Vísir - 08.01.1977, Page 20
VÍSIR
Laugardagur 8. ianúar 1977
Telpa fyrir
vélhjóli
Litil telpa varð fyrir vélhjóli
á Óðinsgötu siðia dags i gær.
Telpan sem er sjö ára, hlaut
litil meiðsl.
Um hádegið i gær varð átt-
ræð kona fyrir bil á Háaleitis-
braut. Konan mun hafa verið
að fara yfir götuna á gang-
braut þegar slysið varð. Hún
viðbeinsbrotnaði.
—EA
Útvarpsráð vill
litasjónvarp
titvarpsráð hefur beint þeim
tilmælum til stjórnvalda að
keypt veröi litséndingartæki
fyrir Sjónvarpið og verði það
fjármagnað með tolltekjum af
innflutningi litsjónvarpstækja.
Sérfræðingar telja að á þessu
ári og þeim næstu verði að end-
urnýja mestan hluta tækjabún-
aðar sjónvarpsins, en vaxandi
erfiðleika gætir nú við öflun
varahluta til svart-hvitra út-
sendinga.
Otvarpsráð vekur athygli á
þvi að viðast hvar eru afnota-
gjöld af litsjónvarpstækjum
hærri en af svart-hvitum og
bendir á þann möguleika að
auknum tilkostnaði verði. mætt
með slikum hætti.
Eins og nú er málum háttað
geturSjónvarpið sent út i litþað
efni sem kemur á myndsegul-
böndum eriendis frá. Myndir
sem teknar eru hér, svo og upp-
tökur i sjónvarþssal, er hins
vegar ekki hægt aö senda út i lit-
um.
ÓT
FRYSTIHÚS INNAN S.H. j FYRRA:
1 fimm frystihúsum i Bolungar-
vik, Akureyri, Reykjavik og
tsafiröi voru fryst yfir þrjú þús-
und tonn.
<......•
tonn. Hraðfrystihús Bæjarút-
gerðar Reykjavikur framleiddi
3463 tonn, íshúsfélag Bolungar-
vikur 3.130 tonn, Ishúsfélag Is-
firðinga, 3111 tonn og Hrað-
frystihúsið Norðurtanginn á
Isafirði 3042. Það er vert að
leggja áherslu aö siðasttöldu
þrjú húsin eru öll við Isaf jaröar-
djúp.
Fleiri hús framleiddu ekki
yfir þrjú þúsund tonn af frystum
Fimm frystihús
framleiddu meira
en 3 þús. tonn
Frystu 70 þús. t. af fiski
Heildarframleiðsla frystihúsa
innan Söiumiðstöövar Hrað-
frystihúsanna á siðasta ári var
66.490 tonn. Inni i þessum tölum
er ekki fryst loöna. En ef hún er
talin með nemur heildarfryst-
ingin 70.500 tonnum, þar sem
3.945 tonn af loðnu voru fryst hjá
frystihúsum innan SH árið 1976.
Þessar upplýsingar fékk Visir
hjá Hjalta Einarssyni fram-
kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna. Sagði Hjalti
að aukning hefði orðið i fram-
leiðslu þorsks en samdráttur i
framleiöslu frysts ufsa og ýsu,
frá I fyrra.
Þaö varð útgerðarfélag
Akureyringa sem mest fram-
leiddi á siöasta ári. Losaði
framleiðsla þess fimm þúsund
fiski. En næstu hús eru Fisk-
vinnslan, Vinnslustöðin og ísfé-
lagið, öll i Vestmannaeyjum.
Þau framleiddu hvert um sig á
milli 2500 og 3000 tonn. Loðnu-
frysting er ekki inni i þessum
tölum. —EKG
Samvisku
samur
blað-
burðar-
drengur
Þorsteinn Asgeirsson er
með samviskusömustu blað-
burðarbörnum og er þá vist'
mikið sagt. Visir veitir sem
kunnugt er þeim biaðburðar-
börnum sinum verðiaun og
viðurkenningu, sem bera blöð-
in svo samviskusamlega út að
enginn þurfi að kvarta.
