Vísir - 04.12.1958, Page 22
22
JÓLABLAÐ VÍ SIS
uð ókvæntur,“ sagði hann. „Ef I
þér væruð móðir, munduð þér
skilja þetta til fulls, og að
nokkru leyti, ef þér væruð fað-
ir. En ókvæntur maður skilur
ekkert af því, sem gerist í
brjósti móður, sem óttast um
líf og fjör barnsins síns ...“
Ég játa, að ég skammaðist
mín, þegajvhann sagði þetta,
svo að ég svaraði engu.
En hann hélt áfram, þótt hon-
um hefði sinnazt við mig:
„Næst gerði hún tilraun til
að komast úr hverfinu strax —
tafarlaust. En það var enginn
leikur. íbúðir voru ekki á hverju
strái í Reykjavík frekar en nú,
og maðurinn hennar var enginn
milljónari. Hann var duglegur
maður, en hann gat ekki svindl-
að undan skatti neinum fúlgum
til að gera einhver „trikk“, þeg-
ar á þurfti að halda. Þegar hún
sagði við hann, að hún vildi
fara og sagði honum ástæðuna
— því að hún hafði ekki sagt
honum frá ótta sínum áður —
þá sagði hann: „Við sjáum til!“
Síðan hafði hann ekki hafzt
neitt að, því að hann var einn
af þeim mönnum, sem töldu
draurcm yitleysu og hann var
orðinn hræddur um, að konan
væri eitthvað farin að bilast.
Það hafði ekki farið fram hjá
honum, að hún hafði verið ein-
kennileg síðustu vikur og mán-
uði, en hann hafði ekki leitt
hugann að því. En þegar hún
sagði honum frá draumunum
og ótta sínum, þá var hann eig-
inglega ekki í neinum vafa ...“
Meðan sessunautur minn
hafði talað um mann þessarar
ógæfusömu konu, hafði svipur
hans breytzt. Á andlit hans
hafði færzt sársaukasvipurinn,
I sem ég hafði séð áður. Ég lét
hann afskiptalausári nokkra
stund, en svo sagði ég:
„Hvernig leysti hún þette
vandamál? Mér sýnist, að öll
sund hafi verið lokuð.“
„Eitt var eftir,“ svaraði mað-
urinn. „Hún ákvað, að hún
skyldi sjálf koma í veg fyrir
það, að barnið yrði fyrir slysi.
Hún sagði við sjálfa sig, að það
stæði engum nær en henni, að
koma í veg fyrir, að draumur-
inn rættist, úr því að forlögin
vildu ekki veita henni neitt lið
— væru raunverulega á móti
henni. Hún leyfði barninu að
vera úti, en hún var úti með
því sjálf öllum stundum ....
Fyrst fylgdi hún því eftir
hvert fótmál, en svo þreyttist
hún á því, og þá tók hún það
ráð, að hún flutti stól út á
tröppurnar á húsinu og sat þar.
Hún breytti matmálstímum
heimilisins þannig, að aðalmál-
tíðin var á kvöldin, og það var
raunar ágætt fyrir manninn, af
því að hann vann í fjarlægum
bæjarhluta og átti erfitt með
að komast heim í mat. Hún gat
þá smurt brauðsneiðar fyrir
hann og drenginn strax um
fótaferðartíma, og svo gat húrt
setið úti á tröppunum allan dag-
inn, til að fylgjast með drengn-
um .... Jú, hún sat þar, hvern-
ig sem viðraði, ef drengurinn
gat á annað borð farið út, og
ef hann hljóp eitthvað frá, þá
kallaði hún óðar í hann, svo
að hann fór í rauninni aldrei
úr augsýn hennar . .. . “
Þegar hér var komið, var allt
í einu ekki til setu boðið. Ég
var búinn að fá ósvikinn áhuga
fyrir sögu mannsins, og hirti
ekki um það, sem gerðist í bið-
stofunni. Ég tók þess vegna
varla eftir því, þegar læknir-
inn kom allt í einu fram til að
bjóða næsta manni inn, og ein-
hverjir bentu á mig: Þarna
væri maðurinn, sem væri næst-
ur.
Ég varð undrandi og sagði:
„En þessar konur — og maður-
inn þarna — sem voru hér fyrir
þegar ég -kom — eiga þau ekki
að vera á undan mér?“
„Við ætlum að hitta augn-
lækninn, sem hefur sömu bið-
stofu,“ svaraði ein kvennanna
þá, og var bersýnilega enginn
annar á undan mér. Það var
því satt, þótt ég vissi það ekki,
að það voru ekki alltof marg-
ir, sem þurftu að hitta sama
lækni og ég þenna dag.
