Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 10
10 VISIR Ctgefandi: Hcykjaprcnt hf. Framkvæmdastjdri: DavlA Gu&mundsson Hitstjórar: l'orstcinn Pálsson ábm. ólafur Hagnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta : Guömundur Pétursson. Um- sjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrímsson. Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. t'tlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ölafsson. Ljós- myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar-.Hverfisgata 44.Slmar lltibO, Hbbii Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Afgreiftsla : Hverfisgata 44. Slmi H66II Verft I lausasölu kr. 60 cintakift. Ritstjón:Síftumúla 14.Slmi 86611. 7llnur Prentun: Klaftaprent hí. Akureyri.Slmi 96-19806 Þeir reikna sér sölulaun á útflutningsbæturnar Menn hafa lengi þrætt um málefni landbúnaðarins. Landbúnaðarframleiðslan hefur sennilega sætt meiri gagnrýni en önnur atvinnustarfsemi í landinu. Engum heilvita manni hefur þó komið til hugar, að við gætum verið án þessarar atvinnugreinar. Á hinn bóginn er Ijóst, að þar má finna brotalamir eins og hinar miklu útflutningsbætur sýna glögglega. Nærri mun láta að tvö þúsund milljónum króna sé varið til uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir. Hér er um mikla f jármuni að ræða og eðlilegt er, að mönn- um standi ekki á sama um slíkar meðgjafir til er- lendra aðila. En þessu verður að sjálfsögðu ekki breytt án umfangsmikillar endurskipulagningar. Á hinn bóginn er athyglisvert að gefa því gaum, hvernig sölu á landbúnaðarvörum til útlanda er hátt- að. Vfsir upplýsti í því sambandi í lok síðustu viku, að sú regla hefur gilt gagnvart söluaðilum, að þeir hafa ekki einvörðungu fengið greidd sölulaun af söluand- virðmu, heldur einnig af verðjöfnúnarsjóðsgreiðslum og útf lutningsbótum. Sambandið seldi þannig fyrir skömmu úr landi undanrennuduftá 10 kr. hvert kfló, en skráð heildsölu- verð er 270 krónur. Spurning hlýtur að vera, hversu langt er unnt að ganga í slíkum meðgjöfum. En hitt er ekki siður vert eftirtektar, að Sambandið fær rúmlega helming af söluandvirðinu í sölulaun. Þessi regla leiðir til þess, að útflutningsaðilunum stendur nákvæmlega á sama um á hvaða verði þeir selja vöruna erlendis. Þeir fá sin sölulaun reiknuð af útf lutningsuppbótunum og geta því gefið útlendingum eins og þeim sýnist án þess að tapa. Þessi háttur er ekki aðeins andstæður öllum við- skiptavenjum, heldur er hann ósiðlegur og skaðar málstað landbúnaðarins, sem sannarlega á i vök að verjast. Andvaraleysi Embættismannavaldið hefur á mörgum undanförn- um árum smám saman verið að draga úr áhrifavaldi Alþingis. Þingmenn hafa verið heldur andvaralausir um þessi efni bæði í stórum málum sem smáum. Nefna má sem dæmi hér um, að f járveitinganefnd Alþingis hefur aldrei fengið eðlilega starfsaðstöðu. Þessi nefnd þingsins ætti þó öðrum fremur að hafa sérfræðinga i sinni þjónustu. Og segja má með nokkr- um sanni, að hún geti ekki unnið sjálfstætt að fjár- lagagerð án sérmenntaðra starfsmanna. Fyrir skömmu var ráðin nokkur bót á þessu vanda- máli. Fjárveitinganefnd fékk náðarsamlegast starfs- mann. En Alþingi kom þar hvergi nærri og hann er ekki starfsmaður þeirrar stofnunar. Starfsmaður fjárveitingarnefndar er ráðuneytisstarfsmaður og lýtur þar af leiðandi embættislegu