Vísir - 08.01.1977, Side 1
FENGU MILLJÓN FYRIR 100 TONN AF UNDANRENNUDUFTI:
Fá greidd sölulaun af
útflutningsbótum
Allt bendir til þess, að Bú-
vörudeildSÍSfáium hálfa millj-
ón króna i sölulaun fyrir að selja
100 lestir af undanrennudufti til
útlanda fyrir eina milljón'
króna. Þessi háu sölulaun koma
til af þvi, að þóknunin er reiknið
af margfalt hærra verði en
kaupandi vörunnar greiðir.
Sú regla gildir almennt varð-
andi landbúnaðarvörur, að
seljandinn, i þessu tilviki Bú-
vörudeild SIS, fái 2% af þvi
heildsöluverði, sem sexmanna-
nefnd kann að samþykkja, á
hverjum tima, i sölulaun án til-
lits til þess, á hvaða verði varan
er raunverulega seld.
Þegar landbúnaðarvörur eru
seldar til útlanda, fæst alltaf
lægra verð fyrir þær heldur en
hið umsamda heildsöluverð,
sem gildir hér innanlands. 1
flestum tilfellum er verðmunur-
inn greiddur með svonefndum
útflutningsbótum, sem veittar
eru úr rikissjóði. í slikum tilfell-
um fá söluaðilar 1 reynd greidd
sölulaun af útflutningsbótunum
lika.
50% af söluverði
fara i sölulaunin
I sambandi við söluna á
undanrennuduftinu, sem skýrt
var frá i VIsi i siðasta mánuði,
kom fram, að nettóverðið, sem
hinn erlendi kaupandi greiddi
fyrir vöruna, var 10 krónur á
kiló, eða ein milljón fyrir alla
sendinguna.
Skráð heildsöluverð hér -
heima er hins vegar um 270
krónur á kiló, eða um 27 milljón-
irfyrir það magn, sem selt var.
Muninn á þvi verði,
sem kaupandinn greiddi, og
heildsöluverðinu, verður að
greiða með framlagi úr verð-
jöfnunarsjóði og hugsanlega
með einhverjum útflutningsbót-
um.
Búvörudeild SÍS, sem sá um
söluna, fær þvi I reynd greidd
sölulaun ekki aðeins af hinu
eiginlega verði, heldur einnig af
verðjöfnunarframlaginu og út-
flutningsbótunum. Þess vegna
fara um 50% af nettósöluverð-
mæti vörunnar I sölulaun.
—ESJ
Útvarpsstöðvar á
Akureyri þagnaðar
FYRIRMÆLI KOMU FRA POSTI OG SIMA
Einkaútvarpsstöðvarnar sem
starfræktar hafa verið á Akur-
eyri í haust og vetur eru nú end-
anlega þagnaðar að því er virö-
ist. Þegar mest var voru starf-
andi þrjár stöðvar i einu, og út-
vörpuðu þær einkum léttri tón-
list frá þvi siðari hluta dags og
fram eftir nóttu.
Að sögn forráöamanna einnar
útvarpsstöðvarinnar, §em Visir
hafði tal af, komust forráða-
menn Pósts og sima að þvi
hverjir það voru sem að þessum
útvarpsrekstri stóðu, og voru
þeir allir boðaðir á fund hjá um-
dæmisstjóranum á Akureyri.
Var þeim þar tilkynnt, að gripið
yrði til viðeigandi aðgerða ef
rekstri hinna ólöglegu útvarps-
stöðva yrði ekki þegar i stað
hætt. Var fariö aö þessum til-
mælum, en þó mun hafa verið
útvarpað eitthvað eftir það, en
nú eru stöövarnar þó endanlega
þagnaðar.
Akureyringar verða þvi eins
og aðrir landsmenn að láta sér
nægja gamla „góða” tJtvarp
Reykjavik enn um sinn, eða á
meðan lög um einkaleyfi þeirr-
ar stofnunar eru i gildi.
—AH, Akureyri
FYRSTA NELGARBLAÐIÐ
Á ÁRINU FYLGIR í DAG
% ............... ' ' " .. H
Ofrískum konum ekki hœttara
við tannskemmdum en öðrum
Þátturinn Kostur og þjóðþrif, sem birtist á blaðsiðu 15 fjallar að þessu
sinni um tannátu, og kemur þar fram, að mataræði hefur úrslitaáhrif
varðandi tannskemmdir. Þá kemur fram, að barnshafandi konum er
ekki hættara við tannskemmdum en öðrum.
ÚTVARPS OG SJÓNVARPSDAGSKRÁ
HELGARINNAR OG NÆSTU VIKU FYLGIR
MEÐ í HANDHÆGU SÉRBLAÐI
-
Hreinn kjörinn
W
Ipróttamaður
órsins 1976
Hreinn Halldórsson er
tþróttamaður ársins 1976. — t
gær var lýst kjöri Saintaka
iþróttafréttainanna, sem nú fór
fram i 21. skipti, og I þvi kjöri nú
var „Strandamaðurinn sterki”
Hreinn Haildórsson úr KR
kjörinn með iniklum yfir-
burðum.
Alls hlaut Hreinn 79 stig af 80
mögulegum, og hefur varla
áður verið svo mikil eining um
val iþróttamanns ársins. Hreinn
vann mörg góö afrek á árinu.
Hann byrjaði á þvi að bæta
islandsmetið ikúluvarpi úr 19,46
m i I9,53m og stuttu siðar flaug
kúlan 19,97 metra. Loksins var
það 14. júli aö 20 inetra múrinn
var rofinn. Hreinn gerði sér þá
litið fyrir og varpaöi kúlunni
20,24 m og skipaði sér um leið i
hóp bestu kúluvarpara
heimsins.
Ilreinn bætti þvi islandsmetiö
i kúluvarpi á árinu um hvorki
meira cða minna en 78 cm sem
er frábært.
Alls hlutu 19 iþróttamenn at-
kvæöi i kosningunni nú, en
nánar er fjallað um kosninguna
á bls. 4 I dag.
Hreinn Halldórsson var að vonum kátur, eftir að hafa veitt við-
töku farandbikar þeim sem fylgir sæmdarheitinu „tþróttamaður
ársins”. Þessi fagri bikar var nú veittur I 21. skipti. Ljósmynd
Einar.