fulltrúum frá stjórn Norræna félagsins á Ólafsfirði. 40 vatta 4 mm. stimpill, afköst 9 Itr. klst. 60 vatta 5 mm. stimpill, afköst 12 Itr. kls. 80 vatta 5 mm. stimpill, afköst 18 Itr. kls. Þrýstingur við spiss 70 kg. sm Sveinn Egilsson h/f, Skeifan 17, Iðngörðum Fyrsta banka- stofnun Garða- bœjar tekur til starfa Fyrsta bankastofnun i Garðabæ tók til starfa fyrir nokkrum dögum með opnun úti- bús Búnaðarbankans þar i bæ. Þrátt fyrir að Garðabær sé einn af stærri kaupstöðum landsins hefur þar ekki verið starfrækt nein bankaþjónusta fram að þessu en útibúið á einnig að þjóna Bessastaðahreppi, sem einnig hefur verið bankalaus. Útibúið i Garðabæ 17. : :utibú Búnaöarbanka Islands en auk þess eru reknar nokkrar af- greiðslur á fámennum stöðum landsins. Ctibústjóri hins nýja útibús er Svavar Jóhannsson en hann hefur verið starfsmaður Búnaðarbankans i 36 ár. JOH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.