Vísir - 04.12.1958, Page 6

Vísir - 04.12.1958, Page 6
JÓLABLAÐ V í SIS ■ ■ VETRARSOLHVORF SA«A EFTIR ÁRMANN KR. EINARSSON Jóhann Steinn greip fastar um stýrið og jók benzíngjöfina. Þungur, kraftmikill vörubíllinn herti enn skriðinn, hann nasst- um flaug eftir rennisléttum, isi- lögðum veginum. Hér uppi á há- heiðinni voru viða allháir snjó- ruðningar beggja megin vegar- ins, og litil hætta á, að bíllinn færi út af v'eginum. Snjókeðjurn-' ar mörkuðu för í troðna ak- brautina, svo hvimleiðs skrölts þeirra gætti ekki að ráði. Um far artæki Jóhannesar Steins gnauð- aði svalur norðanvindurinn, og lét í eyrum sem þungur, svæf- andi brimgnýr. En veðurhljóðið hafði ekki minnstu áhrif á mnnninn, sem sat við stýrið. Sjaldan hafði Jó- hannes Steinn verið í betra skapi en einmitt nú. Hann var sannar- lega í essinu sínu. Og ekki þurfti hann að kvarta undan veðrinu og færðinni, þótt i svartasta skammdeginu væri, já, í dag var vist skemmsti dagur ársins, vetr. arsólhvörf. Jóhannes Seinn brosti íbygg- inn á svip. Skelfilegir bjánar gátu það verið, sem ákváðu upp- boðið á þessum húsaskrokk, núna i mestu jólaönnunum. Það kæmi áreiðanlega ekki margir á uppboðsstaðinn í dag, menn höfðu í öðru að snúast. Hann var lika margbúinn að reikna dæmið, og útkoman var ávallt sú sama; — mjög hagstætt verð. Jóhannes Steinn múrarameist- ari var á leiðinni austur yfir fjall, til að bjóða í fokhelda ný- byggingu, sem selja átti á nauð- ungaruppboði klukkan tvö í dag. Eins dauði er annars brauð. Hvað voru menn að flana út í að byggja, og láta svo taka allt af sér í miðjum klíðum? Jóhannes Steinn brosti breitt, þó hann væri aleinn i bílnum. Já, hann ætti að geta grætt dá- laglegan skilding á hússkrokkn- um þeim arna, aðeins að sletta á hann múrhúðun, og selja hann síðan aftur á heppilegum tíma. Jóhannes Steinn hallaði sér fram á '■tvrið og hló lágum, kurrandi hlátri. Tæplega myndi hann nú samt græða eins mikið á þessu húsi, eins og fjölbýlishúsinu, sem hann bvggði á síðastliðnu ári, tíu íbúðir, og hundrað búsund krónrr hreinn hagnaður á hvr>ría. Ha, ha! eir> miilión! Rillinn rarn mjúklega áfram eftir rannisléttum sniótröðun- um. Brátt var heiðin að baki, og það hallaði au=tur af. Fvrr en va"ðí ev"ði Jóbannes Steinn húsaþyrpingu á bökkum árinn- ar, sem liðaðist eftir undirlend- inu á leið til siávar. Til bessa lit1" uo"ns \t"»- fpi-ði'\>"í Vipft Ví>r pVVÍ ‘Ipvtorpr* kal'a þorpið lítið. Á undanförn- um árum hafði Jóhannes Steinn nokkrprp sinnum átt þar Jeið um, í hvert skipti hafði hann undrast stórlega allar þær breytingar og þá öru þróun, sem þarna átti sér stað. Nýbyggingarnar spruttu upp með undraverðum hraða. Það var kannske ekkert að furða þó einn og einn húsbyggjandi færi á hausinn. Jóhannes Steinn hrukkaði enn- ið og pírði augun. Hvað var það nú annars orðið langt síðan hann dvaldist eitt haust þarna í þorp- inu við ána? Bíðum við, — jú, það voru víst tólf ár síðan. Þá var hann tuttugu og tveggja ára, — nú þrjátiu og fjögra. 