Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 5
5 Hagsmunir ofar öfíu ogmeðþað slapp Abu! ,,Þetta er okkar nýja, endurbætta þjóbartákn!” Reiðialdan ViðbrögBin voru meiri, en nokkurn hefði getað órað fyrir, og vissulega miklu meiri en þeim svartsýnasta i frönsku rikisstjórninni hafði grunað, áður en A1 Fatah-skæruliðafor- ingjanum, Abu Daoud, var sleppt. Dögum saman nudduðu skop- teiknarar helstu blaða heims andliti Frakklands upp úr dára- bleki sinu, meðan leiðarar endurspegluðu vanþóknun ritStjórnanna. ,,I hugleysi, mannvonsku og kaldhæðni hefur rikisstjórn Frakklands veifað uppgjafar- fánanum framan I oliukaup- menn og Mirageþotukaupend- ur,” skrifaði hið annars dag- farsprúða óháða dagblað „Ma ’ariv” i ísrael, þar sem almenn- ingur fylltist ofsabræði og efndi til mótmælaaðgerða fyrir fram- an franska sendiráðið i Tel Aviv.. I Bonn, þar sem yfirvöld höfðu látið i ljós vilja sinn til þess að fá hryðjuverkaforingj- ann framseldan, létu menn sér hins vegar nægja að lýsa yfir „hryggð” sinni vegna þessara málaloka og hnýttu i Frakkland fyrir að leggja ekki lið „barátt- unni gegn hryðjuverkum”. — Washington tjáði „undrun sina og áhyggjur”. Jafnvel frönsku blöðin fengu sjálf ekki orða bundist, og öku sér undir alheimsálitinu. Dag- blaðið ,,Le Monde” i Paris sagði Ileiðara sinum: „Þegar máður hefur lögreglu, sem hlýöir ekki fyrirmælum, dómarakerfi, sem lætur skipa sérfyrir verkum, og rikisstjórn, sem frammi fyrir alheimsálitinu gerir sig bera að þvi að eltast við hentistefnu- sjónarmið, þá fær maður út úr þvi einn allsherjar ógæfu- graut.” Þessi einkunn blaðsins á hentistefnukaupmangi frönsku stjómarinnar rifjar upp um- mæli John F. Kennedys banda- rikjaforseta, sem einhvern tima i gremju yfir kaldrana frakka i garð bandarikjastjórnar, sagði: „Frakkland á ekki vini — aðeins hagsmuni!” Hagsmunirnir Frönsku stjórninni til vor- kunnar verður að benda á, aö hún seldi sig dýrt. Það voru geipilegir hagsmunir annars vegar, sem hún setti ofar al- menningsálitinu, þegar hún kaus að ofbjóða siðgæðisvitund manna með þvi að sleppa einum af morðingjunum frá Munchen. Fyrir dyrum þá stóð heim- sókn Giscard d’Estaings frakk- landsforseta til Saudi Arabiu, sem hann vonaðist til að gæti orðið stórt skref i átt til þess að treysta sambönd frakka og araba. Margra milljarða við- skipti frakka við araba, fjár- festingar og útflutningur, eru undir þvi komin, að þau sam- bönd endist. Arabar höfðu ekki talað neinni tæpitungu um, hvernig þeir mundu lita á það, ef frakkar framseldu Abu Daoud Vestur-Þýskalandi eða Israel. Frakklandsforseti hefði ekki þurft að gera sér neinar vonir um árangur slikrar heim- sóknar og þvi alveg eins getað aflýst henni. Þar við bætist hversu háöir frakkar eru Austurlöndum nær um oliu, en þeir fá um 90% sinnar oliu frá aröbum. Þótt sagan sýni, að ekki þarf að frýja frökkum áræðis, þá er mannlegt að þeim hrjósi hugur við þeirri holskeflu hryðju- verka, sem þeir hefðu kallað yfirfrönsk fyrirtæki og stofnan- ir, þar sem þau eru dreifð um viða veröld. Flugfélög, verk- smiðjur, sendiráð hefðu öll orðiö i augum ofstækisfullra hryðju- verkamanna araba réttmæt skotmörk. Lifi þeirra manna, sem i þeim skotmörkum stafa, French connection kallar skoptoiknarinn þessa mynd sfna, og þeir, sem séð hafa samnefnda kvikmynd, sem fjallar um viðkomu eitur- lyfja I Frakklandi á leið þeirra frá Austurlöndum til fikniefnasjúk- linga á Vesturlöndum, átta sig á samhenginu. hefði þar með verið stofnað i stöðuga hættu. — Það er mun léttara þeim, sem fjarri standa, að dæma um slikar ákvarðanir, en hinum, sem vandara er um, að taka þær. Franska rikisstjórnin taldi auðsýnilega Abu Daoud ekki þessa alls virði. Hver er Abu Daoud? Raunarheitirhannréttu nafni Mohammed Daoud Mohammed Auba, fæddur I Siluan, útborg Jórsala, fyrir 39 árum. Aldraðir foreldrar hans búa þar ennþá. Abu Daoud er dulnefni, sem hann tók sér innan skæruliða- hreyfingar palestinuaraba „A1 Fatah”. 