Vísir - 04.12.1958, Page 7

Vísir - 04.12.1958, Page 7
JÓLABLAÐ VfSIS 7 ■ ■ Steinþór Þórðarson, bóndi á Hala i Suðursveit: TRONO Þegar ég var að alast upp, og frameftir mínum fullorðins- árum, var mikið af frönskum fiskiskútum hér með ströndinni. Það mátti telja 60—70 skútur, þsgar flest var frá Stemmu- krókum, en þeir eru aðeins vestan við hásuður frá Reyni- völlum að sjá, að Borgarhaín- arhálsum, sem eru klettar fram við sjóinn, stutt austan við Hrekksgerði. Á landi mun þessi vegalengd vera með ströndinni um 20 km. Gaman höfðum við krakkarnir að standa úti i rökkinu á kvöldin, þegar gott var veður, og horfa á alla ljósa- röðina. Skúturnar heilluðu oft 'hug þeirra unga, bæði í björtu og dimmu. Skúturnar vöktu vonir. Út úr miðjum þorra var far- ið að horfa eftir skútum. Tals- verður viðburður þótti það, þeg- ar sú fyrsta sást, en sjaldan leið þó á löngu að önnur kom, og svo hver af annarri. Skúturnar vöktu nýtt líf og nýjar vonir. Einkum héldu skúturnar sig hér í marz og apríl, og jafnvel fram í maí. Eftir það var lítið af skútum, að minnsta kosti á grunnmiðum, en við hafsbrún hillti einatt undir nokkrar, og lengst af sumars sáust skút- ur djúphallann austan við Hrollaugseyjar, enda gömul munnmæli, að þar væru góð fiskimið. Sagnir voru í munn- mælum á Breiðabólsstaðarbæj- um, að kallað hefði verið að róa út á Leiru, þegar róið var á þessi mið. Þar átti að vera gengd af flyðrum, enda oft dregizt þar stórar. Á vertíðinni voru skúturnar oft stutt frá landi, einkum í norðanátt. Þá gátu þær komið það nærri, að ekki sást sjór á milli þeirra og lands, þegar staðið var á stéttinni á Hala. Þá er stutt upp í fjöru. Þá datt víst mörgum í hug strand. Þeg- ar skúta var óvenju nálægt landi, held ég að strand hafi verið efst í huga margra. Svo mikið er víst, að við krakkarn- ir óskuðum þá að kunna það mikið fyrir okkur, að við gæt- um seitt eina í land. Allir sáu í anda um borð franskbrauð, þennan óviðjafnanlega mat, konjak og flesk. Þá mátti ekki gleyma frönsku kartöflunum, sem mér finnst þær bleiku ís- lenzku sverja sig svo mjög í ætt við. Þetta allt var gómsætt til áts og drykkjar, og fylgdi meðal annars ströndunum. ,,Er komið strand?“ Einu sinni var það síðla kvölds á góunni, um eða upp úr 1920, að skúta siglir fullum seglum og stefnir undir Breiða- bólstaðarfjöru fram af Breiða- bólstaðarbæjum. Birtu var mikið farið að bregða; sást því ógreinilega til hennar. Þeir sem bezt þóttust sjá, sögðu hana komna upp í fjöru. Aðrir möld- uðu í móinn, en sögðu, að lík- ur væru til að hún væri komin það nálægt, að lítill vafi mundi á því að hún færi í strand. Nú var uppi fótur og fit á Breiðabólst'aðarbæjum. . Stutt er þaðan fram í fjörinu, og í þetta sinn var greiður vegur, því að Breiðabólsstaðarlón var á heldum ís. Allir karlmenn á bæjunum hlupu í skyndi af stað, en þeir voru sjö talsins, með öll nauðsynleg björgunar- tæki, eftir því sem þá var völ á. Þessi strandfrétt barst til Steins afa míns á Breiðaból- stað. Þegar þetta gerðist, var hann búinn að vera blindur í nær þrjá áratugi og hafði orðið litla fótavist. Hann hafði þann sið, að hátta alsber, og eins var í þetta sinn. Nú reis karl upp í rúmi sínu og spyr með mesta ákafa: „Er komið strand?“ Honum var sagt, að líkur væru til þess. „Já, líkur til þess,“ end- urtók hann. Við þessa frétt hreykir afi sér hærra í rúminu, og rær aft- ur og fram og riðar meir — hann riðaði mikið — og ákafar en venjulega. Ýmist tók hann líkur voru fyrir strandi. Úr strandi varð þó ekkert að þessu sinni. Þegar þeir, sem um var getið og ætluðu að vitja á strandstaðinn komu fram á fjör- una, var ekkert strand og engin skúta sjáanleg fyrri en lengst úti. Þannig urðu vonir afa og fleiri að cngu, um strand, franskbrauð og koníak. Fyrsta strandið, sem ég hef greinilegar sagnir af í Suður- sveit, er frönsk fiskiskúta, er strandaði á Breiðabólstaðar- fjöru 1865—-66. Var skipið svo að segja nýtt, og vel útbúið bæði að vistum og seglum. Þeg- ar þetta strand kom, var faðir minn 11—12 ára, og mundi vel strandið. Ekki sagði hann, að neinn asi hefði verið á föður sínum eða öðrum á Breiðabóls- staðarbæjum að komast í strandið. Síðar hefur hann og fleiri kynnzt því, hvaða höpp strönd gátu verið, og vel gat verið þess vert að verða ekki sá síðasti þangað. Veðri var þannig farið þennan