1 þá daga var allt annar svipur á þorpinu en nú, húsin flest lítil og gömul, og eiginlega engar götur, heldur þröngir og krókóttir gangstigar, þó mátti þá sjá hvert stefndi, fólkinu fjölgaði, byrjað var að rífa gömlu húsin og byggja ný í staðinn við skipu- lagðar götur. Já, hann hafði ein- mitt unnið þar við byggingar þetta haust. En gott var að hann ilengdist ekki þarna, þá hefði hann sjálfsagt alltaf hjakkað í sama farinu. Næsta vor hóf hann svo nám í Reykjavík við múrara- iðn. Það var upphafið að vel- gengni hans, hreinasti gullpott- ur, sem hann hafði dottið ofan í. Innan lítillar stundar renndi Jóhannes Steinn bifreið sinni inn í aðalgötu þorpsins. Hann ók beina leið til uppboðsstaðarins. Hann hafði fengið nákvæma lýs- ingu á húsinu, en það sakaði ekki að líta á það; sjón er sögu ríkari. Og nógur var tíminn, klukkan var tæplega eitt, meira en klukkustund þangað til upp- boðlð skyldi hefjast. Vindurinn hvein ömurlega og blés óhindraður í gegn um opna glugga og hurðargöt hússins. Spýtnabrak lá eins og hráviði út um allt, og ryðgaðir, bognir naglagaurarnir stóðu í allar átt- ir. Illa þurr steinninn var loð- hrímaður, og á ósléttu gólfinu voru pollar. Úff, hér var helkuldi. Það fór hrollur um Jóhannes Stein, eina bótin að honum hitnaði við til- hugsunina um þann ofsagróða, sem hann átti í vændum ef hann hreppti hússkrokkinn. Jóhannes Steinn stiklaði innan um spýtnadraslið, og skoðaði húsið i krók og kring. Jú, það virtist allt vera rétt og nákvæmt, sem frá var greint í uppboðs- lýsingunní, kjallari og tvær í- búðarhæðir, hver fimm herbergi og eldhús, hundrað og tuttugu fermetrar að stærð pappi á þaki og glerlausir gluggar. Jóhannes Steinn gerði áætlan- ir um hæfilegt verð á þessari eign. Það mátti ekki fara öllu hær"a en tvö hundruð og fimm- tiu búsund. Þótt Jóhannes Steinn væri vel klæddur hélzt hann ekki við til Iengdar inni í opnum hús- ' skrokknum, þar sem allir vindar ’ himinsins dönsuðu út og inn um dyr og glugga. Hann gekk út á götuna, þar sem hann hafði skil- ið bílinn sinn eftir. Líklega væri bezt að aka niður að gistihúsinu og fá sér kaffisopa. Áður en Jó- hannes Steinn steig upp i bílinn staldraði hann við, og virti fyrir sér fólkið, sem hraðaði sér eftir 1 aðalgötunni. Allir voru í óða ' önn að gera jólainnkaupin. Eng- j inn virtist veita honum minnstu athygli, hann þekkti heldur eng- > an hér, — nú orðlð. Allt í einu ( kom honum Linda í hug. Skyldi hún búa hér ennþá. Það var eins og tjald hefði verið dregið frá sviði, og Jóhannes Steinn sá grenilega fyrir hugarsjónum sin^ um liðna atburði. Og þeir voru svo undarlega nátengdir honum og ljóslifandi, rétt eins og þeir ! hefðu gerzt fyrir fáum dögum, en ekki tólf árum. Já, Berglind, hún var óvið- jafnanlega fögur, grannvaxin, í meðallagi há, bláeygð og ljós- hærð. Bros hennar var í senn hlýtt og glettnislegt, og fas henn- ar og framkoma látlaus og lað- andi. Berglind vakti óskipta at- hygli ungra manna. Á dans- skemmtunum kepptust þeir um að dansa við hana og koma sér í mjúkinn hjá henni. Hún var ljúf qg þýð í viðmóti og brosti við öllum, eins og sólin sjálf, sem stráði geislum sínum jafnt yfir verðuga sem óverðunga. Og þó, það var ekki alls kostar rétt. Enn eftir öll þessi ár fylltist Jóhann- es Steinn sigurstolti, þegar hann minntist þess, að Berglind tók hann fram yfir hina strákana. Hún dansaði mest við hann, og hokkur skipti hafði hann fylgt henni heim að aflokinni dans- skemmtun. Það var einmitt rétt fyrir jól- in, eins og nú, sem hann fylgdi henni heim í síðasta skiptið. Þau gengu þétt hlið við hlið og þrýstu hönd hvort annars, ör, heit og sæl úti í stjörnubjartri nóttinni. Bæði