Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 11. janúar 1977
trism
l Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Frakkar tvístíga með
skœruliðaforingjann
Frönsk yfirvöld eru sögð
biða og vona, að Vestur-
Þýskaland krefjist fram-
sals á Abu Daoud,
pa lestinuskæru liða f oring j-
anum, sem talinn er hafa
skipulagt árásina á
ólympiuþorpið í Munchen
1972.
Líklegast mundu frakk-
ar þá fremur framselja
þjóðverjum manninn, en
israel, sem einnig hefur
krafist þess að fá hann
framseldan.
Frakkar, sem standa i miklum
viðskiptasamböndum við araba-
löndin, hafa komist i mikla klipu
með Daoud. Treystast þeir naum-
ast til þess að framselja hann
tsrael fyrir aröbum. Stöðugur
straumur sendiherra og dipló-
mata arabarikjanna hefur legið
til utanrikisráðuneytisins franska
undanfarna daga til að mótmla
handtöku Daouds.
Daoud var eftirlýstur af al-
þjóðalögreglunni, Interpol, grun-
aður um að hafa lagt á ráðin um
árásina á iþróttamennina i
Munchen 1972. Hann var með
falskt vegabréf, staddur i Paris
til að vera við útför eins af fulltrú-
um PLO, sem myrtur var þar i
borg.
1 Bæjaralandi hóf fylkisstjórnin
i morgun umræður um hvort
æskja ætti þess af sambands-
stjórninni i Bonn, að hún hlutaðist
til um að Daoud yrði framseldur i
Þýskalandi. — Daoud hefur ekki
verið eftirlýstur i V-Þýskalandi,
þvi að v-þýsk yfirvöld hafa ekki i
höndum sannanir fyrir þvi, að
hann hafi staðið að árás hryðju-
verkamannanna i Munchen —
eftir þvi sem embættismenn i
Bæjaralandi segja.
Bonnstjórninni mun sem yfir-
völdum annarra landa vera um
og ó, að taka Daoud til vörslu.
Hafa þjóðverjar mátt þola flug-
rán og gislatökur arabiskra
hryðjuverkamanna vegna félaga
„svarta semtember”-samtak-
anna, sem setið hafa i þýskum
fangelsum. Kviða menn þvi, aö
félagar Daouds mundu reyna
slikt al'tur, ef hann væri i þýsku
fangelsi. Þeir hafa áður brugðið
þvi tvivegis fyrir sér (taka sendi-
ráðsins Saudi-Arabiu i Paris og
morðin á diplómötunum i Kharto-
um til þess að ná Daoud úr fang-
elsi.
Á meðan hefur Israel krafist
framsals Daouds og fyrir israels-
þingi liggja nú tillögur um að
reyna að hraða uppfyllingu þeirra
formsatriða, sem því fylgja.
Abu Daoud skæruliðaforingi
sést hér á gamalli fréttamynd
með Chou En-lai, fyrrum for-
sætisráöherra Klna, en myndin
var tekin i heimsókn þess fyrr-
nefnda þangað.
Móla-
ferlum
bítl-
anna
lokið
Löngum málaferlum
milli Apple Corporation,
hljómplötufyrirtækis
Bitlanna og fyrrverandi
framkvæmdastjóra
þeirra, Alan Klein frá
Bandarik junum og
ABKCO, fyrirtækis hans,
er nú lokið með sátt.
ABKCO skýrir frá þvi, að
Apple muni greiða fimm millj-
ónir dollara og kröfur sem
liggja fyrir dómstólum bæði i
Englandi og i Bandarikjunum
verða látnir falla niður.
I tilkynningu frá fyrirtækinu
segir, að samkomulag hefði
náðst milli fyrirtækjanna (Yoko
Ono, eiginkona Lennons, skrif-
aði einnig undir) og deilu þeirra
væri nú lokiö.
Klein haföi höfðað mál á
hendur Bitlunum og fyrirtæki
þeirra og gert kröfu til ógold-
inna framkvæmdastjóralauna,
hlutdeildar i gróða af hljómplöt-
um og sömuleiöis á endur-
greiðslu útlagös kostnaðar. —
Um leið höfðuðu Bitlarnir mál á
hendur Klein.
Fannfergi í Boston
Krakkarnir I Boslon hafa vel kunnaö aö meta þann gest, sem sest
hefur aö hjá þeim, þótt gatnamálayfirvöld hafi veriö minna hrifin,
vegna þeirra útgjalda, sem snjómoksturinn veldur þeim. Um heig-
ina snjóaöi svo á Nýja Englandi aö vföa kom til vandræöa i sam-
göngum.
