Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 7
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
WWÆyM/.
Wæmm
■ .. .
Wrnim
■sM-mmii
mMiM,
lilil
11
Fyrsta œfing hjá Liv
■2
Þaö er leikstjorinn Jose Quintero. sem þarna
fagnar leikkonunni frægu Liv Ullman. Myndin var
tekin fyrir nokkrum dögum þegar Liv kom á fyrstu
æfingu leikritsins ,,Anna Christie" eftir Eugene
O'Neill. Leikritið verður frumsýnt i New York i
apríl. Þess má geta í leiðinni að Liv Ullman hefur
nú nýlega verið tvívegis kjörin besta leikkonan
fyrir leik sinn í „Augliti til auglitis", en myndin var
sýnd hér i sjónvarpinu fyrir skömmu.
Hvað er að sjá?
.v
Það er ekki beinlínis hægt að segja að „Hugsuður-
inn" líti virðulega út þarna. Einhver hrekkjalómur-
inn hefur sett skringilegan hatt á höfuð honum, þar
sem hann situr i mestu makindum fyrir utan Lista-
safnið í Detroit. Það voru nemendur úr nærliggj
andi háskóla sem áttu hugmyndina að þessu og
framkvæmdi fljótlega. Reyndar er það ekki hattur
sem prýðir höfuð hugsuðarins, heldur vegakeila.
DOMARI MA
ÉG AÐEINS
SKREPPA
ÚTAF....?
umferðarmerki?
Nýtt umferfiarmerki? Nei, ekki eru þeir enn farnir afi gera þau
svona. En þetta skilti og reyndar fleiri er aö finna i Sviss. Þar
hefur það verið tekiö i notkun viö aimenningssalerni, og er þetta
einskonar hvatning til almennings um „hrein torg.fögur borg”.
VISIR Þriðjudagur 11. janúar 1977
Á skákmótinu mikla i Notting-
ham 1936 átti Capablanca að
tefla við pólska stórmeistarann,
dr. Tartakower i 1. umferð. Rétt
áður en umferðin hófst, bárust
keppendum mótsins þær sorgar-
fréttir, að ferja sú er Tartakower
var væntanlegur með, hefði lent i
fárviðri nóttina áður og farist
með allri áhöfn. Svona rétt til að
framfylgja formsatriðum setti
skákstjórinn klukku Tartakowers
i gang, á meðan Capablanca sat i
þungum þönkum og lét hugann
reika. Hann hafði fyrst teflt gegn
Tartakower á skákmóti i London
1922, og eftir það höfðu þeir oft
mæst við skákborðið. Framan af
hafði Capablanca oftast borið
hærri hlut, en undanfarið hafði
doktorinn haldið sinu, og ekki
tapað fyrir kúbumanninum siðan
1928á mótinu i Bad Kissingen. Já,
og ekki ynni Capablanca fleiri
skákir af blessuðum doktornum
framar. En hvað var nú þetta?
Eftir að klukka Tartakowers
hafði gengið i 20 minútur varð
uppi fótur og fit meðal áhorfenda.
Lágvaxinn snaggaralegur maður
ruddi sér braut allt inn á hið af-
girta svæði keppendanna, tók
ser sæti gegn Capablanca og lét
drottningarpeðinu fram um tvo
reiti. Hér var kominn Tartakower
„sálugi” sem eftir fréttum að
dæma átti að liggja niðri á hafs-
botni. Það hafði hinsvegar orðið
doktornum til lifs að hann hafði
breytt áætlun sinni á siðustu
stundu ogfengið sér annað fley og
annað föruneyti. Capablanca var
skiljanlega ekki i neinu baráttu-
skapi eftir það sem á undan var
gengið, og flýtti sér að bjóða jafn-
tefli eftir örfáa leiki. Það var ein-
mitt gegn Tartakower sem Capa-
balanca vann einn sinn allra
fallegustu tafllok.
Hvítur leikur og vinnur.
•
± ±
x £ ±
.. ±
É
& &
Hvitt: Capablanca Svart: Tartakower New York 1924 1. Bxf5 gxf5
2. Kg3!! Hxc3 +
3. Kh4 Hf3
4. g6 Hxf4+
5. Kg5 He4
6. Kf6 Kg8
7. Hg7+ Kh8
8. Hxc7 og hvitur vann auðveld-
lega.
ESIASAC
4LLA RÚTS
Bílar til sölu
Dodge jeppi árg. 75
Citroén Ami 75,
Saab 75
Mazda 929 76,
Ford Comet 74
Dodge Dart 73,
Bronco 73-74
Range Rover 72-74
Chevrolet Nova 74,
Cortina 1600 73-76,
Mercedes Benz
dísel 73
Bílasala Alla Rúts
Sími 28255.