Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 11.01.1977, Blaðsíða 5
Nýr bíll vann 1. kappakstur ársins Jody Scheckter frá Suður- Afriku sigraði i Argentinukapp- akstri heimsmeistarakeppninn- ar um helgina, þar sem flest átrúnaðargoð kappaksturs- manna heltust úr lestinni, áður en komið varð i mark. „Það var kraftaverki h'kast með nýsmiðaðan bil, nýja á- höfn”, sagði Scheckter, sem ók Wolf-Ford i þessari fyrstu keppni, sem sá bill tekur þátt i. Liklegri garpar — eins og James Hunt frá Bretlandi, nú- verandi heimsmeistari, eða Niki Lauda frá Austurriki, fyrr- verandi heimsmeistari luku ekki keppni. Scheckter var tiundi, þegar byrjað var, en vann sig áfram, og komst loks fram Ur Carlos Pace frá Braziliu á siðustu hringjum. Pace kom annar i mark á Brabhambil sinum. — Meðalhraði Scheckters mældist 189,43 km/klst. 1 35. hring virtist Pace örugg- ur með sigur, þegar hann fór fram úr John Watson frá Ir- landi. En Scheckter var 43 sekúndum á undan Pace i mark. Þriðji var svo Carlos Reutmann frá Argentinu i Ferrari. — Um tima var Reutmann heilum hring (6 km) á eftir fremstu mönnum, en dró mikið á undir lokin. Watson, sem leiddi keppnina um hrið, varð fyrir vélarbilun i 41. hring og féll úr keppni. t 32. hring var heimsmeistar- inn sjálfur, James Hunt, i for- ystu, en McLaren-billhans slóst utan i grindverk i vandasamri beygju, fór út af og var ekki til frekari keppni fær. — ,,Ég veit ekki, hvað skeði. Ég veit ekki einu sinni, hvort það var ég eða billinn, sem brást”, sagði Hunt. Fyrrihluta keppninnar var Niki Lauda þriðji fremsti bill, en i 11. hring tók vélin i Ferrari- bilnum að nötra svo að hann dróst aftur úr og varð að lokum að hætta keppni i 21. hring. Emerson Fittipaldi, fyrrum heimsmeistari (frá Braziliu), ók Copersugarbil sinum f jórði i mark, og Mario Andreotti (Bandarikjunum), varð fimmti á Lotus, varabifreið, sem hann greip til, þegar aðalbillinn skemmdist á brautaræfingu. Sexhjóla Elf-Tyrrell-bilarnir féllu báður úr keppni. Ronnie Peterson frá Sviþjóð lenti út af brautinni á sinum i 29. hring. Frakkinn Patrick Depailler lenti i rafmagnsvandræðum með sinn. Eigandi sigurbilsins, Wolf- Ford, er kanadiskur oliukóngur, fæddur i Austurriki. Walter Wolf fékk áhuga fyrir kapp- akstri og ákvað i fyrra að láta smiða eigin bil. Það verk annað- ist bretinn Harvey Postleth- waite, og kostaði gripurinn 40.000 sterlingspund. Hvert verður nýmœlið í stjórn Corters? Jimmy Carter sagði að eng- inn forseti Bandarikjanna mundi jafnvel undir það em- bætti búinn og hann þegar hann leysir Jerry Ford af hólmi. Má vera að rétt verði. Að minnsta kosti hefur ekki verið lát á fréttum af viðræðum hans við hina og þessa vitringa á flestum sviðum til þess að fræða hann um ástand mála, allt frá þvi að hann sigraði i forseta- kosningunum. Siðustu vikurnar hefur hann verið önnum kafinn við manna- val i ýmis lykilembætti stjórnar sinnar og hafa störf núverandi forseta og núverandi banda- rikjastjórnar alveg horfið i skuggann af fréttum um, hverja Carterhefur valið til þess aðtaka þeirra sæti. Carter hefur nú lokið þvi mikla verki, sem var að velja sér samstarfsmenn i ráðherra- stóla. Þar á ofan hefur hann set- ið með þeim á fundum til að ræða möguleikana á að efna kosningaloforð sin um skatta- lækkanir, sparnað i hernaðar- útgjöldum, efnahagsaðstoð við þurfandi stórborgir Bandarikj- anna, aðgerðir til atvinnusköp- unar og fleira og fleira. Eftir biður þó mikið verk, sem er ráðning manna i nær 300 minni- háttarembætti, og svo ráðning sjálfs starfsliðsins i Hvita hús- inu. Nánustu samstarfsmenn for- setans i skrifstofum hans I Hvita húsinu setja sinn svip á stjórn- ' timabil hans, engu siður en ráð- herrarnir i rikisstjórninni. (Mönnum er ekki úr minni, hvern blæ Haldeman og Erlich- mann settu á Nixontlmann). Carter boðaði breyttan tima með komu sinni til Hvita húss- ins. Hann hamraði á þvi i kosn- ingabaráttunni, að hann kæmi utan frá, en ekki gegnsýrður af skriffinnsku Washingtonborgar, og lofaði kjósendum nýjum mönnum