Vísir - 04.12.1958, Side 9
JÓLABLAÐ VÍSIS
9
A siglingu á lóninu fyrir framan Breiðabólstað.
legu sjónarmiði var því engin
fjarstæða þó horft væri eftir
strandi, og strönd talin eitt af
höppum þess tíma.
matarkreppa í Suðursveit, ef
ekki gaf á sjó, eins var með
eldsneyti til matarsuðu og
ljósa.
Hljóp
jakkalaus.
Þriðja strandið, sem ég heyrði
talað um, var hið svo kallaða
Steinafjörustrand, — en Steina-
fjara er sama og Sléttaleitis-
fjara, því að á Sléttaleiti var
reist hyggð þegar Steinar fóru
í eyði, eða með öðrum orðum
byggðin frá Steinum er flutt að
Sléttaleiti. Hjá eldra fólki í
mínu byggðarlagi hafði þetta
sfrand fengið þetta sérnafn af
því að það var fyrsta strandið
sém kom á þessa fjöru. Flem
komu þar síðar, eins og frá
mun greint.
Þetta strand kom á árunum
1888—1892, en hvert árið er ég
ekki viss um. Það mun hafa
verið síðari hluta góu eða fyrri
Iiluta einmánaðar, að strandið
kom. Það var mannlaust og fá-
tækt að vistum. Daginn, sem
strandið kom, var blítt veður,
logn og sólskin, en með kvöld-
inu gerði austanbyl og hörku-
írost. Breiðabólstaðarbændur,
þeir synir Steins á Breiðabóls-
stað, Þórður, Þórarinn og Björn
voru að saga tré þennan dag,
sem þeir áttu í félagi, og rekið
hafði á fjöru þeirra. Fór sögun-
in fram á Gerði. Þórður faðir
minn hafði farið frá gegning-
um um morguninn jakkalaus í
veðurbliðunni, að söguninni.
Þegar skútan sigldi fullum
seglum í land, hlupu þeir bræð-
ur frá söginni á strandstaðinn,
sem er 2—3 km. Leiðin var
bein i þetta sinn, því að Breiða-
bólstaðarlón var á haldi. Faðir
minn gaf sér ekki tíma til að
fara heim, eru það þó ekki nema
kringum 200 metrar, til að
sækia sér jakka. Fékk hann þvi
lánaðan jakka af Þórarni bróð-
ur sínum á Gerðii En mikið
Ságðist hann hafa verið búinn
að bölva jakkanum fyrir það
hvað hann var þröngur og
skjóllaus þegar bylurinn skall
á;; Það þótti líka dálítill kostur
að vera í víou fati yztu klæða,
-þegar farið var til strands. Vel
gátu strandmennirnir skotið
e'inhverju að þeim, sem komu
til að bjarga; var þá gott að
geta skotið því í skyndi á nokk-
uð öruggan stað, svo hrepp-
stjórinn sæi það ekki, — en
hann var venjulegast á vakki
yfiy þar sem björgun á strand-
„góssi“ fór fram. Á vorin og
seinni part vetrar var helzt
„Helvítis
fátæktm . . .
Á Breiðabólstaðarbæjum var
orðið olíulaust að þessu sinni.
Þeir bræður fundu brúsa með
olíu í, sem tók 50—60 lítra.
Halda var fest í hann, þar sem
hann byrjaði að mjókka upp.
Þegar þeir bræður fóru af
strandstaðnum um kvöldið,
tóku > eir dunkinn með sér, kom
það í hlut Þórðar og Björns að
bera hann á milli sín á höld-
unni heim. Ekki höfðu þeir
bræður lengi farið, þegar þeir
voru orðnir villtir; var það
bæði af náttmyrkri og snjóbyl.
Þegar svo var kornið, ráðguð-
ust þeir um, hvað gera skyldi.
Dunkinn vildu þeir ekki skilja
við sig fyrr en í fulla hnefa.
Héldu þeir þvi aftur á af stað,
en breyttu nokkuð um stefnu,
eftir veðurstöðu. Fyrr en varði
brast ísinn undan fótum þeirra
og þeir stóðu í nær mittisdjúpu
vatni. En af því mennirnir voru
knáir, tókst þeim að brjótast
upp á ísinn og bjarga dunkn-
um upp úr. „Helvítis fátæktin
hefur margan ætlað að drepa,“
varð Þórði föður mínum að orði
um leið' og hann vatt mestu
bleytuna úr vettlingum sínum
og hagræddi dunknum á ísnum.
Nú þóttust þeir sannfærðir
um, að vindstaða hefði breytzt.
Lyftu þeir nú.dunknum á milli
dn, og héldu í öfuga átt við
óað, sem áður var. Sóttu þeir
nú nær beint móti veðri, í stað
bess sem þeir höfðu áður hald-
ð sniðhallt undan því. Þegar
’peir höfðu svona haldið um
sinn, sáu þeir grilla í dekkju
"ram undan. Við nánari athug-
urí sást, að þeir voru að nálgast
Hamarsbakka, eru þeir nær
miðja vega frá strandinu og
heim.
Rhiu
’iðn5g!,‘‘. , .