1 hana gekk hann upp úr 1965, en hafði fram til þess kenn’t stærðfræði og eðlisfræði I menntaskóla. Sjálfur þakkar hann sér stofn- un leyniþjónustudeildar „Fatah”, sem gengur undir nafninu „E1 Rash”, en það mundiþýða „gát”. Grundvöllur hennar mun hafa verið lagður um 1968. Abu Daoud er sagður hafa verið einn aðalskipuleggjandinn i undirbúningi Fatah fyrir borg- arastyrjöldina i Jórdaniu 1970, þegar skæruliðum palestinu- araba misheppnaðist að hrifsa völdin I landinu úr höndum Husseins konungs. Daoud særð- ist i einhverjum fyrstu bardög- unum og lá þvi i sárúm á sjúkrahúsi i Damaskus það sem eftir var átakanna. Hann hefur viða komið fram fyrirhönd þjóðfrelsishreyfingar palestinuaraba (PLO), en það er stjórnmálahreyfing, sem Fatah stofnaði til að skáka fram fyrir skæruliðastarfsemina. — Daoud var I sendinefndum sem fóru til Kina, Noröur-Kóreu og fleiri landa. Afrekaskrá Abu Lesendur minnast þess sjálf- sagt af fréttum, að Abu Daoud var sagður skipuleggjandi árás- arinnar á ólympiuþorpið i Munchen, sem lauk með falli ellefu Iþróttamanna frá Israels, þýsks lögregluvarðar og arab- iskra skæruliða. — Timaritið Newsweek heldur þvi fram, að þetta sé ekki rétt, þvi að „heið- urinn” af þeirri árásaráætlun eigi Ali Hassan Salameh, annar foringi i hryðjuverkasamtökum Fatah. Blaðið segir þó, að Abu Daoud hafi svo sem átt ærinn þátt i Munchenárásinni samt. Hann hafi undirbúið aðgerðirn- ar með þvi að fara i þorpið og kynna sér staðhætti, útbúa vegabréf handa morðingjunum, sem opnuðu þeim leið inn i ibúð- ir iþróttamannanna, og smygl- að vopnum þeirra fyrir þá inn I þorpið. Abu Daoud hefur afrekað fleira á þessu sviði. Tveim árum siðar var hann tekinn fastur á- samt sautján félögum úr „svarta september”, morð- ingjasveitinni, sem fræg er orð- in af flugránum, tökum sendi- ráöa og gisla og moröum á diplómötum og öðru saklaus fólki. Það voru yfirvöldin i Amman, sem höföu hendur i hári þessa hóps, og ákærðu hann fyrir enn eitt samsæri gegn jórdaniukonungi. — Palestinu- skæruliöar gengu berserksgang til þess að reyna að losa Abu Daoud úr prísundinni. Gerðar voru tilraunir til flugrána og töku sendiráða. Ráðist var meira að segja á sendiráö eins arabarikjanna, nefnilega Saudi Arabiu-sendiráðið i Khartoum, Lauk þeirri árás með þvi, að þrir diplómatar, tveir banda- rikjamenn og einn belgiumaður voru teknir af lifi með köldu blóði. Hryðjuverkamaður Það er sagt, að leyniþjónusta Jórdaniu hafi þvingaö töluverð- ar upplýsingar upp úr Abu Daoud um félaga hans og Fatah. Sömu sögur herma, að israelar hafi fljótlega komist yfir þessar upplýsingar siðan, og hafi þær auðveldað böðuls- sveitum þeirra að fyrirkoma hryðjuverkaforingjum pale- stinuaraba. Alla vega komst Abu Daoud I ónáð um hrið fyrir að ljósta þvi upp, að yfirstjórnandi „svarta september” morðingjanna væri enginn annar en Yasser Arafat sjálfur, leiðtogi PLO, sem þá var I óða önn að máta dipló- mataskikkjuna ogkunniþvi illa, að grillti i blóðflekkaðan hryðjuverkabúninginn innan undir. Eftir að jórdanir slepptu Abu Daoud 1973 settist hann að með konu sinni og sex börnum i Damaskus og hafði sig ekkert I frammii leyniaðgerðum Fatah, eftir þvi sem best er vitað. Hon- um voru falin verkefni á dipló- matasviðinu og kom fram sem sendifulltrúi PLO. Þess erindis kom hann til Parísar fyrir jarð- arför Mahmoud Saleh bóksala og fyrrum talsmanns PLO, sem skotinn var til bana fyrir fram- an bókaverslun sina i araba- hverfi Parisar 3. janúar. Flókið tafl Þótt Abu kæmi þannig á yfirborðinu séð friðsamlegra erinda til Parisar, þótti honum aUur varinn góður og ferðaðist undir fölsku nafni. — Hvernig franska leyniþjónustan varð þess áskynja, hver maðurinn var, eða hvi hún handtók hann án þess að ráðfæra sig við æðst- ráðendur landsins (sem hefðu komið sér hjá klipunni með þvi einfaldlega að loka augunum og láta manninn afskiptalausan) hafa menn ýmsar hugmyndir um. Menn geta sér til, aö Mossad, leyniþjónusta ísraels, hafi fylgst með þvi, þegar Abu Daoud sté i flugvélina i Beirut, og gert frönsku leyniþjónust- unni viövart. Kvisast hefur, að sú deild frönsku leyniþjónust- unnar, sem einkennd er með skammstöfununni DST, sé ekki alls kostar sátt við vinskap d’Estaings forseta og stjórnar hans við arabalöndin. Var leyni- þjónustan að reyna að bregða fæti fyrirstefnu forsetans gagn- vart arabarikjunum með þvi að koma frakklandsstjórn i þessa óþægilegu aðstöðu? Svar viö þvi fæst sennilega seint.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.