húsbóndavaldi. Sjálfsagter þessi nýi háttur til bóta fyrir fjárveit- inganefnd. En furðulegt er, að alþingismenn skuli láta embættismannavaldið misbjóða sér svo stórlega sem þetta einfalda dæmi sýnir. Að réttu lagi á Alþingi sjálft að ráða sérfræðinga til starfa fyrir fjárveit- inganefnd og þeir eiga að hafa sjálfstæða stöðu gagn- vart ráðuneytunum. Hér er um grundvallaratriði að ræða. En ekki er að „sjá, að einn einasti þingmaður haf i gert athugasemdir við þessa ráðstöfun. Þetta er ekki stórvægilegt mál, en það sýnir hvert stefnir. I sjálfu sér er engu líkara en þingmenn geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þess, að Alþingi haldi sjálfstæði sinu gagnvart embættis- mannavaldinu. Þriðjudagur 11. jánúar 1977 vism Sömu sjónarmið róða og hjó eitur- lyfjasölunum Nýtt ár gekk i garð með hækk- un á áfengi og tóbaki til þess að vega upp á móti kauphækkun opinberra starfsmanna. Drop- inn af sæmilegu brennivlni kost- ar um 70 aura, og fá menn þvi tiu dropa fyrir sama verð og flaskan kostaði, þegar brenni- vin voru leyfð að nýju 1934. Verðlagning á áfengi er löngu hætt að miðast við að sporna gegn óhóflegri áfengisneyslu, — þvert á móti ráða sömu sjónar- mið og hjá eiturlyfjasölum, — ■þó er mér sagt, að þeir leggi vægar á. En hér er við ramman reip að draga. Tekjur rikissjóðs af á- fengisversluninni eru orðnar slikar, að rikisstjórnin er raun- verulega mesti alkóhólisti landsins. Veldur lögbrotum NU vil ég ekki gerast sérstak- ur talsmaður þess, aö áfengi sé selt á vægu verði. Afengi á aö vera svo dýrt, að menn teíji þaö til munaðar. Hins vegar á verð- ið að vera innan þeirra skyn- samlegu marka, að menn leiti ekki annarra og ódýrari leiða til þess að útvega sér það. Það er mikill misskilningur, að verðlag hafi áhrif á eftirspurn eftir á- fengi. „Afengi er alltaf sinna peninga virði”, sagði Albert Engström. A ég hér einkum við smygl og bruggun. Aukið smygl Aukin samvinna tollyfirvalda á Vesturlöndum hefur valdið þvi, að ekki er með góðu móti hægt að fá tollfrjálst áfengi i höfnum nema austantjalds og vera viss um aö ekki sé tilkynnt um áfengið til íslenskra tollyfir- valda. Samt sem áður er verð á áfengi hér á landi slikt, að það er mikill gróðavegur að kaupa áfengi i búð t.d. i Hollandi og selja hér lægra verði en sama flaska kostar úr Rikinu. Gróðinn er slikur, að á hverju ári kemst upp um smygl, jafn- vel um samtök farmanna til að smygla og selja áfengi. Ahættan sem fylgir smyglinu er gifurleg. Skipafélögin visa viðkomandi mönnum úr starfi, ef upp kemst. Nöfn þeirra eru nánast birt með þvi aö sagt er frá þvi á hvaða skipi þeir voru og hvaða stöðum þeir gegndu. Og þess utan eru þeir dæmdir i óheyrilegar refsingar, sem eru fjarri öllum venjulegum refsi- sjónarmiðum. Það segir sig þvi sjálft, að á- góði þessara manna hlýtur aö vera mikill, ef vel tekst til, fyrst svo er lagt undir. Þó kaupa þeir nú orðið áfengið á dýrara verði en ATVR og selja ódýrara. Og almenningur lika Þess verður ekki vart að al- menningur telji smygl til af- brota, sem réttlæti svo þungar refsingar, sem dæmdar eru. Og aldrei heyrist um að óbreyttur borgari kæri til tollyfirvalda, ef hann verður var við smyglað á- fengi á sama hátt og hann gerði t.d. um innbrot, þar sem refs- ingar eru þó vægari. Þvert á móti gerast margir lögbrjótar, þegar þeir