í desember kvartaði cnginn
yfir biaðburðinum hans Þor-
steins en hann ber út i Skafta-
hiiðinni. Fyrir það fékk hann
fimm þúsund krónur i viður-
kenningarskyni, frá VIsi.
Þorsteinn er 13 ára og hefur
borið Visi út i fjögur ár.
Hafa enga eld-
trausta búninga
— og engar teikningar af stórhýsum
í Reykjavík eru til á slökkvistöðinni
Slökkviliðið i Reykjavík á
enga eldtrausta búninga fyrir
slökkviliðsmenn sina. Súrefnis-
kútar, sem notaðir eru til reyk-
köfunar, þarf að hlaða i slökkvi-
stöðinni við öskjuhlið, þar sem
ekki er hægt að flytja hleðslu-
tæki á brunastað fyrirvara-
laust. A slökkvistöðinni eru eng-
ar teikningar af húsum i
Reykjavik, ekki einu sinni af
stórhýsum, þar sem hundruð
* manna búa.
Þetta eru nokkur þeirra atr-
iða, sem komu fram i viðtali við
Rúnar Bjarnason slökkviliðs-
stjóra i Kastljósi sjónvarpsins i
gærkvöldi.
Rúnar var þar spurður ým-
issa spurninga, sem vaknað
hafa vegna slökkvistarfsins við
háhýsið að Æsufelli 2 i Breið-
holti og brunans i Aðalstræti á
nýársnótt.
Slæm mæting á
nýársnótt
Ómar Ragnarsson, sem
spurði Rúnar, spurði hvers
vegna mætt hefði verið seint og
illa þegar bruninn varð við
Aðalstræti, en t.d. gamli stiga-
billinn hefði mætt mjög seint.
„Stigabillinn er varabill, sem
ekki er mannaður alla jafna.
Þetta var á nýársnótt og það
voru ekki eins góðar mætingar
hjá þeim, sem voru i frii, eins og
viðeigumaðvenjast. Við urðum
að koma slökkvistarfinu i gang
áður en við höfðum mann til að
sækja stigabilinn”, sagði Rún-
ar.
Aðspurður hvernig slökkvilið-
ið væri statt þegar við einhvern
alvarlegan eldsvoða, t.d. I oliu-
stöð sagði Rúnar: „Það reynist
öllum slökkviliðum erfitt að
ráða við stórelda.” —-ESJ
FLUGLEYFIÐ VAR SKYNDILEGA
AFTURKALLAÐ UM SINN
Yfirvöldf Bahrain hafa aftur-
kailað leyfi það, sem gefið var
út vegna flugs Loftleiða milli
Keflavikur og Bahrain, og er or-
sökin að þvi er virðist sú, að
Loftieiðir bjóða lægri fargjöld á
ieiðinni Bandarikin-Bahrain en
önnur flugféiög.
Flugleiðir hafa undanfarið
undirbúið áætlunarflug til
Bahrain sem framhald af flugi á
leiðinni Bandarikin-Island-Lux-
embourg, og átti að fara i fyrsta
áætlunarflugið næstkomandi
miðvikudag. Þvi hefur nú verið
frestað um óákveðinn tima.
Að sögn talsmanna Loftleiða
segir i tilkynningu frá yfirvöld-
um i Bahrain, að flugleyfið hafi
verið afturkallað um sinn vegna
þess, að málið þarfnist frekari
athugunar. Svo virðist sem við-
komandi yfirvöld hafi ekki get-
að fellt sig við þá staðreynd, að
samanlögð fargjöld Loftleiða
milli Bahrain og Bandarikjanna
< yrðu lægri en fargjöld annarra
félaga á þessum leiðum.
„Unnið er að lausn þessa máls
og þess vænst að leyfið verði
endurútgefið fljótlega,” segja
flugleiðamenn.
—ESJ.