Vísir - 04.12.1958, Qupperneq 12
12
JÓLABLAÐ VÍSIS
og grænblá augu, dekursleg
hispursmey fljótt á litið, en
ljúf í viðmóti. Útlit hennar,
framkoma og fas höfðaði mjög
til verndarvilja karlmannanna.
En þessi brosmilda brúðustúlka,
sem leit út. eins og viljalaust
leikfang, hafði nokkrum sinn-
um vafið Gestapó svo rækilega
um fingur sér, að meðlimir and-
spyrnuhreifjngarinnar báru
mikla virðingu fyrir henni.
„Á hvað var loftárásin gerð?“
spurði Almar Rank. Rödd hans
var róleg og karlmannleg, en
dulinn ákafi í henni, sem benti
til að taugarnar væru ekki í
góðu lagi.
„Stjórnarráðshúsin!“ svaraði
Per Christensen og leit bros-
andi til hans. „Þeim tókst að
verpa nokkrum gaukseggjum í
gestapóhreiðrið. Og kofana
syrgir víst engirin, þeir eru
lengi búnir að vera bænum til
skammar.“
„Urðu ekki skemmdir annars
staðar?“
„Vitum það ekki. Kannske
lítils háttar.“ Hann þagði and-
artak og skimaði í kringum sig,
síðan mælti hann: „En nú er
bezt að við förum að sofa; erf-
iður dagur á morgun! — Það
eru til rúmföt handa ykkur öll-
um hérna — eða þarf nokkur
að fara heim?“
Almar Rank reis á fætur. —
„Já,“ sagði hann. „Ég ætla heim
til mín.“
„Varlega,“ sagði Per. „Þeir
eru skrambi taugaóstyrkir í
nótt.“
„Engin hætta. Ég hef skjölin
í lagi!“
Irma hafði gengið að skáp,
sem stóð í einu horni stofunnar
og var að leita að sárabindi
handa manni sínum. Almar leit
til hennar og augu þeirra mætt-
ust eitt andartak.
„Góða nótt,“ sagði hann og
Per brosti til hans en Irma laut
höfði.
' Honum var hleypt út bak-
dyramegin. Hann leit snöggt
við um leið og hurðin lokaðist;
— hún líktist helgimynd, þar
sem hún stóð við skápinn og
fálmaði við læsinguna, eins og
hún sæi hana ekki. Slíkt hik
var ólíkt henni, hún var rösk
og róleg og ákveðin, hvað sem
á gekk. — Þreytt, hugsaði hann;
hún var ein af þeim, sem kunna
ekki að gefast upp; sem aldrei
hlífa sjálfum sér. Ef kraftar
hennar þrytu, — ef hún dæi,
— æ, bara að þessi hræðilega
martröð færi nú að taka enda!
Loftið var svalt í garðinum
bak við húsið, rakt vor, skýj-
aður himinn. Hann grillti há
tré og dökkan gráma milli
greinanna, sem naumast voru
byrjaðar að laufgast. Það var
talsvert dimmt. Hann gekk
hljóðlega út um bakhlið garðs-
ins.
Gatan minnti á myrka gjá.
Húsin líktust klettum og ekk-
ert hljóð heyrðist. Það var ilm-
ur í loftinu af hálfútsprungnu
birkibrumi, friðandi angan, sem
vakti minningar um æskuástir.
Undir öðrum kringumstæðum
hefði þetta verið friðsæl nótt.
En nú var dimman hrönnuð
einhverju uggvænlegu, sem
ekki var unnt að gleyma eitt
andartak. Það var sem svartir
vængir blökuðu hægt í myrkr-
inu og köld augu störðu úr
hverjum kima. Taugar Almars
voru spenntar til hins ýtrasta;
hann var á valdi eðlisávísana
eins og villt dýr, er væntir
dauðans hverja stund og er sí-
fellt búið til varnar upp á líf
og dauða. Gatan var dimmur
slakki í heimi frumaldar, þar
sem skelfingin duldist í hverju
spori. Og þó var þetta Osló,
höfuðborg einnar fremstu
menningarþjóðar heimsins, og á
því herrans ári 1945. — Hann
hafði gengið þarna að næturlagi
um sama leyti árs 1940. Einnig
þá kom hann frá Irmu, — það
var kvöldið, sem hann sá hana
í fyrsta sinn!
Ef hún dæi! — Hann laut
höfði og kuldahrollur fór um
hann, — ef hann ætti aldrei
eftir að sjá hana og heyra rödd
hennar, þá hefði liann tapað
stríðinu, þá hefðu Þjóðverjar
unnið í heimi hans! Að sjá
hana og heyra, var honum ljós'
og loft, það var honum frelsið!
Væri hann sviptur því, myndi
hann ekki lengur geta borið
byrði hins illa draums, sem ó-
mögulegt var að vakna af.
Hann gekk hratt, en mjög
gætilega. Öll skilningarvit hans
voru á verði, strengd og spennt.
