Vísir - 21.12.1976, Blaðsíða 3
3
VISIR
Þriðjudagur
21. desember 1976
HAGSMUNASAMTÖKIN UM SKATTALAGAFRUMVARPIÐ:
Taka ekki afstöðu
fyrr en í janóar
Samtök vinnumarkaðarins
munu ekki taka afstöðu til
skattalagafrumvarps rikis-
stjórnarinnar fyrr en eftir ára-
mót.
Rikisstjórnin lagði skattalaga-
frumvarp sitt fram á Alþingi á
laugardaginn, en afgreiðsla
þess biður funda þingsins eftir
jólaleyfi. Gert er ráð fyrir, aö
ákvæði nýrra skattalaga komi I
heild til framkvæmda árið 1978,
en að vissar breytingar á
skattalögunum verði þó látnar
taka gildi fyrir árið 1977.
Frumvarpið, sem fjallar bæði
um tekjuskatt og eignaskatt,
gerir ráð fyrir margvíslegum
breytingum á því fyrirkomu-
lagi, sem nú rikir. M.a. er gert
ráð fyrir sérsköttun hjóna, og að
afsláttarkerfi komi i stað þess
frádráttarkerfis, sem nú gildir.
Þá er einnig um aö ræða ýmsar
breytingar á þeim ákvæöum
skattalaga, sem snúa að
atvinnurekendum og fyrirtækj-
um, einkum reglum um
fyrningar og söluhagnað.
Jón H. Bergs, formaður
Vinnuveitendasambands
Islands, sagði i viötali við Visi,
að hann hefði ekki enn haft tima
til að kynna sér frumvarpiö.
Hins vegar myndi nefnd á veg-
um Vinnuveitendasambandsins
fjalla um það, og mætti búast
við aðafstaða sambandsins lægi
fyrirþegar Alþingi kæmi samán
að nýju eftir áramótin.
Ólafur Hannibalsson, skrif-
stofustjóri Alþýðusambands
Islands, tjáði Visi, að þetta
frumvarp yrði væntanlega ekki
tekið til rækilegrar meðferðar
innan Alþýðusambandsins fyrr
en eftir áramót.
—ESJ.
Kaupfélag Vestmannaeyja hefur komið fyrir þessari ljósum prýddu
jólabjöllu á miili verslana sinna við Bárugötu og hijóma trá 'nenni jóla-
lög.
t Barnaskóianum i Vestmannaeyjum hafa nemendur undanfarna daga unnið að þvi að koma fyrir alis
kyns jólaskreytingum og eru þessar myndir meðal þess sem getur að lita á einni hlið skólahússins.
Jólasvipur ó Eyjum
Jólasvipurinn hefur verið að
færast yfir Vestmannaeyjar
siðustu dagana, eins og aðrar
byggðir landsins. Þar hefur ve‘rið
sett upp talsvert af skreytingum
utan dyra og eyjaskeggjar eru
sem óðast að 'komast i jólaskap.
Guðmundur Sigfússon, ljósmynd-
ari Visis i Vestmannaeyjum sendi
okkur þessar myndir sem hann
tók i Eyjum um helgina og sýna
þær vel jólablæinn á bænum.
Varavðllur yrði að
miðast við risaþotur
Varaflugvöllur fyrir stærstu
gerðir af breiðþotum kæmi
helst til greina á Egilsstöðum,
Húsavik eða Sauðárkróki, segir
I nýútkominni skýrslu flugvalla-
nefndar.
I skýrslunni segir að 95 pró-
sent lendinga áætlunarflugvéla i
millilandaflugi séu nú á Kefla-
vfkurflugvelli, en 5 prósent á
Reykjavikurflugvelli. Boeing
727 þotur Flugfélagsins geta
notað Reykjavik og Akureyri,
sem varavelli, en hins vegar er
enginn fullnægjandi varavöllur
fyrir DC-8 þotur Loftleiða, hér á
landi.
Flugvallanefnd telur að ef
ráðist verði i byggingu vara-
vallar fyrir millilandavélar,
verði aö miða hönnun hans við
stærstu gerðir af breiðþotum,
svo sem Boeing 747.
Auk þess sem flugbrautin yröi
aö vera nógu löng, breið og
burðarmikil, verði að hafa við
hana fullkomin blindaðflugs-
tæki, snjóruðningstæki, slökkvi-
búnað og þar fram eftir götun-
um. Auk þess yröi að miða elds-
neytisbirgðir við þarfir risavél-
anna.
— ÓT
ÞJÓÐARAUÐUR ÍSLENDINGA:
3,4 milljónir
áhvern íbúo
Þjóðarauður islendinga var á
siðasta ári um 3,4 milljónir
króna á hvern ibúa i landinu,
eða 17-18 milljónir á hverja
fimm manna fjölskyldu.
1 desemberhefti rits Seðla-
banka tslands, Hagtalna mán-
aðarins, er frá þvi skýrt, að
þjóðarauður islendinga hafi á
siðasta ári numið 738.573 millj-
ónum króna. 1. desember það
sama ár var mannfjöldi hér á
landi samkvæmt þjóöskrá
219.033.
Samkvæmt þessum tölum var
þjóðarauöurinn um 3,37 milljón-
ir á hvern ibúa, en um 17,85
milljónir á hverja fimm manna
fjölskyldu.
Mjög verulegur hluti þjóðar-
auðs okkar, eða tæplega 216
þúsund er ibúðarhúsnæði.
—ESJ
GOTT
HEILSUFAR
REYKJAVIK
Kvef hrjáði borgarbúa meö
minna móti i lok siðasta mán-
aðar. A hálfum mánuði fækk-
aði skráðum kvefsóttartilfell-
um úr 114 i 62. Jafnframt dró
úr öðru kvefi, s.s. iörakvefi og
lungnakvefi. Hins vegar fjölg-
aði virustilfellum siðustu vik-
una i nóvember úr 3 i 15.
—SJ
RÓLEGT
VIÐ KÖTLU
,,Það er enn rólegt viö Kötlu
og hefur verið siöan tiunda
þessa mánaðar,” sagði Páll
Einarsson, jarðeðlisfræð-
ingur, við Vísi i gær. „En það
er enn skjálftavirkni á svæð-
inu.”
„Það hafa nú verið þarna
skjálftar siðan i. ágúst og i
alvöru frá þvi i september.
Þetta hefur gengið á meö hrin-
um og sú siðasta kom að
kvöldi niunda desember. Sið-
an hefur verið hægt um.”
—OT.