Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 24
VfSIR Þriðjudagur 11. janúar 1977 Þorsteinn Gísloson formaður stjórnar SR Þorsteinn Gislason skip- stjóri var kjörinn formaöur stjórnar Sildarverksm iöja rikisins á fyrsta fundi nýkjör- innar stjórnar siöastliöinn laugardag. Tekur Þorsteinn viö starfinu af Sveini Bene- diktssyni sem um áratuga- skeiö hefur gegnt þvi af rögg- semi og dugnaöi. Sveinn lætur nú af störfum fyrir aldurssak- ir. A fundi stjórnarinnar var Jón Kjartansson forstjóri kos- inn varaformaður. Þeir Jón og Þorsteinn eru báðir kjörnir af Alþingi og með þeim Einar Ingvarsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Björg- vin Jónsson útgerðarmaður og Hannes Baldvinsson Siglu- firði. Guðfinnur Einarsson forstjóri situr i stjórninni af hálfu LÍO og Ingólfur Stefáns- son frá sjómannasamtökun- um. —EKG Of lítið bensín Bflaþjófar voru aögangs- haröir viö bila af gerðinni Ford Cortina um siðustu helgi. Þrem hflum af þessari gerö var stoliö I Reykjavik og Ilafnarfirði, en aöeins tveir þeirra hafa fundist aftur. Billinn sem ófundinn er var tekinn traustataki i Hafnar- firði aðfaranótt laugardags- ins. Er það brún Cortina af ár- gerðinni 1970 og er númer hennar G-1547. Biður lögregl- an i Hafnarfirði þá sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið um þessa bifreið að láta i sér heyra. Óðrum bil af sömu gerð var stolið i Hafnarfirði um helg- ina, en hann fannst aftur skömmu siðar. Þá hvarf Cort- ina frá húsi i Reykjavik um helgina. Fannst hún á Reykja- nesbraut og bilþjófurinn svo skömmu siðar. Þar var um að ræða sjó- mann, sem þurfti að komast til skips i Keflavik og ákvaö að veröa sér út um ódýrt far. En hann gleymdi að athuga bensinbirgðirnar á bilnum og komst þvi ekki nema hálfa leið. —klp vill keppa aftur hér ó landi Miklar likur eru taldar á aö skákeinvigi Boris Spasskys og tékkans Hort fari fram hér á landi. Það var Hort sem var upphafsmaðurinn aö þvi aö Skáksamband tslands bauðst til aö halda áskorendaeinvigi. ■■ Nú hefur Spassky sagt að honum liki vel staðarvalið og sé mjög áhugasamur um að keppa á Islandi. Er þvi beðið eftir endanlegu svari frá Hort, sem er væntanlegt einhvern næstu daga. —óT. KRÖFLUVÉLAR f GANG I APRÍL — Geta framleitt 35 megavött en gufa til fyrir 10 „Hugmyndin er að vélarnar veröi aflprófaöar seinni hluta mars og gangi allt vel eiga þær aö byrja aö framlciða rafmagn I kring um 1. april", sagöi Einar Tjörvi, yfirverkfræðingur Kröflunefndar er Visir spuröi hann hvernig gengi að koma afl- vélum Kröfluvirkjunar fyrir. Aflvélarnar verða settar upp i tveimur áföngum. Fyrri áfangi á að geta framleitt mest 35 megavött og sá seinni jafnmik- iö. Núna er aðeins unnið við fyrri áfanga, að sögn Einars, nema það sem sameiginlegt er af tækjum fyrir báða áfangana. „Það hefur gengið vel með niðursetninguna og rafmagns- vinnuna”, sagði Einar. Ekki hefur gengið jafnvel með gufu- tengingar, þar sem afgreiðsla á tækjum hefur dregist. Verktak- ar hafa starfað eins og til var ætlast. Þessi töf á afgreiðslu kemur til með að tefja nokkuö framkvæmdina. Eins og fyrr segir getur fyrri vélasamstæða Kröfluvirkjunar framleitt 35 megavött. Einar Tjörvi sagði hins vegar að sam- kvæmt upplýsingum sem þeir hefðu frá Orkustofnun væri hægt að búast við 10 megavatta gufu til að knýja vélarnar.EKG Vestmannaeyingar héldu álfadans á dögunum þar sem tröll og alls kyns forynjur léku lausum hala. Þaö var iþróttaféiagiö Týr sem stóö fyrir þessum fagnaöi en Guömundur Sigfússon tók þessa mynd á hátíðinni. Sendibíllinn fundinn? Að undanförnu hefur sam- starfsliö rannsóknarlögreglunn- ar, sem vinnur að rannsókn Geir- finnsmáisins verið aö athuga ým- if verkstæði sem sjá um bila- sprautun til aö kanna hvort