Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 3
VISJLR Þriöjudagur 25. janúar 1977 3 Norska kapalskipiö viö Hringkersgarö. Strengurinn er kominn i land. Ljósmyndir Guömundur Sigfússon. Hitaveita Akureyrar stofnuð: GJALDSKRÁIN ENN EKKI FULLÁKVEÐIN A fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar i síðustu viku var form- lega gengiö frá stofnun Hita- veitu Akureyrar. Veröur Hita- veitan rekin sem sjálfstæö stofnun, en undir yfirstjórn bæjarstjórnar, eins og önnur fyrirtæki bæjarstjórnar. Bæjarstjórn mun skipa fram- kvæmdastjóra, sem og aðra starfsmenn hitaveitunnar, en stjórnin verður kosin af bæjar- stjórn. Ekki hefur enn verið gengið frá gjaldskrá hitaveitunnar, en það mál kom til fyrstu umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriöju- daginn var. eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Samkvæmt tillögu sem þar var lögð fram, er gert ráð fyrir að heimtaugargjald verði kr. 150 þúsund krónur, auk 165 kr. gjalds fyrir hvern rúmmetra. Ekki er gert ráö fyrir að inn- heimt verði sérstakt heim- taugargjald fyrir hverja ibúð i fjölbýlishúsum, heldur verði þar aðeins reiknaö eitt heim- taugargjald, auk fyrrnefnds gjalds fyrir hvern rúmmetra. Hugsanlegt er þó að bæjarstjórn jafni gjaldinu eitthvað niður. Ollum eigendum fasteigna við þær götur sem hitaveituæð verður lögð um, verður gert aö skyldu að taka bæði vatn til húshitunar og heitt kranavatn, en þó mun vera heimild til aö veita undanþágu frá þessu ákvæði. —AH— Akureyri. Margar stœrstu loðnu- brœðslurnar ó Aust- fjðrðum rafmagnslausar Flestir austfirðingar búa við naumt skammtaða raforku Margar stærstu loönuverk- smiöjur landsins eru nú stopp vegna rafmagnsleysis á Austur- landi. Afkastageta þeirra er um 2000 tonn á sólarhring. Um helg- ina hefur veriö mokveiöi og tug- ir báta á leiö til lands meö afla. — ,,En viö þykjumst góöir ef þaö er hægt aö landa úr þeim”, sagöi Jafet Ólafsson, starfsmaö- ur Loönunefndar. i samtali viö Vísi I gær. Erling Garðar Jónsson raf- magnsveitustjóri á Austurlandi, sagði er Visir ræddi við hann að á þvi svæði sem rafmagnsleysi er núna byggju um 7.200 manns, eða um 2/3 austfirðinga. að gera við linuna, þar sem hún liggur mjög hátt. Hlýviöri er 1 byggð en um frostmark er ofar dregur og taldi Erling Garðar linuna hafa isast mikiö. Bæði var reynt að fara upp á snjó- sleðum og gangandi en hvort tveggja urðu menn að hætta við. Snjóflóð féll á lfnuna milli Egilsstaða og Eskifjarðar, aö talið er. Sú lina er aðallina fyrir Norðfjörð, Eskifjörð og Reyðar- fjörð sem nú eru rafmagns- lausir. Ennfremur er þetta stofnlina fyrir Fáskrúðsfjörð. Röð bilana Hann sagði að vandræðaá- standið i rafmagnsmálum væri vegna seriu bilana er átt heföu sér stað nú um helgina. Fyrst bilaði bein lina til Mjóafjarðar á föstudagskvöldiö. Siðar sama kvöld bilaði vélasamstæöa á Seyðisfirði. Lina Reyðarf jarðar og Fáskrúðsfjaröar slitnaöi niður klukkan 10.30 á sunnudags- morgun. A undan höfðu þó verið stöðugar truflanir, þar sem lin- ur höfðu slegist saman.Erfitt er Frá Fljótsdalshéraði til Álftafjarðar Erling Garðar sagði að svæöið frá Fljótdalshéraði og suður um til Alftafjarðar væri rafmagns- laust. Rafmagn er hins vegar fyrir hendi á nyrðri hluta Austfjarða. Vopnafirði og Raufarhöfn. Þessir staðir eru tengdir viö aðrar linur. Raufarhöfn hefur þó átt við mikla erfiðleika að striða undanfarið. Diselvél sem þar var i gangi bilaöi. Af þess- um sökum hlaust af slikt vandræðaástand aö meðan landað var úr loönubátum, voru vinnsluafköst loðnubræðslunnar aðeinsum 350 tonn á sólarhring. Venjuleg afköst eru um 600 tonn. Astæðan var sú að hið litla rafmagn sem til var nægði að- eins fyrir annað I einu. Ný disel- vél mun núnú hafa leyst vanda Raufarhafnar. A Djúpavogi, Stöðvarfirði og Breiðdalsvik er einnig brætt. Sömuleiðis Seyðisfiröi. Fá þyrlu frá Gæslunni Erling Garðar Jónsson sagöi að hlákan hefði valdið mönnum erfiðleikum við viðgerðir. Um mikil vatnasvæði væri að fara sem reynast erfið við þessar að- stæður. Landhelgisgæslan hefur boðið fram þyrlu sina og bjóst Erling við þvi að hún kæmi í dag, ef af yrði. Allar tiltækar vélar eru nú keyrðar á útopnuðu en ekki er nægilegt diselafl til svo að nægi. Menn búa við mjög stranga skömmtun. Hugsanlegt er aö reynt verði að koma einhverjum loðnuverksmiðjum I gang, en verði það gert bitnar það óhjá- kvæmilega á hinum almenna orkunotanda. —EKG „Þröngt mega sáttir sitja” segir I gömlum málshætti og það á vel viö aö taka þannig tii oröa um þessa mynd. Margir viröast þarna hafa ætiaösér aö feröast f litlum bil og endar meö þvf aö einn er hálfur úti. Myndina tók Loftur í miöborg Reykjavfkur. ÉpWfffiiWiÍiÍIIBMHMBiliMÍBaMBBBHBBÍttMMBBBilBMBBBMMMBBMMBiMMMi 1 1 '2* i afslœtti, t.d. borðstofuskápa og borð, sófaborð og fleira. sS? ^ Notið þetta einstœða tœkifœri TrésmiAinn víáiir hf Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir: Seljum nœstu daga gallaðar vörur með miklum m M þetta og gerið góð kaup. Trésmiðjan Víðir hf. Laugavegi 166, sími 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.