dag, sem var annar eða þriðji miðviku- dagur í góu, að snjókoma var af norðaustri, allhvasst og dimmviðri, þó rofaði það til milli stærstu gusanna, að stundum sást frá Breiðabóls- stað grilla fram í fjöruna. Órói við lestunnn. Á Breiðabólstaðarbæjum Bæirnir að Breiðabólstað. Lengst til vinstri er Ilali, bar se:n höfundur býr. orð á þessu, þegar hann kem- ur inn. Fyrst er þessari frétt fálega tekið, en við nánari at- hugun sýnist fleirum það sama. En af því það var miðvikudag- ur, þá var lestrardagur, eftir þeirra tíma sið. Miðvikudags- lestrarnir í föstunni voru lang- ir, mörgum leiddist þess vegna að sitja undir þeim. Þeir voru lesnir á heimili foreldra minna eftir að ég mundi. Steinn vildi ekki að strandinu væri sinnt fyrri en lestri væri lokið. Varð það svo að vera. Þórunn, kona Steins, las hús- lesturinn á Breiðabólstað, og eins var í þetta sinn. En órótt var okkur Jóni Þorsteinssyni, sagði faðir minn. undir lestr- LítiS kom af konjaki. Skipið stefndi að land.i fullum seglum en hafísinn fór jafnvel með meiri hráða. stór föll út á hliðarnar, ekki ólíkt og skúta undir fullum seg'lum í stórsjó. £g skelf af hug. Þegar svona hafði g^ngið um stund, kemur kona hans, Þór- unn Þorláksdóttir inn, og segir um leið og hún réttir honum skyrtu: „Hana, farðu nú í skyrtuna, Steinn, finnurðu ekki að þú skelfur?“ Þá svarar hann: „Ég, ég skelf ekki af kulda, ég skelf af hug.“ Þetta dæmir sýn- ir þann áhuga sem alla greip, jafnt nírætt gamalmenni í rúm- inu sem þá, er yngri voru, ef bjuggu í þetta mund, Steinn Þórðarson, síðar föðurafi minn, á Breiðabólstað, Benedikt Þor- leifsson, síðar móðurafi minn, á Hala, og Jón Steingrímsson á Gerði. Þessir bæir standa all- ir í sama túni. Þetta ár var Jón Þorsteiusson, sem um tíma bjó á Brunnum í Suðursveit, og síð- ar í Krosslartdi í Lóni, vinnu- maður á Breiðábóistað. Af því að veður var slæmt þennan dag, þá fékk kvenfólkið á Breiðaból- stað Jón til að fara upp á eld- húsþakið og hagræða skjóli fyr- ir strompinum, svo að reykinn leggði betur út. Sýnist honum þá, í einu rofinu milli gusa, að skúta sé strönduð. Hefur hann inum — og svo bætti hann við: „Ég held föður mínum hafi ver- ið annað innan brjósts í þetta sinn en sitja undir lestri; svo mikið er víst, að oft þurfti hann að glugganum og líta út, meðan á lestri stóð.“ Þegar lestri var lokið, var sent að Hala og Gerði og þeim bæjum gert aðvart um að strand mundi komið á Breiðabólstaðarfjöru, en þá fjöru eiga Breiðabólstaðarbæir allir saman. Þótt veðrið væri vont og frostharka nokkur, dubbuðu karlmennirnir sig upp af þessum bæjum í skyndi og skunduðu fram á fjöruna, lón- ið var á haldi og því fljótt að fara. Það var sem sýndist; frönsk fiskiskúta var strönduð. —• Þeir síðustu voru að bjargast frá borði, höfðu ekki mikið hrakizt og leið vel eftir atvjk- um. Strax var farið með þá heim á bæina. Þar voru þeir yfir nóttina, og hresstir á mat og drykk. Daginn eftir var kom- ið upp skýli á fjörunni, úr timbri, tómum tunnum, og tjaldað yfir með segli. Bjuggu stran'dmennirnir í þessu skýli við strandið, þar til þeir voru fluttir til Djúpavogs eða Eski- fjarðar (hef ekki greinilegar sagnir af þvi) um hálfan mán- uð af sumri. Þennan tíma lifðu þeir að mestu á kosti úr skip- inu. Kom því lítið af matvæl- um fram, þegar strandið var selt, eftir að strandmennirnir voru farnir. Ekki kom teljandi af koníaki til sölu á uppboð- inu; höfðu þeir frönsku það til að gæða sér á, og gáfu þeim, sem heimsóttu þá. Var þá gold- ið af næstu bæjum í mjólk, sem strandmönnum féll vel. Þessi viðskipti þóttu hagkvæm fyrir báða, og fór með mestu spekt fram. Næst þessu strandar frönsk skúta austast á Fellsfjöru. Þá var býlið Fell, sem fjaran er kennd við, komið í eyði fyrir 11-—12 árum. Fell átti með lengstu rekafjörum í Skafta- fellssýslu, enda á sínum tíiha, meðan það var í blóma, talið eitt af höfuðbólum þessa lands. Þegar hér var komið var allt láglendi jarðarinnar komið und- ir aur og jökul, en beljandi jök- ulár með sínum eyðileggingar- krafti, herjuðu á því. Nú hafa árnar minnkað, jökullinn bráðnað, og gróður er á ný að færast yfir landareignina. Það mun hafa verið 1886—87 að strand þetta kom, á góunni, eft« ir því sem mér var sagt. Menn* irnir fylgdu ekki skútunni, en

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.