Vísir - 21.12.1976, Side 10
10
VÍSIR
Ctgefanai: Reykjaprenthf.
Frarnkvaemdastjóri: DavfOGu&mi ndsson.
Ritstjórar: Þorsteinn Pa.sson, ábm.
ólafur Ragnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Um-
sjón me& helgarbla&i: Arni Þórarinsson. Bla&amenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Gubfinnsson,
Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson> óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur-^.
eyrarritstjórn: Anders Hansen. lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ctlitsteiknun: Jón ósk-
ar Hafsteinsson, Þórarinn j. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgata 44.SImar 11660, 86611
Afgrei&sla: Hverfisgata 44. Slmi 86611
Ritstjórn: Sf&umúla 14. Slmi86611, 71Inur
Akureyri.SImi 96-19806
Askriftargjald kr. 1100 á mánuði innanlands.
Verö I lausasölu kr. 60 eintaki&.
Prentun: Bla&aprent hf.
Skuldseigasta þjóð
Vesturlanda
Island er skuldugasta ríki á Vesturlöndum. Þetta er
niðurstaða í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu um efnahagsmál hér á landi. Að visu eru það
ekki ný tíðindi að i óefni sé komið vegna skuldasöfn-
unar, en skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar-
innar er þörf áminning einmitt nú, þegar settar eru
fram kröfur um ný veisluhöld.
Erlendar skuidir íslendinga nema nú 45% af allri
þjóðarframleiðslunni og er það hæsta hlutfall, sem
þekkist á Vesturlöndum. Árlega verðum við að greiða
fimmtu hverju krónu af útf lutningstekjum þjóðarbús-
ins til þess að greiða afborganir og vexti af erlendum
lánum. Fæstum dylst, að veruleg hætta er á ferðum,
þegar menn eru komnir svo langt niður í skuldafenið.
Talsverður hluti þessarar skuldasöfnunar á rætur
að rekja til umfangsmikilla kaupa á atvinnutækjum
og framkvæmda í orkumálum. En hvað sem því líður
er alveg Ijóst, að gengið hefur verið á ystu nöf í þess-
um efnum. Á það er einnig að líta að við höfum ekki
dregið saman seglin í samræmi við rýrnun kaupmátt-
ar útflutningstekna á undanförnum árum.
Meginhluta af lánum ríkisins hefur verið varið til
orkumála. En á því sviði hefur verið staðið þannig að
framkvæmdum að lítið sem ekkert tillit hefur verið
tekið til arðseminnar. Miklum f jármunum hefur verið
varið til f járfestingar, sem ekki skilar arði fyrr en að
mörgum árum liðnum eða jafnvel aldrei.
Skuldamálin takmarka mjög alla möguleika opin-
berra aðila, fyrirtækja og heimila til umsvifa á næstu
árum. Meðöllu er þvi útilokað að halda áfram á sömu
braut. Sannleikurinn er sá að við höfum gengið einum
of langt í þessum efnum.
Verðbólgan hefur valdið ringulreið í efnahagslífi
þjóðarinnar á síðustu árum. Hún er höfuðmeinsemdin
i þjóðarbúskapnum eins og sakir standa. Verðbólgan
hefur þrengt mjög kost heimiianna, komið fyrirtækj-
um í mikla greiðsluerf iðleika og á margan hátt lamað
bankakerfið. Við slíkar aðstæður stöðvast hin eðlilega
hringrás efnahagskerfisins og skömmtunarkerfið
tekur við.
Þrátt fyrir þessar aðstæður halda menn því fram I
alvöru að efni standi nú til veisluhalda og ýmsir
stjórnmálamenn vilja halda áfram opinberum
framkvæmdum með sama hætti og áður. Ef menn
vilja halda ringulreiðinni áfram og tefla afkomu
heimiianna í enn meiri tvísýnu, fara menn að sjálf-
sögðu þessa leið.
Vilji menn á hinn bóginn I einhverri alvöru reyna að
draga úr verðbólgunni, er óhjákvæmilegt að beita
aðhaldi á öllum sviðum efnahagslifsins. Ef nokkur
von á að vera til þess að ná árangri I þessum efnum,
er óhjákvæmilegt að jafna viðskiptahallann og
minnka skuldirnar.
Batnandi viðskiptakjör auka möguleikana á að
þetta sé hægt. En staðreynd er, að það svigrúm, sem
aukinn kaupmáttur útflutningstekna gefur, þarf að
hagnýta til þess að greiða upp skuldir. útilokað er að
koma verðlagsþróuninni i viðunandi horf með öðrum
hætti.
Þóaðbatahorfur í efnahagsmálum séu e.t.v. góðar,
er þvi ekki að leyna, að hættumerki sjást víða undir
yfirborðinu. Peningamagn I umferð hefur t.a.m auk-
ist verulega og seðlaprentun hefur verið stunduð með
yfirdráttarskuldum viðskiptabankanna t Seðlabank-
anum. I fljótu bragði verður því ekki séð, hvernig
færa má rök að því að tími veisluhaldanna sé runnin
upp hjá skuldseigustu þjóð Vesturlanda.
Þriðjudagur 21. desember 1976 VISIR
MITT ÁHUGAMÁL
ERU JÓLIN
Nú eru aö koma jól, og hann
er hafinn sá árlegi songur, að
menn geri sér of mikinn daga-
mun. Hann er orðinn næsta
hvimleiður — og ég veit ekki
hver hefur fyrstur fengið þá
hugmynd að „gjafafarganið” sé
„andstætt helgi jólanna.” Ég
hef ætið talið að „gjafafargan-
iö” væri i samræmi við boðskap
jólanna um friðá jörðu hjá þeim
mönnum, sem hafa góöan vilja.