i embættin. Þegar hér er komið undir- búningi hans fyrir stjórnar- skiptin, eru það þó flest gamal- kunn andlit, er hann hefur kynnt sem væntanlega ráðamenn. Menn, sem gegndu trúnaðar- störfum I stjórnartið Johnson, jafnvel Kennedys. Það bregður fyrir meira aö segja andlitum úr stjórn Nixons og Fords,. Slikir menn eru Theodor Sör- ensen, sem var ræðuskrifari Kennedys og ráðgjafi. Eða James Schlesinger, fyrrum varnarmálaráðherra Nbcons og Fords, sem á að verða orku- málaráðherra Carters. Enn sem komið er, hefur ekki bólaö á þvi „splunkunýja”, sem einkenna skal stjórn Cart- ers.Enda hefurmenn grunað að hannmundi kannske geyma sér það til siðast að kynna nýmæl- in. Upp úr áramótunum komst á kreik sá kvittur um , hvert væri nýja trompið, sem Carter ætlar að slá fram. Að visu einungis getgátur, sem sýnast samt lik- legar, þegar litið er yfir undir- búningsstarf Carters allar götur aftur til þess aðhann haföihlotið útnefningu Demókrataflokksins til framboðs i forsetakosningun- um. — Menn halda að þetta tromp verði varaforsetinn,. Walter Mondale. Það er nefni- lega hald manna að Carter ætli að láta Mondale gegna embætti starfsmannast jóra Hvita hússins jafnhliða störfum vara- forseta. Störf varaforseta Bandarikj- anna hafa um áratuga bil ein- skorðast við stjórn funda i öld- ungadeild Bandarikjaþings. Af og til ferðalög sem sérlegir er- indrekar leiðtoga bandarisku þjóðarinnar til fundar við aðra leiðtoga. Ef ekki væri fyrir stöku fréttamyndir af þeim við hlið forsetanum i mannfagnaði, hefðu þeir gleymst nema á kosningaárum, þegar forseti, sem ieitarendurkjörs, en er um leið bundinn af stjórnarsýslu verðurað reiða sig á erindrekst- urs varaforsetans, þar sem hann getur sjálfur ekki verið á tveim stöðum i einu. Fyrir kosningarnar lýsti Carter þvi yfir og áréttaði margsinnis, að hann ætlaði Mondale meiri hlut i sinni rikis- stjórn en fyrirrennarar hans höfðu. Það sama hafa hinsvegar nær öll forsetaefni sagt i sömu sporum. En Carter hefur leitast við að standa við þessa heit- strengingu. Ekki aðeins i kosn- ingabaráttunni, þegar fram- bjóðendurnir þurftu að bera saman bækur sinar um stefnu- yfirlýsingar og kosningaloforð, heldur og á eftir á i undirbún- ingsstarfinu fyrir stjórnarskipt- in. Mondale hefur tekið virkan þátt i að velja menn til embætta og verið einna áhrifarikastur samherja og ráðgjafa Carters við mannavalið. Carter hefur sagt, að eftir stjórnarskiptin muni Mondale fá skrifstofur i Hvita húsinu. Fyrri forsetar höfðu varafor- seta sina i hæfilegri fjarlægð i skrifstofum handan götunnar, eða i þinghöllinni. Staðsetning varaforsetans i Hvita húsinu kemur til með að auðvelda hon- um mjög að ná eyra forsetans, sem skiptir miklu. 1 tið Nixons forseta báru þingmenn og ráð- herrar sig mjög undan þvi, hve erfiðir Haldemann og Erlich- mann reyndust þeim við að út- vega áheyrn hjá forsetanum. Voru þessir ráðgjafar áhrifa- mestu menn Bandarikjanna þegar frá var tekinn forsetinn sjálfur, og jafnvel áhrifameiri en ráðherrarnir. 1 samkeppni þeirra Henry Kissingers og James Schlesinger um áhrifin á Ford forseta naut Kissinger þess, að hann hafði frá skrif- stofu sinni i Hvita húsinu greið- ari aðgang að Ford, og Schles- inger var um það er lauk vikið úr embætti varnarmálaráð- herra. Starfsmannastjóri forsetans er innan sjón- og heyrnarmáls við æðsta mann þjóðarinnar alla daga. Sem slikur mundi Mond- ale njóta meiri áhrifa en nokkur fyrirrennari hans. A fyrsta fundi sinum eftir ára- mót með væntanlegri rikis- stjórn sinni er sagt, að Carter hafi látið þau orð falla, sem komið hafa þessum orðskvitt á stað og hefur hann fengið slikan byr undir vængina, að menn draga litt i efa sannleiksgildi hans. Timinn leiðir það i ljós. En komi það á daginn er fyrir- sjáanleg sú breyting á stjórn Carters frá stjórnum annarra Bandarikjaforseta, að i staðinn fyrir að utanrikisráðherrar þeirra hafa verið mest áberandi menn stjórna þeirra, verður það varaforseti Carters.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.