töluðu fátt, likt og þau væru feimin, þegar þau voru tvö ein saman, eða kannske hafa þau ekki kært sig um að rjúfa hátíðleik þessarar stundar með fánýtum orðum. En þau orð, sem Jóhannes Steinn þráði í raun og veru að segja á þeirri stundu, sagði hann aldrei. Jóhannesi Steini varð litið yfir götuna. Jú, ekki bar á öðru, þarna stóð stóra, brúnmálaða timburhúsið á horninu, með sömu ummerkjum og i ,,gamla daga“. Hann mundi greinilega, að þar höfðu þau einmitt stanz- [ að og skoðað í glugga lítillar \ skartgripaverzlunar. Linda dáð- ^ ist að skartgripunum, en þó eink- ( um forkunnarfögru silfurarm- , bandi, Jóhannes Steinn vissi að hana langaði til að eignast það, j þó hún segði það ekki með ber- um orðurn. Næstu daga braut hann heilann um hvort hann ætti j að kaupa armbandið og gefa I henni það í jólagjöf. Hann fór I og spurði um verðið. Það kostaði ■ þrjú hundruð krónur. í 'hans augum var þetta geypifé í þá daga. Og það náði ekki nokkurri átt að fleygja peningum í slíkan hégóma. Kannske var Berglind hégómagjörn eyðslukló. þegar öllu var á botninn hvolft? Nokkrum dögum fyrir jól fór svo Jóhannes Steinn alfarinn í burtu. Hann skrifaði á jólakort til Berglindar, en sparaði sér þrjú hundruð krónurnar. Með þessari á'kvörðun hófst velgengni hans í fjármálunum. Og síðan hafði hann unnið sér inn mikla peninga, grætt stór fúlgur, og síðast en ekki sízt sparað drjúgan skilding. En hafði hann valið rétt? Voru öll verðmæti lífsins fólginn í peningum? Jóhannes Steinn ætlaði að fara að stiga upp í bílinn, þegar hann veitti athygli ungum pilti og stúlku, sem stóðu við glugga skartgripaverzlunarinnar. — Kannske stóðu þessi ókunni, ungi piltur piltur og stúlka í sömu sporum og þau Berglind fyrir tólf árum. Skyndilega greip Jóhannes Stein áköf löngun til að grennsl- ast eftir hvort ungi maðurinn keypti eitthvað í skartgripabúð- inni, eða færi hann að dæmi hans ' sjálfs? Jóhannes Steinn gekk yfir götuna, og staðnæmd- ist við búðargluggann. Einkenni- legt! — enn virtist allt með sömu ummerkjum í glugganum og í gamla daga. Á miðri fremstu glerhillunni lá forkunnarfagurt silfurarmband. Ungi maðurinn hvíslaði ein- hverju að stúlkunni, og hún brosti sæl og hamingjusöm. Síð- an gengu þau inn í skartgripa- verzlunina. Jóhannes Steinn fékk ákafan hjartslátt. Ungi maðurinn valdi ekki sama kostinn og hann. Valdi hann kannske rétt? Náði hann sér í farmiða með vagni lífs- hamingjunnar! En hvað um I hann sjálfan, stóð hann ekki enn j einn og einmana í nepju og næð- I ingi fyrir utan stöðina, og salnaði jsaman skítugum peningaseðlum á meðan vagnar gleði- og lífs- hamingju runnu íramhjá eftir eilífri, endalausri braut lífsins. Jóhannes Steinn tók undir sig stökk inn i búðina. Nú %'ar sem öll velferð hans væri ur.dir þ'ví komin, að vera nógu fljótur. Hann bað afgreiðslumanninn um armbandið, spurði ekki einu sinni um verðið. Skartgripasalinn skágaut %Tot- um gamalmennisaugum sínum yfir ryðgaða gleraugnaumgjörð- ina. Það %'ar undrun í s%Tip hans. Þegjandi tók hann armbandið, lagði í öskju og vafði marglit- um pappir utan um. Þrjú þúsund krónur, takk! Framh. á bls. 31. Jólin nálgast, bað finna alir ungir sem gamli r. Á f jölfarinni skraut til að minna fól k að jólin séu í götu er búið að setia upp jóla- nánd.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.