Vísir - 21.12.1976, Síða 19

Vísir - 21.12.1976, Síða 19
SJONVARP KLUKKAN 21.25: f SJONVARP KLUKKAN 22.20: FRIÐARHREYFING KVENNA 1 þættinum Utan úr heimi i kvöld verður fjallað um friðar- hreyfingu kvenna á Norður-tr- landi. Það eru samtök sem berjast fyrir varanlegum friði i landinu, og er sennilega eina aflið i land- inu sem hugsanlega gæti komið á sameiningu. Samtökin voru stofnuð fyrir hálfu ári, eftir að þrjú börn lentu i skotárás breskra hermanna. Þessar kon- ur hafa hlotið margháttaða viöurkenningu fyrir störf sin, og eftir almenna söfnun i Noregi fyrir stuttu, voru þeim færðar margar milljónir króna. Nú eru i hreyfingunni þúsundir ef ekki tugþúsundir kvenna, bæði ka- þólskar og mótmælendatrúar. Þátturinn hefst klukkan 22.20. —GA Útvarp klukkan 21. Peninga- flóðið fyrir jólin fordœmt í pistlinum ,,í kvöld lesum við meðal annars mjög harðorðan pistil frá Akureyri um jólin og jóla- hald á þessum siðustu og verstu timum”, sagði Hjálmar Arna- son, þegar Visir spurðist fyrir um efni þáttarins Frá ýmsum hliðum, sem hann og Guðmund- ur Arni Stefánsson sjá um. „Pistill þessi er eftir ungan Akureyring og er um dansinn i kringum gullkálfinn, þung ádrepa og mikil”. Umsjónarmenn þáttarins, þeir Guðmundur Arni Stefánsson og Hjálmar Arnason með tæknimanni sfnum, Hreini Valdimarssyni. „Þá mun Hjörtur Pálsson ræða um unglingaefni i útvarp- inu og einnig verður lesið úr skólablaði sem sent var þættin- um frá Gagnfræðaskólanum i Ólafsvik. Leynigesturinn mun birtast og kynntur verður Garðyrkju- skóli rikisins aö Reykjum við Hveragerði,” sagði Hjálmar að lokum. Frá ýmsum hliðum hefst klukkan 21.00. —GA saka- móla- mynd Brúðan heitir nýr breskur framhaldsmyndaflokkur sem hefur göngu sina i kvöld. Þetta er sakamálamynd i þrem þáttum og er byggður á sögu eftir Francis Durbridge. Francis þessi Durbridge er orðinn gamall i hettunni hvað varðar sakamálasögur. Hann hefur samið fjöldann allan af sliku efni, sögur, leikrit og myndir. Meöal hetja hans er góðkunningi islendinga, Paul Temple, en útvarpið hefur flutt bæði framhaldssögur og leikrit um þann góða mann. Sjónvarpið hefur flutt seriur eftir Durbridge, nú siðast Farþegann i fyrravetur. Leikarana i myndinni ættu lika margir að kannast við, þeir hafa allir leikið mikið fyrir sjónvarp. Aðalleikarinn, John Fraser, hefur þó einnig leikið i kvikmyndum, m.a. i myndinni Isadora. 1 fyrsta þættinum segir frá útgefandanum Peter Matty sem er á leið heim til Lundúna frá Sviss, en þar hefur bróðir hans, pianóleikarinn Claude Matty, verið á hljómleikaferð. A flugvellinum i Genf kynnist hann ungri og fagurri ekkju. Þýðandi þessa þáttar, sem tekur 55 minútur i flutningi, er Stefán Jökulsson. —GA 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunieikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.50. Morgunstund barn- annakl. 8.00: Jón Bjarman les þýðingu sina á sögunni um „Marjun og þau hin” eftir Maud Heinesen (9). Tilkynningar kl. 9.15. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Berlind Bjarnadóttir, Margrét Pálmadóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Ingibjörg Þorbergs syngja jólalög eftir Ingibjörgu, Guðmundur Jónsson leikur með á selestu og sembai. Siegfried Behrend og I Musici leika Konsert i D-dúr eftir Vivaldi / Eddukórinn syngur jólalög frá ýmsum löndum / André Lardrot og Rikishljómsveitin i Vin leika óbókonsert I D-dúr op. U nr. 6 eftir Albinoni, Felix Prohaska stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar . Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 A veiðislóöum Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri talar við Tryggva Einars- son i Miðdai. 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir . Tilkynningar . (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Litli barnatiminn 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veöurfregnir . Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir . Fréttaauki. Tilkynningar. 19.45 Vinnumál Arnmundur Backman og Gunnar Eydal sjá um þátt varðandi lög og rétt á vinnumarkaöi. 20.10 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdótir kynnir. 21.00 Frá ýmsum hiiðum Hjálmar Árnason og Guð- mundur Arni Stefánsson sjá um þáttinn. 21.40 Enskar ballööur frá Viktoriutimanum Robert Tear og Benjamin Luxon syngja, André Previn leikur á pianó. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöidsagan: „Minningabok Þovalds Thoroddsens” 22.40 Harmonikulög 23.00 A hljóðbergi „Kastalinn númer niu” eftir Ludwig Bemelmans. Carol Chann- ing les. „Drengurinn sem hló að jólasveininum” og aðrar limrur á jólaföstu eft- ir Ogden Nash. Höfundur les. 23.35 Fréttir . Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30. Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Þingmál. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- maður Haraldur Blöndal. 21.25 Brúðan. Nýr, breskur sakamálamyndaflokkur i þremur þáttum, byggður á sögu eftir Francis Dur- bridge. Leikstjóri David Askey. Aöalhlutverk John Fraser, Geoffrey White- head, Anouska Hempel og Derek Fowld. Otgefandinn Peter Matty er á leið heim tilLundúna fráSviss, en þar hefur bróðir hans, pianó- leikarinn Claude Matty, verið á hljómleikaferð. A flugvellinum i Genf kynnist hann ungri og fagurri ekkju. Þýðandi Stefán Jökulsson. 22.20 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umájónarmaöur Jón Hákon Magnússon. 22.50 Dagskrárlok. I 3 eflsgeirs6úZ HJALLABREKKU 2 • KÓPAVOGI • SÍMI 4 35 44 KÓPAVOGSBUAR Allt í jólamatinn Sendum heim. Kvöldsalan er opin til kl. 10 öll kvöld. Laus staða Staða einkaritara við lögreglustjóraem- bættið er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa góða æfingu i vélritun og gott vald á islensku. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist embættinu fyrir 5. janúar n.k.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.