Vísir - 28.09.1976, Page 23
23
D
DAGVINNUI4UN EIGA AÐ
DUGA TIL LIFSVIDURVÆRIS
Kristján Guðmundsson skrifar:
• ..Þegar siónvarpsmenn lögðu
niður vinnu fyrir rúmri viku
upphófust almennt umræður um
kaup og kjör manna og raddir
hinna láglaunuðu urðu hærri en
oft áður. Flestir rikisstarfsmenn
eru hundóánægðir með launin og
benda á að þau nægi ekkr til aö
framfleyta visitölufamiliunni,
hvað þá stærri familium.
tslendingar hafa gjarnan miðað
laun sin við það hversu mikla
yfirvinnu þeir geta fengiö og oft
gapa menn þegar þeir frétta að
náunginn sé með tvær eða þrjár
milljónir i árstekjur. Þeir sem
eru mest undrandi á þessu
gleyma þeim þætti sem skapar
allar þessar tekjur (sem i raun
eru hreint ekki svo háar). Það er
vegna aukavinnunnar, sem menn
hafa svona há laun. Þeir vinna
myrkranna á milli, 12-16 tima á
dag, auk þess sem sumir standa
jafnframti þeim vafasömu fram-
kvæmdum að koma upp yfir sig
ibúð, sem kallar á enn meiri
vinnu. Ungt fólk, sem nýlega hef-
ur stofnað heimili neyðist hrein-
lega til þess að kaupa sér eða
byggja húsnæði, þvi mórallinn i
þessu geðsjúka þjóðfélagi er á þá
lund, að enginn sé maður með
mönnum nema hann eigi hús. Og
það eru einungis kjánarnir, sem
kaupa sér bil, eöa leyfa sér nokk-
urn skapaðan hlut, áður en þeir
eignast húsnæði.
Það aö byggja sér húsnæði er '
allt annað en gamanmál, þvi
ótrúlega miklum peningum þarf
að hrófla saman á skömmum
tima. Til þess að sanka að sér
þessum peningum þurfa bæði
hjónin að vinna eins og þrælar og
allt.heimilislif situr á hakanum.
Börnin alast upp hjá ömmum og
öfum, sem raunverulega hafa
fyrir löngu fengið nóg af þvi að
ala upp börn.
Löngu seinna rennur sá dagur
upp að tekist hefur að lifa af
versta timabiliö. En þá veröur til
nýtt timabil, sem er engu betra,
þ.e. að borga skattana af öllum
tekjum fyrri ára, og venja sig við
að eiga einhverja stund fyrir
sjálfan sig.
Að eiga stund fyrir sjálfan sig,
er erfiö list fyrir þann, sem unniö
hefur mikið. Raunverulega er
ekkert við að vera, þvi öll
tómstundaiöja er gleymd og
mönnum finnst þeir vera að
svikjast um, af þvi að þeir ráöa
þvi sjálfir, hvað þeir gera, en
þurfa ekki aö hlaupa á eftir
duttlungum einhvers yfirmanns,
eða hafa áhyggjur af hinum
aðskiljanlegu málum.
Megin mistök allrar launabar-
áttu á Islandi er sú að verkalýðs-
félögin heimta það að menn geti
fengið að vinna svo og svo mikla
aukavinnu, fengið einhverja til-
tekna hækkun á aukavinnulaun,
orlof af yfirvinnu og þess háttar.
En það er eins og það gleymist, að
laun fyrir dagvinnu eiga aö duga
til lifsframfæris og einnig
einhverjum lystisemdum. Annars
er tómt mál að tala um 40 stunda
vinnuviku, velferðarþjóðfélag og
þess háttar bull.
Island er hreint ekkert
velferðarþjóðfélag, þvi til þess að
geta lifað i þvi, án þess að þurfa
að velta hverjum, nær verðlaus-
um eyri fyrir sér, verður hver
Svar til Einars einhleypa frá
einni kuivisri....
Mig langar til að svara þér,
Einar, vegna greinar þinnar um
að ekki séu birtar nægilega oft
myndir af léttklæddu kvenfólki i
Visi.
Ég vil benda þér á að við
verðum að reyna að vera við
sjálf. Viö erum islendingar og
komumst ekki langt með þvi aö
vera að hugsa um hvað aðrir
eru að gera hálfberir þar sem
heitt er, en hér er kalt. Auk þess
hlýnar manni ekki mest á þvi að
horfa á bert hold.
Astin kemur innan úr innstu
leynum hjartans, og skin ekki
sist þegar kaldast er. Þá skin
hún i gegnum myrkrið og kuld-
ann. Sumar mannlegar verur
elska svo heitt, aö þær geta bók-
staflega lýst upp með návist
sinni þótt þær séu dúöaöar og
þeim Iskalt.
Ef manneskjan verkar ekki
þannig á þig þá er hún ekki þess
virði að þú sért að horfa á
myndina af henni hálfnaktri.
Loks ætla ég að segja þetta
viö þig. Ég er lika einhleyp og
finnst lika oft kalt og dimmt eins
og þér. En ég sit ekki og horfi á
myndir af hinum og þessum'
hálfberum karlmönnum. Ég
trúi ekki að ef viö myndum hitt-
ast að okkur myndi ekki hlýna
um hjartarætur jafnvel þótt i ut-
anyfirfötunum værum.
einstaklingur aö vinna og vinna. einstaklingurinn er saddur lif- unnið þrjú ævistörf i raunveru-
Og hvers virði er lifið ef daga á miðjum aldri og hefur þá legum velferöarþjóðfélögum?.
ÁFRAM HAUKUR
OG KRISTJÁN!
Látið enga stórkarla í landi stöðva
ykkur á miðri leið
Guðmundur G. Guðmundsson
hringdi:
Ég vil gjarnan koma á fram-
færi þakklæti minu til þeirra
Kristjáns Péturssonar og Hauks
Guömundssonar, og óska þeim og
yfirmönnum þeirra — a.m.k.
þeim sem meö þeim standa I bar-
áttunni — alls hins besta i viður-
eign þeirra viö smyglara og ann-
að áþekkt fólk.
Það er vitað mál, og þaö þekki
ég vel til sjálfur, aö þaö er búið
að stunda það i mörg ár að
smygla vini, vindlingum og ööru i
gámum til landsins.
Gámur þessi hefur oftast veriö
leigður af einhverjum aðila á
skipinu, sem flytur varninginn,
og jafnan nefndur tólfti gámur-
inn. Er það venjulega siðasti
gámurinn sem kemur um borö og
fer i land.
Það eru ekki alltaf menn á skip-
inu sem þarna eiga hlut að máli.
Oft er þetta fyrirtæki fjármagnað
af mönnum i landi, og sjá þeir sið-
an um aö greiöa þaö sem með
þarf og sjá um að réttir aðilar
komi nálægt þessum gámi.
Ég mæli meö þvi að þið haldiö
áfram að rannsaka þessi mál, og
látið ekki einhverja stórkarla
stöðva ykkur og koma i veg fyrir
rannsókn. Ekki væri heldur úr
vegi, að þið rannsökuöuö frekar
töskur þær sem flestir sjómenn i
millilandasiglingum þekkja undir
nafninu brytatöskur.
Ég veit aö ég mæli fyrir munn
margra þegar ég segi: — Afram
með rannsóknina, Kristján og
Haukur og látið enga stöðva ykk-
ur á miðri leið.