Vísir - 04.12.1958, Page 33

Vísir - 04.12.1958, Page 33
JÓLA'BLAÐ VÍ5IS 35" ----- ------------ ■■ ■ ■ ■ -------- ■ . ; _ . . _ ,__________________ .. hrokinn, óttinn og grimmdin, í sendur var á jólanótt úr æðri allt þetta á rætur að rekia til Iveröldum með hersveitum sömu meinsemdarinnar: hjarta- kúldans og kærleiksleysisins. Styrjöld meiri og hræðilegri en orð fá lýst verður ævinlega afleiðingin. Ef blindur leiðir blindan faila báðir í gryfju. Iiinir blindu Idiðtogar hatursins hafa svo oft leitt mannkjmið í ógæfu. að all- ir ættii að fara að kannast við ávöxtinn af starfi þeirra. Hví skyldum vér þá ekki fremur reyna leið hans, sem. 'engla til að reyna að koma viti fyrir villuráfandi jarðarbúa og opinbera þeim sannleikann æðsta um kærleika Guðs? Mundi þrátt fyrir allt nokkur treysta sér til að neita því, að Kristur er mesti friðarkonung- jinn sem fæðzt hefur á jörðu, í 'hans nafni hafa mestu liknar- jverkin verið unnin, frá honum jhefur streymt meira ljós yfir jmyrkur jarðar en. nokkrUm öðrum, sem af konu hafa verið fæddir. Hann hefur bent oss á veg- inn, og hann mun halda áfram að gera það, unz brjálæði hernaðarins linnir, vítin verða tæmd, og hann hefur dregið alla menn til sín og ummyndað þá til sinnar líkingar. Þess vegna hefur hann verið kalláður frelsari heimsins. Þess vegna höldum vér fæðingar- hátíð hans, og væntum endur- komu hans í skýjum himins með mætti og mikilii dýrð. ----•----- Vct&le(far KRðGGUR ÞÝDD SAGA Á langri siglingu kom það einu sinni fyrir að faipeg- arnir ræddu um hitt og þetta, til þess að stytta sér stund- ir; loks barst talið að því, hvor það væri víst að menr. gætu orðið allt í einu gráhærð- ir, sökum mikillar geðshrær- ingar; sumir vissu dæmi til þess en aðrir hlógu. Allt 1 einu stóð upp risavaxinn maður, sem áður hafði setið úti í horni; var ; hann ungur útlits að öðru en því, að hár hans var hvítt fyrir hærum; hann færði sig n'ær og lagði orð í belg. „Eg er lifandi dæmi þess er þér talið um mælti hann og ég skal á fám orðum segja ykkur ævintýri sem ég hef komist í. Ég er borínn og barnfæddur í Noregi; gekk þar á skóla og nam læknisfræði; síðan fór ég til Ameríku og eftir að ég hafði dvalið þar nokkurn tíma, komst ég að sem fangélsislæknir í New-York. Fangelsið var afar- stórt, og öllu heldur heilt þorp af tómum fangelsum, en ein- stakt fangahús; alls voru þar 'margir læknar, en ég var lækn- ir í þeim hlutanum sem verstu fantarnir voru innibyrgðir í. I þeim hlutanum voru meðal annars tveir ungir og hraust- legir menn sem höfð var mjög ströng gæzla á, vegna þess að þeir höfðu oft reynt að strjúka og höfðu beitt til þess ótrúlegri kænsku og ósvífni; þeir hötuðu inig vegna þess," að ég hafði orðið til þess að koma upp um þá; og að þeir bæru járn undir klæðum, og vegna þess að ég; hafði einu sinni sannað að þeir skrökvuðu, þá er þeir gerðu sér upp veiki og vildu komast á sjúkrahúsið, því þaðan var auð- veldara að komast burtu; en í stað þess að flytjast á sjúkra- húsið voru þeir settir sinn í hvorn fangaklefa, og látnir bera þunga hlekki en samt sem áður var ánnar þeirra horf- inn einn góðveðursdag, ogj skömmu síðar hvarf hinn. Hér um bil hálfum mánuði eftir að þeir struku, þurfti ég- að bregða mér bæjarleið og fór ríðandi; ég var fljótur að Ijúka erindum mínum, og reið heimleiðis gegnum þéttan eiki- skóg; ég fór hægt því ég var hrifinn af indæli náttúrunnar. Það var unaðslegt sumarkvöld og hægur vindblær hreyfði toppa hinna allaufguðu eiki- viða; en allt í einu vaknaði ég af þessum sæludraumi við það5 að ég heyrði þrusk í runnunum beggja megin við veginn. Ég. þreif til skammbyssunnar

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.