Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 16.09.1976, Blaðsíða 17
VISIR Fimmtudagur 16. september 1976. Útvarp klukkan 19,35: Söngvarí, skóld og leikritahöfundur Birgir Sigurðsson rithöfundur svarar i kvöld spurningum þeirra Arna Þórarinssonar og Björns Vignis Sigurpálssonar i þættinum Nasasjón. Skyggnst veröur i smiðju skáldsins og rætt um hin ýmsu viðhorf hans til leikritunar. Birgir Sigurðsson hóf aö yrkja ljóð á unglingsaldri eins og all- flest stórskáld okkar hafa gert. En honum er fleira til lista lagt. Hann var og er söngvari góður og fór til Amsterdam ungur að árum og stundaöi söngnám. Hann var búinn aö læra þar i nokkur ár þegar hann kom heim aftur, gerðist skólastjóri I Gnúpverjahreppi I Arnessýslu og fór aftur að yrkja. Þar fékk hann áhuga á leikritun og þeim möguleikum sem það form skáldskapar býður upp á. Tvö leikrit eftir Birgi hafa verið sett á svið: Pétur og Rúna, sem fékk fyrstu verðlaun I sam- keppni sem Leikfélag Reykja- vlkur gekkst fyrir á 75 ára af- mæli sinu, og Selurinn hefur mannsaugu, einnig flutt I Iðnó. Unnið er að uppsetningu á þvi þriðja af fullum krafti þessa dagana. Einnig er i þættinum rætt við Ingimar Erlend Sigurösson skáld, bróður Birgis um æsku þeirra og hvaða sameiginlegum áhrifum þeir hafi orðið fyrir, og Eyvind Erlendsson sem leik- stýrt hefur báöum sýningunum I Iðnó. —GA. Aðeins þrír ieikarar leika i útvarpsleikritinu i kvöld, þau Ragnheiöur Steindórsdóttir, Þorsteinn ö. Stephensen og Helga Bachmann. Leikritið er eftir Marguerite Duras og heitir „Aö loknum miödegis- blundi”. Gisii Halldórsson stýrir flutningnum. A myndunum eru þau Ragnheiöur Þorsteinn og Helga. FIMMTUDAGUR 16. september 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frívaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu dalur” eftir Richard Llewellyn Ölafur Jóh. Sigurðsson Islenskaði. Ósk- ar Halldórsson les (5). 15.00 Miðdegistónleikar RIAS-Sinfóniuhljómsveitin i Berlin leikur „Serirami”, forleik eftir Rossini, Ference Fricsay stjórnar. Ferenc Tarjáni og Ferenc-kammersveitin leika Hornkonsert I D-dúr eftir Liszt: Frigyes stjórn- ar. Filharm oniusvei t Berlmar leikur Sinfómu i Es-dúr (K543) eftir Mozart: Wilhelm Furtwangler stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfminn. Finnborg Scheving hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar. 17.30 Seyðfirskir hernáms- þættir eftir Hjálmar VilhjálmssonGeir Christen- sen les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 NasasjónÁrni Þórarins- son og Björn Vignir Sigur- pálsson ræða við Birgi Sigurðsson rithöfund. 20.10 Gestir i útvarpssal. Aage Kvalbein og Harald Bratlie leika saman á selló og pianó a. Sellósónata i G-dúr eftir Sammartini. b. Sellósónata í d-moll eftir Debussy. 20.30 Leikrit: „Að loknum miðdegisblundi” eftir Marguerite Duras. Þýð- andi: Asthildur Egilson. Leikstjóri: Gisli Halldórs- son. Persónur og leikendur: Stúlkan ... Ragnheiður Steindórsdóttir, Monsieur Andesmas .... Þorsteinn ö. Stephensen, Konan Helga Bachmann. 21.35 „Úrklippur”, smásaga eftir Björn Bjarman Höf- undur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Ævisaga Sigurðar Ing- jaldssonar frá Balaskaröi. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur les (10). 22.40 Á sumarkvöldi Guðmundur Jónsson kynnir tónlist um regn og snjó. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Fœreyski rithöfundurinn HEÐIN BRÚ heldur fyrirlestur: Det nationale arbejde pd Fœröerne í Norrœno húsinu í kvöld, 16. sept. kl. 20:30 Verið velkomin HUSIÐ Útvarp klukkan 22, ÞRUMUR OG ELDINGAR! Guðmundur Jónsson flettir hér einni af fjölmörgum skruddum rikisútvarpsins. Hann er framkvæmdastjóri útvarpsins og hefur að mörgu að hyggja i þvi starfi eins og við má búast. „Það rignir mikið í þættinum i kvöld” sagði Guðmundur Jónsson, sem sér um tónlistarþáttinn: Á sumarkvöldi klukkan 22.40 i kvöld. „...Og snjóar lika. Sannkallað stórviðri”. Guðmundur kynnir tónlist um regn og snjó og kemur viða viö. Við heyrum lag við Bibliutexta og gott lag um jafn-veraldlegan hlut og regnhlif, eftir Guðmund Guðmundsson. Tónlistin i þættinum á i rauninni þaö eitt sameiginlegt að öll er hún á ein- hvern hátt tengd regni eða snjó- komu. Fjölmargir höfundar verða leiknir. „Stórrigningar eru þó aö minnsta kosti betri en stór- þurrkar. Og i snjónum má sjá demanta. I tunglskini og kyrru veðri er mikið af demöntum og gullkornum i snjónum” sagði Guðmundur og var hinn hress- asti. Ef við opnum fyrir útvarpið klukkan 22.40 i kvöld heyrum við áreiðanlega nokkur gullkorn h*ka. HVEITI OC STRÁSYKUR 50 kg. sekkir r ■ ■ j u iiugdiicuu verði NÝMALBIKAÐUR VEGUR HEIM / \ HLAÐ s f | /|l Kaupgarðui Smiöjuvegi9 Kópavoc P

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.