Friðargjafir
Friður er boðskapur jólanr.a
— og frá örófi alda hafa gjafir
verið boðskapur friðar. Menn
gefa vinum gjafir en ekki óvin-
um.
Jólagjafirnar eru þannig ein-
ungis það, sem vænta má af
þeim sem taka tillit til megin-
boðskapar kristninnar að sýna
náunga sinum vinsemd og kær-
leika.
Hér skiptir ekki máli, hvert
verðmæti gjafarinnar er — gjöf-
in sjálf er aðalatriðið.
Að minnast vina sinna
Allir eiga sér vini, vona ég Sá
vinskapur er misjafnlega náinn.
Um jól minnast menn vina
sinna með þvi að senda þeim
kveðjur, — og það eitt að senda
kort rifjar upp gömul kynni.
Ekki er það gegn anda jól-
anna að minnast vina sinna.
Kaupskapurinn
Nú veitég að menn taka undir
þessiorð.enbæta viö: Enþað er
kaupskapurinn um jólin. — Þau
eru orðin verslunarhátið.
Og það eru þau vitanlega öðr-
um þræði. En það er ekkert
athugavert við þaö.
Sú tið er liðin að maður geri
allt i senn, afli hráefnis. smiði
gripinn og selji hann svo eða
gefi. Menn fara á þá staði sem
handhægar gjafir eru falar til
kaups. Slikir staðir eru verslan-
irnar.
Um jól gefa menn vissulega
gjafir og versla þess vegna. En
„gjafafarganið” er ekki ein-
göngu útgjöld, — menn draga að
kaupa sér hluti til jólanna eða
velja það tilefni til aö gefa vini
sinum gjöf.
Og hver er andsnúin þvi að
gefa börnum jólagjafir?
Óþolandi nöldur
Vissulega er eytt miklu i gjaf-
irum jólin. Og gjafir eru i dag i-
burðarmeiri en fyrr. Hins vegar
efast ég stórlega um að þær séu
dýrari, ef tekið er tillit til efna-
hags. Sérhver gefur eftir efnum
sinum og sæmilegur fjárhagur
veldur þvi, að meira er lagt i
gjafir en áður.
Tiundi hver islendingur að
minnsta kosti fer til Spánar á
sumrin. Þjóð sem hefur slik efni
getur vitanlega veitt sér ýmis-
legt.
Söngurinn um kaupæði jól-
anna er hjáróma, hann og þeir
sem stunda hann meina hann
ekki. Þeir gefa gjafir eins og
hinir. En nöldur þeirra er ó-
þolandi fyrir aðra, — er ein-
göngu til þess fallið að spilla
gleði annarra manna.
Ég held að þessir nöldursegg-
ir geri sér ekki grein fyrir þvi,
að það eru eingöngu menn með
niskuhugarfar Johns gamla
Rockefellers sem vilja afnema
gjafir á jólum i raun og veru.
Efnalitið fólk hefur allt annað
hugarfar.
Þessir kollegar Rockefellers
ættu að lesa jólasögu Dickens til
að skilja það að eyðslan og til-
hlakkiö er hluti jólanna sjálfra.
Mitt áhugamál eru jól-
in
1 ágætu viðtali við Hákon
Waage leikara er hann spurður
um helsta áhugamál sitt. Hann
svarar aö það séu þá helst jólin.
Og með þessu á hann við, að
jólin með allt sitt stand og fyrir-
höfn, — undirbúning aö jólagjöf-
um, — skreytingar húsa og
gatna og ráf um i búöir i leit að
fallegum hlut, sé tilhlökkun i
sjálfu sér, þótt mestu varði að
jólin sjálf fari vel fram og allir
séu ánægðir og engin skilinn eft-
ir.
Raunar held ég að betur sé
ekki "hægt að lýsa hinu rétta
hugarfari en með oröum Hákon-
ar:
Mitt áhugamál eru jólin.
Flutningum pílagrímanna lokið
Vélarnar eru nú í innan-
landsflugi í Nígeríu
Flugleiðir luku á sunnudaginn
fiutningi pilagrimanna milli
Saudi-Arabiu og Nigeriu. Hvora
leið voru fluttir rúmlega 7.200
pílagrimar og eru þeir nú allir
komnir heilu og höldnu aftur til
Nigeriu.
Ahafnir Loftleiðavélanna sem
notaðar voru við flutningana
veröa þó nokkra daga til viðbót-
ar þarna suðurfrá, þar sem rik-
isstjórn Nlgeriu bað um flug
milli Jedda og Lagos. Þær ferðir
hófust i gærmorgun og lýkur 22.
desember. Þá verður vélunum
flogið tol Luxemborgar, þar
sem þær fara i skoðun, en á-
hafnirnar koma heim.
Að sögn Sveins Sæmundsson-
ar, blaðafulltrúa Flugleiða
gengu pilagrimaflutningarnir
mjög vel.Sagði hann að allar
áætlanir félagsins hafi staðist
þrátt fyrir fjarveru DC-8 þot-
anna tveggja. Hefðu aörar vélar
verið teknar á leigu i staðinn og
hefðu verið farnar aukaferðir á
flest-öllum millilandaleiöum
félagsins nú fyrir jólin.
—SJ