Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 3
3 VTSIB Þriðjudagur 11. janúar 1977 Hrafn Bragason umboðsdómari: Embœttí saksóknara gaf sér ekkí tíma tíl að kanna mólið 1 yfirlýsingu som Hrafn Bragason, umboðsdómari i ávisanamálinu, hcfur sent frá scr kemur nánast frain, að em- bætti rikissaksóknara hafi ekki kynnt sór gögn þau scm Ilrafn. scndi cmbætlinu áöur en það gerði kröfu uin framhaldiö. llcf- ur llrafn boöiö embættinu alla aðstoð sina I málinu um leið og liann scndi saksóknara það aft- ur ,,svo ekkcrt fari þar lcngur milli mála”. Eins og Visir hefur skýrt frá sendi Hrafn nokkurn hluta gagnanna til saksóknara i sam- andregnu formi og óskaði eftir ákvörðun hans um hvaða stefnu málið skyldi taka. Strax eftir áramót fékk Hrafn siðan málið aftur meö kröfu um aö tiltekin atriði skuli rannsökuð nánar. Hrafn kvaðst vera búinn aö rannsaka þessi atriöi og sendi þvi málið enn til saksóknara i gærdag ásamt bréfi. Bauð fram aðstoð 1 yfirlýsingu Hrafns kemur fram, að hann sendi saksóknara það i samandregnu formi svo auðveldara væri að gera sér grein fyrir aðalatriðum. Jafn- framt var boðin fram aðstoð við heildarkönnun málsins. Siðan segir Hrafn: „Móti von minni hefur em- bætti rikissaksóknara ekki gefið sér tima til að kanna hvað gert hefur verið i málum þessum frá þvi ég tók við þeim, heldur byggir stefnumörkun sina á bréfum Seðlabanka Islands frá 9. ágúst s.l. og 3. september s.l., en bréf þessi eru framgrund- völlur málsins. Stefnumörkun rikissaksóknara varðar þvi það sem þegar hefur verið fram- kvæmt”. Siðan segir Hrafn, aö fullur einhugur riki um þessa stefnu- mörkun.en hins vegar hafimál- ið verið sent saksóknara til að takmarka mætti rannsóknina við rattnhæf úrlausnarefni þar sem komið væri að þáttaskilum. Sett voru ttpp i nokkrum liðum þau atriði sem að dómi Hrafns veröur að taka afstöðu til. 1 gær bar hann siðan málið itrekað undir embætti saksókn- ara og gerði jafnframt ákveðna valkosti um áframhaldandi rannsókn yröi hún talin nauð- synleg. Bauð Hrafn Bragason jafnframt fram alla aðstoð sina eins og áður segir. Saksóknari þögull Vísir hafði samband við Þórð Björnsson rikissaksóknara og leitaði álits hans á þeim um- mælum Hrafns, að embætti sak- sóknara hafi ekki gefið sér tima til að kvnna sér málið. Þórður Björnsson kvaðst ekki vilja tjá sig um þetta atriöi, en sagðist hafa lengiö bréf frá Hrafni um þetta mál. Hrafn Bragason sagöi i sam- tali við Visi, að embætti sak- sóknara hefði tvisvar i haust verið tilkynnt um gang málsins og þvi gefinn kostur á að fylgj- ast með þvi. Starfsmaður sak- sóknara leit þá yfir gögn, en engin frá þvi embætti fylgdist með yfirheyrslum sem fram fóru. _ SG Hlutafélag um bílaskip stofnað ó morgun: „Málið œtti þá að rúlla í alvöru" - segir formaður Bilgreinasambandsins „Stofnfundur hlutaféiags úm bilaskipiö verður haldinn á morgun og fyrsteftir það verður citthvað nýtt að frétta”, sagði Geir Þorsteinsson, formaður Bilgreinasambandsins i samtali við Visi i gær. Eins og kunnugt er hafa bila- innflytjendur unnið að þvi und- anfarið að kanna möguleika á þvi að kaupa hingað bilaflutn- ingaskip. Geir sagði að aðeins hefði verið um undirbúnings- framkvæmdir að ræða. En eftir stofnfundinn ætti þetta að fara að „rúlla i fullri alvöru” eins og hann orðaði það. Geir sagði að sú hugmynd hefði verið á dagskrá að skipið yrði keypt á svokölluðum kaup- leigusamningi. Það þýðir að skipið yrði leigt til ákveðins tima og leigan látin ganga upp i kaupverðið. Nú hefur hins vegar verið fallið frá þeirri hugmynd þar sem það hefði i för með sér aðskipið gæti ekki siglt undir is- lenskum fána. __ EKG Handtökumól hið fyrra: Rannsékn verður hraðað og lýkur í nœstu viku „Þessari rannsókn verður hraðað og nú i vikunni hefjast yfirheyrslur yfir þeim er ekki liafa koinið fyrir áður, en þar cr fyrst og fremst um að ræða þá Kristján Pétursson og Hauk Guðmundsson”, sagði Sigur- berg Guðjónsson, umboðs- dómari, I samtali við Visi. Hann var skipaður umboðs- dómari siöast-liðið vor til að rannsaka kæru sem örn Clau- sen hæstaréttarlögmaður bar fram fyrir hönd tveggja varnar- liðsmanna. Höfðu þeir Haukur og Kristján staðið að handtöku mannanna vegna smygls. Var krafist rannsóknar á handtök- unni og allri málsmeðferð i þvi sambandi. Það skal tekið fram, að máli bandarikjamannanna tveggja lauk með dómssátt og greiddu þeir sektir. Sigurberg Guðjónsson er full- trúi bæjarfógeta i Kópavogi og sagðist hann strax hafa tekið fram, að hann hefði ekki að- stöðu til að taka þetta málað sér nema þá i fritima. Sá timi hefur hins vegar reynst naumur, enda talsvert um yfirvinnu hjá fó- geta. I samtalinu við Visi sagð- ist Sigurberg vera búinn að yfir- heyra flest vitni, en sem fyrr segir koma þeir Kristján og Haukur fyrir nú i vikunni. Rannsókn málsins lýkur sennilega i næstu viku og verður það þá sent rikissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort framhaldsrannsókn skuli fara fram eða ekki. Svona til samanburðar má geta þess, að siðan handtaka Karls Guðmundssonar, bil- stjóra Guðbjarts Pálssonar, var kærð fyrir einum mánuði hafa farið fram stanslausar yfir- heyrslur og þrir menn un’nið meira og minna að þvi máli svo til eingöngu. Samkvæmt þvi mætti ætla, að ekki væri sama hver eða hverjir kæra ólöglegar handtökur, en kæra varnarliðs- mannanna var lögð fram i april 1976. — SG Kerti við Kleifarvatn Vetur konungur hefur nú ráöiö rlkjum hér á landi okkar um skeið, en á suövestanveröu landinu er yngri kynslóöin farin að sakna einkennisklæönaöar hans, þeirrar snjóblæju, sem um þetta leyti leggst yfir allt. Grýlukertin i frostinu minna okkur þó á veldi konungsins, eins og til dæmis við Kleifarvatn, þar sem Magnús Hjörleifsson tók þessa mynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.