WATERGATE HAFÐI
HÆTTULEG ÁHRIF
— segir dr. Henry Kissinger utanríkisráðherra
Dr. Henry Kissinger, ut-
"anríkisráðherra Banda-
rikjanna, sagði í gær, að
friðarhorfur í Austurlönd-
um nær væru nú til muna
betri en fyrir nokkrum ár-
um.
A fundi blaðamannafélagsins i
Washington flutti ráðherrann
ræðu, þar sem hann leit um öxl
yfir farinn veg þessi átta ár, sem
hann hefur verið ráðgjafi banda-
rikjaforseta i öryggismálum og
utanrikisráðherra.
Sagði Kissinger, að þessi átta
ár hefðu verið timi grundvallar-
breytinga. Tvö stærstu mál þess
tima taldi hann vera Vietnam-
striðið og Watergatemálið.
Hann sagði, að Watergatemál-
ið, þar sem hneykslið knúði Nixon
forseta til þess að láta af embætti,
hefði haft hin háskalegustu áhrif
á alþjóðavettvangi, þar sem
hvarvetna hefði verið grafið und-
an valdi stjórnhafa.
FJOLDAHANDTOKUR
ANDÓFSMANNA í
TÉKKÓSLÓVAKÍU
Tékkneska öryggislög-
reglan hefur handtekið
fyrrverandi utanrikisráð-
herra landsins og tvö leik-
ritaskáld, sem sýnt hafa af
sér andstöðu við stjórn-
völd.
Frést hefur, að fleiri hafi verið
handteknir i allsherjaraðgerð,
þar sem lögreglan gerði húsrann-
sókn hjá andófsmönnum meðal
menntafólks i gær. En af opin-
berri hálfu hefur verið þagað um
þessar aðgerðir.
Handtökurnar bera að eftir að
nýmynduð samtök, sem kalla sig
„stjórnréttindaskrá ’77” og beita
sér fyrir auknum mannréttind-
um, sendu frá sér tvær pólitiskar
yfirlýsingar á tæpri viku.
Meðal þeirra, sem handteknir
hafa verið, eru Jiri Hajek, fyrrum
utanrikisráðherra, Vaclav Havel,
leikritahöfundur, rithöfundurinn,
Ludvik Vaculik og leikritaskáldið
Pavel Kohout.
Pavel Kohout hringdi i frétta-
stofu Reuters i Vin i gær og sagði i
simanum: „Lögreglan, eða öllu
heldur öryggisverðir, standa
hérna fyrir utan ibúðina mina, en
ég hef ekki hleypt þeim inn.” —
Sagði hann frá handtöku hinna.
Nokkrum klukkustundum siðar
var hann sjálfur handtekinn.
Kúbanskir njósn-
ararí Kanada
Kanandastjórn hefur um að verða á brott úr
skipaðfimm kúbumönn
Hvert njósnamáliö hefur rekiö
annaö núna i skammdeginu, og
á meðan kanadamenn visa kú-
bönskum njósnurum úr landi,
eru v-þjóöverjar aö uppiýsa
njósnamál, og i New Jersey hef-
ur sovéskur innflytjandi,
Rogalsky, (sem sést á myndinni
ijárnum) veriö dreginn fyrir
rétt vegna njósna.
iandinu eftir að upp
komst um njósnahring,
þar sem kúbumenn i
skjóli diplómatiskrar
friðhelgi stunduðu
njósnir.
Meðal þeirra, sem visað hef-
ur verið úr landi eru þrir dipló-
matar. — Siðasti diplómatinn,
sem kanadamenn visuðu úr
landi fyrir njósnir, var sovéski
hernaðarráðunauturinn, Vlad-
imir Vassiliv, núna i siöasta
mánuði.
Kinverskum diplómat var
visað úr Kanada fyrir tveim ár-
um, er hann notaði Kanada til
þess að koma peningagreiðslum
til skæruliða á Filippseyjum.
Þessi tilkynning um brott-
vikningu kúbumanna úr landi,
sem kanadisk yfirvöld hafa ekki
skýrt nánar, kemur i kjölfar
fullyrðinga ródesiumanna um
að kúbönsku ræðismannsskrif-
stofurnar i Montreal væru not-
aðar til þess að skóla kúbu-
njósnara til þess aö njósna siöar
um Ródesiu.