Vísir - 11.01.1977, Page 1

Vísir - 11.01.1977, Page 1
Þriðjudagur 11. janúar 1977 9. tbl. 67. árg. Sjálfsiætt vandad HVERS VEGNA FLÝJA IÐNFYRIRTÆKI HÖFUÐBORGINA? Gatnagerðargjöld vegna einnar lóðar Hversvegna flytja iðnfyrirtæki frá Reykjavik til nágrannasveit- arfélaga, þegar þau þurfa að byggja yfir starfsemi sína? Ein meginástæðan er sú, að í höfuðborginni verða fyrirtækin að greiða strax öll gatnagerðagjöld fyrir það hús, sem má reisa á þeirri lóð, sem þau fá, að sögn Davíðs Sch. Thorsteinssonar, formanns Félags 32 milljónir isl. iðnrekenda, sem nefndi dæmi um, að á sl. hausti hefði iðnfyrir- tæki þurft að greiða 32 milljónir í gatnagerðargjöld í Reykjavík. I sumum nágrannasveitarfélögum má hins vegar greiða þessi gjöld eftir því sem byggt er á lóðinni. Viðtalið við Davið er á blaðsiðu 11. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ! Þetta leikfélagsfólk var mætt snemma niður f gamla Iðnó, enda stendur þar mikið til. Hið sfunga og vinsæla leikhús á 80ára afmæli idagog hefur á þeim árum stigið mörg brautryðjendasporin. Afmælisins verður minnst á veglegan hátt meðsýningu á verki Shakespeare, Mackbeth. Afmælis- hátfðin hlýtur að verða um leið nokkur baráttuhátfð þvl að eins og allir vita stendur Leikfélag Reykjavlkur i ströngu við að byggja Borgarleikhús. Leikararnir voru ekki mættir I morgun þegar Jens ljósmyndari VIsis tók þessa mynd. Þeirra blða mikil átök i kvöid. En Ragnar Hólmarsson forstöðumaður smlðaverkstæðis, Guðbjörg Jónsdóttir gjaldkeri, Vigdls Finnbogadóttir og Tómas Zoega framkvæmdastjóri voru Iprýðilegu afmælisskapi á sviði Mackbeths. —EKG. HEFUR EMBÆTTI SAKSÓKNARA EKKI TÍMA FYRIR ÁVÍSANAMÁLIÐ? i yfirlýsingu frá Hrafni Bragasyni umboðsdómara kemur fram, aö hann telúr embætti rikissaksóknara ekki hafa gefið sér tima til að kynna sér málavöxtu. Hann hefur þvi enn á ný sent málið til saksóknara og býður jafnframt aðstoð sina svo ekkert fari nú ‘lengur milli mála. — Sjá bls. 3. L ____________________4 RANNSOKN HANDTÖKUMALSINS: ,,Þaö er vel hugsanlegt að önnur sakbending fari fram i þessu máli. Þær yfirheyrslur sem nú fara fram eru I fram- haldi lögreglurannsóknarinnar, en það virðist ætla að teygjast úr þessu máli”, sagði Steingrímur Gautur umboðs- dómari I handtökumálinu I sam- tali við Vísi. Tvö ný vitni voru yfirheyrð i Reykjavik á laugardag og siðar sama dag var Haukur Guð- mundsson yfiheyrður i Keflavik til samprófunar. Taldi Stein- grimur ekki óliklegt að fram- burður þessara vitna yrði til að þoka málinu áleiðis, en kvað ó- liklegt að rannsókn lyki i þess- ari viku. 1 einu dagblaðanna i morgun er haft eftir Steingrimi Gauti, að rannsóknin beindist nú að þvi að sanna sest Hauks Guðmundssonar. 1 samtalinu við Visi sagði umbóðsdómarinn að þetta væri alrangt. Haukur hefði stjórnað handtökunni og sin rannsókn beindist að þvi að ganga úr skugga um sekt hans eða sakleysi, en á lagamáli væri hann nefndur sökunautur. En að reynt væri fyrst og fremst að sanna hugsanlega sekt væri al- rangt. Samkvæmt upplýsingum sem Visir hefur aflað sér eru vitnin tvö sem komu fyrir á laugardag lögreglumaður i Reykjavik og eiginkona hans. Haukur mun hafa komið á heimili mannsins og ætlað að hafa tal af honum, en þá var aðeins eiginkonan heima. Fékk Haukur þá lánaðan sima og hringdi til mannsins. Þá hafa samtals 26 vitni komið fyrir hjá Steingrimi Gauti og hefur hann siðan reynt að fá heildarmynd af málinu sam- kvæmt framburði þeirra. Þegar Visir hafði samband við Hauk Guðmundsson i morg- un kvaðst hann alltaf hafa litið á sig sem grunaðan mann i þessu máli, enda hefði hann stjórnað handtökunni. Eftir sakbendinguna á dögunum þar sem eiginkona hans og þrjár systur voru meðal hugsanlegra huldumeyja kvaðst Haukur hins vegar hafa ákveðið að fá lög- fræðing sér til ráðuneytis. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. — SG „ARABAVERÐ Á ÚT FLUTNINGIOKKAR" Ef oliufurstunum í Arabaríkjunum dettur í hug ai hækka olíuverðið um 10%, lækkar í reynd verðið i þeim vörum, sem við f lytjum út til Sovétrikjanna unr 10%, segir Svarthöfði í grein sinni á bls. 2. ' Annað handtökumál vaknar til lífsins Vegna mikilla blaðaskrifa um handtöku á bílstjóra Guðbjarts Pálssonar og hans sjálfs, svo og rannsókn á henni, hefur annað handtökumál horfið í skuggann. • En nú er hafin af fullum krafti rannsókn vegna kæru tveggja varnarliðsmanna á hendur þeim Kristjáni Péturssyni og Hauki Guðmundssyni. Sú kæra var bor- in fram vegna handtöku varnarliðsmanna og er meira en hálft ár síðan kæran kom fram. Nú hefur fullur kraftur verið settur í rannsókn þessa handtökumáls einnig og þeir Kristján og Hauk- ur verða yfirheyrðir i vikunni — í fyrsta sinn! — Sjá bls. 3. ..

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.