Lífið með gleði sinni og ánægju
var orðið fjarlæg minning, hver
líðandi stund var ekki annað
en þjáningarfull bið og gáta,
hræðsla og kvíði. Það var ekki
hægt að njóta neins, jafnvel
fegurðarskynið sljófgaðist. Og
þó var hungrið eftir fegurð
meira en nokkru sinni áður.
Hann bjó í Valkyriegötu, en
nú var hann kominn úr leið
og vissi naumast hvernig það
hafði atvikazt. Þetta var Neu-
berggatan. — Neuberggatan! —
hann þekkti hana hversu svart
sem myrkrið var. Eitthvað blítt
snart hann ætíð, þegar hann
nálgaðist dómínikanakapelluna
í Neuberggötu, kirkjuna, sem
stóð opin nótt og dag þrátt fyr-
ir hernám og stríð. Þar andaði
friði og huggun að þreýttri sál
og hann átti þangað mörg spor,
enda þótt öll kirkjufélög myndu
vaíalaust kalla hann villutrúar-
mann!
Hann læddist að hurðinni og
reyndi srierilinn. Það var ávallt
sami létti að finna að þarna
var opið — opið hvernig sem
á stóð. Allt hið óráðskennda og
djöfullega, sem þjakaði heim-
inn, virtist engin áhrif hafa á
þetta hús Guðs. Það var alltaf
opið öllum og allir velkomnir,
vinir sem fjendur.
Hann fór inn og lokaði á eft-
ir sér. Dauf, bláleit skíma af
hálfbyrgðum ljósum á altarinu,
en kirkjan sjálf full af þöglu,
friðandi húmi; veggmyndirnar
fögru sáust mjög óljóst.
(Kvöldið, sem ég sá Irmu
fyrst, fór ég einnig hingað í
fyrsta sinn. Hvers vegna?)
Hann settist innarlega, hall-
aðist fram á bak næsta bekkjar
og hvíldi höfuðið í höndum sér.
Það var gott, — betra en vínið,
sem hann greip til stundum.
Vínið gaf raunar svíun, hug-
rekki og hvíld, en það var að-
eins deyfing; — kvislingarnir
drukku eins og brjálaðir menn!
— Þetta var annað, en ekki
hægt að skilgreina það.
Nú voru fimm ár liðin frá
því að hann kom þarna fyrst.
— Hann hafði setið niðri í Thea-
terkaféen með kunningja sín-
um, sem þekkti Per Christen-
sen. Per kom að borðinu og
þeir voru kynntir. Honum féll
þá þegar prýðisvel við hann.'
Þeir ræddu um hlutleysi og
honum voru enn í fersku minni
orð Pers: — „Við eigum að
vera með þeim, sem við óskum
sigurs, og berjast eins og menn.
Þetta helvítis hlutleysi drepur
siðferðisþrekið, sjálfsvirðing-
una, ábyrgðartilfinninguna —
allt! Hlutlaus maður er hálfur
maður og -endar sem ómenni!“
Þeir fóru heim með Per og
settust þar inn í stofu. Skömmu
síðar kom Irma. Hún opnaði
allt í einu dyrnar og kom bros-
andi inn. Honum hnikkti við
og á samri stundu var sem allt
breyttist;; stofan fylltist ljóma,
það varð vor. Hann mundi enn
hvernig hún var klædd og
hvern drátt í andlitinu.
Hann hafði ekki elskað áður,
naumast vitað hvað það var.
Um nóttina fór hann í fyrsta
sinn inn í kapellu Dómínikan-
anna í Neuberggötu.
Síðan voru fimm ár, og enn
var hann þarna kominn.
Skyndilega var ,sem líkami
hans stirðnaði: eitthvað hafði
hreyfzt í skugganum hægra
megin við altarið! Leiftursnöggt
lyfti hann höfði og horfði þang-
að hvössum augum. — Dökk
mannvera kom hægt fram eft-
ir gólfinu í átt til hans.
„Láttu þér ekki bregða, son-
ur minn.“
Faðir Tómas! — Spenningm
slaknaði í taugum hans, líkt og
holskefla fjaraði út, en um
stund titraði líkami hans frá
hvirfli til ilja.
„Þú gerðir mér bilt við, fað-
ir,“ sagði hann og reyndi að
brosá. „Við erum orðnir eins
og dýr, sem allsstaðar eiga sér
ills von!“
Framh. á 27. síðu.
Munið
að ávallt er mest
og bezt úrvalið
af barna- og
kvenpeysum í
HLÍN
Komið og sannfærist
Hvergi iægra verð
PR JÓIXIASTOFAIXI
HLÍN H.F.
SkólavörSustíg 18. — Sími 12779.
Sendum gegn póstkrÖfu um land allt.
[yr'jtut
ég þér efái - auii/in þtnn -
að h<Xupa heldur POLAR rafóeymi