Vísir - 20.12.1976, Page 9

Vísir - 20.12.1976, Page 9
VÍSIH Mánudagur 20. desember 1976 Spegiun Eikar og plata Axels Einarssonar, Acting Like a Fool, komnar út Hljómsveitin Eik hefur nú loks- ins gefið út sina fyrstu breiðskifu sen nefnist „Speglun”. Eik gefur plötuna út undir eigin nafni, en Eik skipa á þessari plötu Harald- ur Þorsteinsson, Þorsteinn Magnússon, Lárus Grfmsson, Ólafur Kolbeins og Sigurður Sig- urðsson. Axel Einarsson, sem hefur ver- ið nokkurs konar umboðsmaður Eikarinnar gefur llka út breið- sklfu nú fyrir jólin sem ber heitið „Acting Like A Fool”. A plötunni leika þeir Haraldur, Lárus og Ólafur úr Eikinni auk Ólafs Garðarssonar (trommur) en Lár- us og Þorsteinn úr Eikinni syngja bakraddir á plötunni ásamt Axel. Betur verður fjallað um báðar þessar plötur von bráðar ef aug- lýsingar útrýma ekki Tónhorn- inu. HIA Götuskór Spil- verksins komnir GÖTUSKÓR, langþráð þriðja plata Spilverks þjóðanna, er nú komin út hjá Steinum hf. Plata þessi er samfellt tónverk, sem samanstendur af alls 15 iögum. Þau heita: Dögun I laufinu, Fyrstur á fætur, Verkarinn, í skóm af Wennerbóm, Skáldið, Gömulkona i bakhúsinu, Veður- glöggur. Við sendum heim (cif), Styttur bæjarins, Orðin tóm, t klikunni, Hún og verkar- inn, Blóð af blóði, Hvað á barnið að heita? (Boðberi lifsins) og Að hjálpast að. Eins og ráða má af heitum laganna og plötunnar er á henni fylgst með bæjarllfinu , ganga sinn gang. Orð og tónar eru eftir Spilverkið, — Bjólu, Valla, Diddú og Egil —, nema hvað Ijóðið „Að hjálpast að” er eftir Þorstein skáld Valdimars- son. Götuskór voru teknir upp i Hljóðrita i Hafnarfirði. Upp- tökumeistari var Tony Cook, en aðstoðarmaður Garðar Hansen. Nýstárlegt og skemmtilegt umslag plötunnar er eftir Þor- björgu Höskuldsdóttur, mynd- listarmann. Aöstoðarfólk við hljóðfæraleik voru Sigurður Karlsson, Gunnar Egilsson, Guðný Guðmundsdóttir, Nina Flyer, Gunnar Ormslev, Lárus Grimsson, Þórður Arnason, Helgi Guðmundsson, og Tony Cook (varablástur). — AÞ sinu, oggeturfcert áganámum veglegan liappdrcettmmnmg _ Dregið 10 sinnum um 598 vinninga að upphceð 20milljónirkróna, ífyrsta skipti 10. febrúar njc Happdrcettisskuldabréfm em tií söíu nú. Þaufást í öllum bönkum og sparisjóðum og kosta 2000 krónur. \) SEÐLABANKI ISLANDS

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.