En þannig lauk viðræðum
mínum við sessunaut minn. Það
skiptir engu, hvernig fundur
minn við lækninn fór, en þegar
ég fór aftur fram í biðstofuna,
var sessunautur minn far-
inn að ræða við annan mann,
er hafði tyllt sér í sæti mitt,
og ég heyrði ekki betur en að
þegar hafði verið drepið á
drauma.
Ég gat ekki numið staðar og
spurt þá, um hvað þeir væru
að tala, eða hvernig sögu mál-
kunningja míns hefði lokið. Ég
fór því mína leið, og þótt ég
velti þessu nokkuð fyrir mér,
þá leið þetta mér fljótt úr
minni.
Svo var það einu sinni, þeg-
ar ég var á gangi niðri í bæ
á miðju sumri — ég var í sum-
arfríi, en fer aldrei langt við
slík tækifæri — að ég rakst á
fjölfróðan kunningja, lögreglu-
þjón. Ég skrafa oft við hann,
þegar ég mæti honum, því að
hann veit allt um sameiginlega
kunningja, og svo sitthvað um
aðra. Við vorum einmitt að bera
sáman bækur okkar um ýmis-
legt, þegar ég sá sessunaut
minn úr biðstofunni.
Hann skálmaði eftir götunni
og hver maður, sem framhjá
fór, hlaut að veita honum at-
hygli. Mér flaug þá allt í einu
í hug að spyrja kunningja minn
hvort hann bæri kennsl á hann.
Ég benti honum á manninn og
sagði síðan:
„Ég hef einu sinni tekið eft-
ir þessum manni og þótti hann
skrítinn. Getur þú sagt mér eitt-
hvað um hann — hver hann er
og þess háttar?“
Kunningi minn leit snöggvast
í áttina, sem ég benti, kinkaði
kolli, þegar hann sá manninn,
og sagði síðan við mig:
„Þessi, þekkir þú hann ekki?
Ég hélt, að allir þekktu hann
Davíð með drauminn, eins og
hann er alltaf kallaður. Viður-
nefnið hefur hann fengið af
því, að hann hefur aðeins eitt
áhugamál — að fá hvern, sem
unnt er, til að hlusta á frásögn
af einhverjum draumi ... lík-
lega einhverri vitleysu. Annars
er hann eitthvað skrítinn frá
því fyrir nokkrum árum, þegar
konan hans dó af slysförum.
Hún hafði hlaupið fyrir bíl.
Bílstjórinn bar það fyrir rétti,
að konan hefði eiginlega hlaupið
beint á bílinn, hún hefði áreið-
anlega séð til hans. Hann gat
ekki stöðvað bílirtn, af því að
konan þaut eins og æðisgengin
út á götuna og í áttina til hans.
Annars munaði víst litlu, að
þarna yrði enn meira slys, því
að barn, sem konan átti, hljóp
líka út á götuna, rétt hjá, og
þar hrasaði það og datt á ak~
brautina. Það munaði víst litlu,
að það yrði einnig undir bif-
reiðinni . .. Davíð greyið hefur
verið hálf-sturlaður síðan ..
ENDIR.
■--•-----
— Eg lánaði 2 þúsund dali:
hjá pabba svo að eg gæti lesið
lög. Fyrsta málið mitt var út.
af þessum 2 þúsund dölum.
Eiginkona húsbóndans lædd-
ist þegjandi inn í skrfstofu
hans, laumaðis aftan að honum
meðan hann sat og leit niður,
tók höndunum fyrir augu hans
og sagði: — Gettu hver það
er?
— Eg sagði þér að það værí
engin tími til flónskupara,
hrópaði hann. Skrifaður bréfin
eins og eg sagði.
•— Hann er rithöfundur. Kon-
an hans hjálpar honum með
leikritin hans. Hún brennir
þeim.
— Mamma varð að láta stúlk-
una fara af því að pabbi vildi
það ekki.
>
>
>
>
>
>
>
»
►
>
>
>
>
>
>
:
>
>
>
>
>
>
>
i
ÞÝZKIR
SKÍÐASKÓR
StærSir:
No. 36—40 kr. 317,00.
StærSir:
No. 41—46 kr. 376,00.
Einnig mjög vandaSir
tvöfalair skíSaskór.
StærSir:
No. 38—45 kr. 654,00.
VERZL. HANS PETERSEN H.F.
BANKASTRÆTI 4. — SÍMI 13213.
hefir clni á að aka í
‘Jcrd+flnytía
Mlentwtj* sterh, [nefjileij atj átltjr.
Verð alls kr. 61,500,00.
SVEINN EGILSSON II.E.
Laugavegi 105. — Sími 22466.