Héldu þeir nú upp undir
bakkana og tylltu sér niður í
skjóli þeirra. Björn þreif til
vestisvasa síns, dró þar upp
væna tóbaksrullu og mátaði hóf
lega frá enda hans að nögl sér
og sagði við föður minn um leið
og hann stakk endanum í munn
hans: „Bíttu við . nögl.“ .■ „Æ,
guðlaun,“ hraut út úr föður
mínum. Nú tóku þeir það ráð,
að skilja brúsann þarna eftir
í snjóhengju. Frost var nú tek-
hð að vægja og snjókoman að
^erða bleytukenndari. Þegar
þeir stóðu upp, voru þeir nokk-
uð vissir á stefnunni heim. Út
úr miðnætti náðu þeir heilir á
húfi húsum. Höfðu þeir þá ver-
ið að villast með brúsann á
nilli sin í meira en 5 klukku-
ima á Breiðabólstaðarlóni.
Daginn eftir var dunkurinn
sóttur. Lengi var hann við líði
á Breiðabólstað eftir að ég
mundi. Of stór þótti hann að
hafa til að kaupa olíu á til
vetrarins. (Þá fóru olíukaup
á heimilum víða ekki yfir 20
—25 potta yfir árið). Stóð
dunkurinn því lengst af í smiðj-
unni á Breiðabólstað á þrepi,
sem var þar inn við stafninn.
Konur
á ráðstefnu.
Árið 1901, á byrjuðum engja-
slætti, kom næsta strand á
Steinafjöru, beint fram af
Sléttaleitisbænum. Frá Slétta-
leiti fram á fjöruna er tæpur
kílómetri. Þetta ár bjó Björn
Klemenzson á Sléttuleiti. Ég
var átta ára, þegar þetta strand
kom, en man þó heldur lítið
frá því að segja. Ég fékk ekki
að koma á strandið fyrri en
uppboðsdaginn. Það man ég, að
kvenfólkið á Breiðabólstaðar-
bæjum var aðallega við hey-
skapinn meðan á björgun stóð
úr strandinu, því karlmennirnir
voru við það. í minni er mér
(sérstaklega) einn þurrkdagur
meðan á björgun stóð, og þá
sérstaklega fyrir það, að ráð-
stefnu var skotið á meðal
kvenna á Breiðabólstaðarbæj-
um, sem voru í samvinnu við
heyskapinn meðan á því stóð
að bjargað var ýmsu, sem til-
heyrði strandinu, hver þeirra
ætti að binda heybaggana og
láta þá til klakks. Dæmdist það
á Þóreyju Þorláksdóttur, sem
þá var á Breiðabólstað, tuttugu
og fjögra ára gömul. Líka kom
það í hennar hlut, að fara upp
á baggann og binda hann. Næst
Þóreyju með alla þrekraun
við þurrheyið gekk Auðbjörg
móðuxsystir mín. Strandmenn-
irnir höfðust sumir við á Reyni-
völlum hjá Eyjólfi Runólfssyni
hreppstjóra, en sumir í tjaldi
á fjörunni. Oft lágu leiðir þeirra
um milli strandsins og Reyni-
valla, (sá vegur er um 5—6
km.). Fóru þeir þá um þjóðveg-
Lýsissamlag
íslenzkra
betnvörpsifa
Símar: 17616, 13428.
Símnefni: Lýsissamlag, Reykjavík.
Stærsta og fullkomnasta
kaíclhreinsunarstöð á Isiandi
Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönnum
og kaupfélögum fyrsta flokks kaldhreinsað
meðalalýsi, sem er framleitt við hin beztu
skilyrði.
inn fyrir ofan túnið á Breiðaból-
staðarbæjum. Heldur var kven-
fólkinu illa við þessar ferðir
þeirra og létu sem minnst á sér
bera, þegar þeir fóru á milli.
Frakkar
nálgast.
Einn daginn komu nokkrir
strandmenn vaðandi upp í
Breiðabólstaðarlón, miðju vega
milli Breiðabólstaðar og Slétta-
leitis, og stefndu upp í Breiða-
bólstaðarteiga. Þegar kvenfólk-
l ,
1 ið sa til ferða þeirra, for að
' koma kurr í liðið. Orð fór af
!
því, að útlendingar gætu verið
skollinn mátti vita hvað þessir
strandmenn tækju fyrir, ef þeir
kæmust í kvennahóp. Þennan
dag voru konurnar að slá á
svokölluðu Innra-Rofi, stutt
vestan við Hala-bæinn, þar sem
nátthaginn var síðar og nú mat-
jurtagarðar.
Ráðstefnu var skotið á,.hvað
til bragðs skyldi taka, ef þeir
frönsku kæmu. Bezt var að
halda hópinn, hafa barefli í
höndum og ógna þeim frönsku
með, ef þeir ætluðu að sýna sig,
lagði einhver til. Þetta þótti
snjallræði. Önnur benti á sela-
keppi, sem voru þar á hverjum
j bæ og notaðir voru við sela-
djarfteknir til kvenna, og dráp á Hrollaugseyjum vor og