Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 17
VISTR Þriöjudagur 25. janúar 1977 17 SKATASTARF félagsvera W wff Ká fttnlrpnHiir í hc»in minu Viðtal við Nínu Hjaltadóttur, framkvœmd astjóra Landsmóts, '77 1 hverju felst það aö vera framkvæmdastjóri Landsmóts ’77? „Það felst i því aö sjá um verklega framkvæmd á þvi sem nefndirnar þurfa aö láta gera.” Hvenær hófst undirbúningur- inn? „Hann hófst í byrjun árs ’76. Má því finna fólk I mótsstjórn, fjármálanefnd, gestgjafanefnd (móttaka erlendra skáta) P.R. nefnd (útbreiöslunefnd) dag- skrárstjórn og tjaldbúðar- stjórn. Dagskráin mun verða meða all nýstárlegu sniði, enda i höndum góðra manna, það er „S.K.F.A.” „Verður eitthvaö á döfinni fyrir landsmótið?” „Ja,>aðer nú það. Ég myndi ráðleggja öltum sem á lands- mótið ætla, að kynna sér allt i mannkynssögunni, sem gæti höfðað til ramma mótsins, þ.e. 7.” „Verða erlendir gestir á mót- inu?” „Já, ég reikna með 2-300 er- lendum skátum frá t.d. Dan- mörku, Noregi, Sviþjóð, Fær- eyjum, Finnlandi, Bretlandi, Bandarikjunum, Þýskalandi og fleiri stöðum”. Hvers vegna var úlfljótsvatn aftur valið undir landsmót? „Það gerir uppbyggingin á staðnum. Við vonum að tilf- ljótsvatn verði miðstöö skáta- starfs á landinu i sambandi við foringjaþjálfun og almennt úti- lif.” Hvað er búist við mörgum? „Við vonum að þátttakendur verði um 2000.” Eiga foreldrar og eldri skátar kost á að koma? „Já, fjölskyldubúðir verða starfræktar sem fastur liöur á mótinu. Það sýndi sig á siöasta móti að þátttaka þeirra var mjög góð. Þar voru um 700 manns i fjölskyldubúðum, og við vonum aö i ár verði þeir í júli næstkomandi mun veröa haldiö iandsmót aö úlfljótsvatni. Rammi mótsins, verður talan „7”. Vonast er eftir sem flestum skátum, og foreldrum þeirra. Nánari upplýsingar veröa birtar siðar á Skátasiöu Visis. þátttakendur i þeim verkefnum sem mótið hefur upp á að bjóða.” Hvers vegna byrjaðir þú i skátahreyfingunni? „Ég er félagsvera i eöli minu. Ég held að ég sé búinn að vera I öllum þeim félagasamtökum sem ég hef getað troðið mér inn I. Eftir aðég varð 10 ára gömul, þá hentaði mér ekki að sitja og hlusta á hvað aðrir höfðu að segja, svo að þá lá skátahreyf- ingin beinast fyrir.” Hvað ertu búin að vera skáti lengi? „Ég byrjaði i október 1945, sem sagt I 31 ár.” Manstu eftir einhveru sér- stöku á þeim árum? „Það var alltaf gaman að álfabrennunum og svo skáta- árshátíðunum, og ég sakna þess að þaö skuli allt vera horfiö. En það langskemmtilegasta sem ég hef tekið þátt i, er sumarið ’46 á Úlfljótsvatni. Þá lærði ég skáta- fræði og skemmti mér konung- lega.” Er eitthvað sem þú vildir segja að lokum? „Það er ósk min og von að skátahreyfingin eigi eftir aö dafna og blómgast um ókomin ár.” Nina Hjaltadóttir. Spurning dagsins. Hvenær var fyrst haldið landsmót aö Úlfljótsvatni? Mörg bréf bárust meö svörum varðandi siöustu spurningu. Rétt svar: Framkvæmdastjóri Landsmóts ’77 heitir Nina Hjaltadóttir. Dregið var úr réttum lausnum, og er vinningshafinn: Gunnar Valdimarsson, Álfheimum 42, R., og er hann I Dalbúum. Þaö eru fjórar stúlkur sem vinna á hárgreiöslustofunni Venus, sem nú er komin I nýtt húsnæöi aö Garðastræti 11. Hér er eigandinn Lovfsa Jónsdóttir. að störfum. Ljósmynd JA.... Venus fœrir sig um set! „Þaö hefur alltaf veriö nóg aö gera í þessi rúm tíu ár sem stofan hefur veriöopin, svo viöhöfum aldreiþurft aö kvarta neitt” sagöi Lovisa Jóns- dóttir eigandi hinnar vinsælu hárgreiöslustofu VENÚS, sem var aö flytja i nýtt húsnæöi á dögunum. Venus hefur undanfarin ár verið til húsa aö Hallveigarstööum i Reykjavik, en flytur nú i eigið húsnæði að Garðarstræti 11, sem er skammt frá Hallveigastöðum. Ástofunnistarfa þrjár stúlkur auk Lovisu, en þaö eru þær Helga Jóns- dóttir, Guðrlður Jónsdóttir og Gréta Ágústsdóttir — allar lærðar hár greiðsludömur. í hinu nýja húsnæði hefur verið tekin upp sú nýbreytni að hafa á boð- stólnum allar helstu snyrtivörur, og á þaö eflaust eftir að mælast vel fyr- ir meðal þeirra mörgu sem þangað koma. Hárgreiðslustofan Venus er opin alla virka daga frá klukkan niu til sex en á laugardögum frá klukkan átta til tólf á hádegi. Móttaka pantana er I sima 21777. Skipuleggja orkumálin Iðnaöarráðherra hefur skipaö nefnd til aö endurskoöa orkulög og gera tillögur um heildarskipuiag orkumála. I nefndina hafa verið skipaðir þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, for- maður orkuráðs og er hann formaður nefndarinnar. Aðal- steinn Guðjohnsen formaður Sambandsisl, rafveitna, GIsli Blöndal, hagsýslustjóri, Helgi Bergs, form. stjórnar Raf- magnsveitna rikisins, Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands isl, sveitarfélaga. Páll Flygerning ráðuneytisstjóri og Stein- grimur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs rikisins. MJtSTU 9ACA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.