eiga þess kost aö kaupa smyglað vin, — eða ganga i lið með smyglurum með þvi að reyna að skjóta pela fram hjá tollvörðum. Þetta gera menn, þrátt fyrir hættu á sekt- um og jafnvel dómi, fyrir utan ^"TíaralduT^íöndal^ l skrifar: j V ' '"t það að brjóta lög, sem hlýtur að vera venjulegum heiðarlegum manni visst áhyggjuefni. Eg hygg, að hófleg álagning, t.d. svipuð áiagning og hjá smyglara, yrði til þess að þessi lögbrot hins almenna borgara hyrfu úr sögunni. Svo er lagt i ölgerð er orðin hjáverk hjá mörgum fjölskyldum, og raunar vingerð lika. Menn gera sér berjavin og rabbarbaravin. Allt er þetta ólöglegt athæfi, sem varðar þungum refsingum, sem vitanlega eru ekki i neinu sam- ræmi við eðli brotsins. Fyrir nokkrum árum var ekki mikið um vin- eða ölgerð. 1 dag erþessi fristunda- og sparsemd- ariðnaður svo algengur, að öl- gerðarefni fást i öllum stór- verslunum og flestum apótek- um. Vitanlega eru ákvæði laga uppfyllt af hálfu seljanda með þvi að tilkynna vendilega, að ekki meigi setja meiri sykur en nægi til að búa til drykk með minna en 2 1/4% alkóhóls. Slævir réttarvindund — Ég hef hér bent á, að óhóflegt verðá áfengi verður beinlinis til þess, að menn reyna að útvega sér áfengieftir öðrum leiöum, — og þessar leiðir eru refsiverðar skv. lögunum eins og snæris- kaup hjá röngum kaupmanni fyrr á tið. Almenn þátttaka i bruggi og nánast vinsemd við smyglara sýnir hins vegar, að almenningur litur þessi brot ekki alvarlegum augum, — tekur jafnvelþátti þeim sjálfur. Hins vegar slævir þetta réttar- vitund manna og getur þannig til langframa gert menn mót- tækilegri til þátttöku i öðrum og alvarlegri afbrotum. Samkeppnin við hassið Afengi hefur verið eini vímu- gjafinn, sem islendingar hafa notað fram á siðustu ár, — að pilluætur fóru að sjást. Það vandamál er utan þessar- argreinar. Kannabisefni hafa á siðustu árum orðið nokkuð al- geng neysluvara meðal ákveö- ins hluta fólks, einkanlega ung- linga. Það þarf ekki aö taka fram, aöbannað er að selja unglingum áfengi, þótt yfirvöld hafi ekki meiri áhuga á að framfylgja þvi banni en svo, að leggja varð niöur hátiðahöld i miðbænum vegna drykkjuláta þessara sömu unglinga. Svo auðvelt er þeim að komast yfir hinn for- boðna drykk. Ahugi unglinga á vimugjöf- um, sem áður var svo til ein- göngu áfengi hefur nú beinstað hassi og liggja til þess nokkrar ástæður, sem ég tel rétt að vekja athygli á. óhagstætt verð Menn verða að hafa i huga, að meðal unglinga er sú kenning útbreidd, að kannabisefni séu hættulaus og ekki ávanabind- andi eins og áfengi. Rök heil- brigðisyfirvalda um hið gagn- stæða og sorgleg dæmi hafa ekki kveðið niður þessa kenningu. Margir unglingar gera þess vegna . engan greinarmun á neyslu áfengis og kannabis. Þeir segja hins vegar: Við höfum aðgang að bæði á- fengi og hassi. Hvort tveggja gerist eftir ólöglegum leiðum. Það, að okkur sé refsilaust að neyta áfengis skiptir okkur ekki máli, — fyrirhöfnin er i raun sú sama. Hins vegar er áfengi mun dýr- ara en hass. Við getum fengiö nægilegan kvöldskammt af hassi fyrir brot þess verös, sem áfengi kostar, — jafnvel þótt það sé smyglað. Og þar sem við erum þeirrar skoðunar, að hass sé álika hættulegt og áfengi, ef nokkuð er, — þvi eigum við þá ekki að spara okkur fé og reyk ja hass?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.