hægt sé aö hafa upp á hinum marg- umtaiaöa sendibil, sem á aö hafa veriö notaöur til Keflavikurfarar- ihnar. A laugardaginn var skoðaði hluti starfshópsins, sendibil á verkstæði lögreglunnar við Siðu- múla. Var bill þessi tekinn á laugardaginn og farið með hann á verkstæðið, þar sem hann var grandskoðaður undir stjórn þýska rannsóknarlögreglu- mannsins Karls Schutz. Var með- al annars kannað hvort einhverj- ar leifar af málningu væri að finna undir núverandi málningu á bilnum, sem er af gerðinni Benz og er á isafjarðanúmeri. Stofnun ylrœktarvers komin undir niðurfellingu tolla REKSTRARKOSTNAÐUR OG FJÁRFESTING HEFUR AUKIST UM 50 PRÓSENT Gert róð fyrir meiri afkðstum en annars staðar þekkjast Frá þvi aö lokaáætlun um yl- ræktarver leit dagsins ljós og þar til nú hefur árlegur rekstr- arkostnaöur við veriö aukist um 50 prósent. Sömuleiöis hefur innlend fjárfesting hækkaö um nálega 50 prósent. Kom þetta i ljós er aðilar er störfuöu á veg- um undirbúningsféiags i Reykjavik að stofnun ylræktar- vers athuguöu hagkvæmni stofnunar og reksturs sliks fyr- irtækis. Það eru fyrirtækin Flugleiðir, Heim ilistæki, Kassagerð Reykjavikur og Skeljungur auk Reykjavikurborgar sem að fyr- irtækinu standa. Hörður Sigurgestsson sem meðal annars hefur starfað i þessu máli af hálfu Flugleiða sagði i samtali við Visi aö athugun þessi væri mjög viðtæk Kæmi I ljós að ýmsir hlutir breyttustþegar farið væri ofan I saumana á þeim. Til dæmis kæmi i ljós að greiðsluáætlun væri ekki jákvæð. Þar með væri þó ekki sagt að fyrirtækiö væri útilokað. Komið undir tollum „En fyrirtækið stendur og fellur með þvi hvort tollar og innflutningsgjöld fást eftirgefin þetta er vonlaust án þess”, sagði hann. — Enn er ekki ljóst hvort svo verði og hlaut það mál ekki afgreiðslu áður en fjárlög voru samþykkt. Sérstaka heim- ild i fjárlögum mun þurfa til að gefa eftir tolla og aðflutnings- gjöld. Að sögn Harðar er nú rætt um nýjan möguleika við að koma græðlingunum sem yrðu ræktaðir i ylræktarveri, á markað. Ef það tekst yrðu þeir fluttir út án róta. I Hollandi yrðu þeir ræktaðir frekar þannig að rótin kæmi og slðan seldir þaö- an. Þetta mál er þó enn ekki full- ljóst þar sem ýmiss konar skatta- og tollaatriöi eiga enn eftir að koma i ljós. Upphaflega var hugmyndin að reisa 36 þúsund fermetra yl- ræktarver. Aö sögn Harðar er nú farið að ræða um ylræktar- ver á 10 þúsund fermetra svæði. Loks má þess geta að unnið er að vissum athugunum i Hvera- gerði með lýsingu krýsanti- móma. Það er sú tegund sem hugmyndin var að rækta i yl- ræktarverinu. Er áætlað að fyrstu niðurstöðurnar af þess- um athugunum verði tilbúnar i febrúar. Óvenjuleg afköst Vfsir hefur aflað sér upplýs- inga um að afköst þau sem gert sé ráð fyrir séu með eindæmum mikil. Sé reiknað með að þau verði 2549 græðlingar á hvern fermetra en til samanburðar eru afköst gróðurhúss, Smal- bjergen I Noregi, sem oft er tek- ið til samanburðar, 1857 græðl- ingar á fermetra. Mestu afköst sem vitað sé til um séu 2080 græðlingar á fermetra. Þá munu aðilar þeir sem athugað hafa hagkvæmni yl- ræktarversins ennfremur álita að byggingarlag þess standist ekki. I hugmyndum var ráð fyr- ir þvi gert að þau þyldu 12 vin- stig. En eins og kunnugt er fer vindstyrkur vel yfir það i snörp- ustu hviöum hér á landi. Loks munu ýmsir sem athug- að hafa hagkvæmni ylræktar- versins telja aö ekki hafi enn verið athugað nægilega hvort hollenska tilboöið sé það hag- kvæmasta sem völ sé á. Hefur meðal annars verið bent á. að ekki sé neitt fullrannsakað hvort islenskir aðilar geti ekki framleitt ýmislegt af þvi sem með þurfi til ylræktarversins, en lokaskýrslan gerir ráð fyrir að hollendingar framleiði. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.