Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 23
visra Þriðjudagur 25. janúar 1977 23 J Brotlegum varnalíðsmönnum vísað úr landi Ung húsmóðir hringdi: Hingað til hef ég nú oftast nær haft fremur hægt um mig þegar herstöðvarmálið hefur borið á góma. Þó get ég ekki neitað þvi að ég hef verið þvi fylgjandi að herinn færi úr landi. Og eftir lestur fréttarinnar i Visi i dag, þar sem segir frá flótta þessa amerikana sem Visir kallar „hasskóng”, þá finnst mér að- eins ein ákvörðun varðandi varnarliðið rétt. Sú er að þvi verði visað úr landi. Visir segir að maður þessi sé talinn hættulegur. Gæti það ekki þýtt að hver einasti borgari, hvort sem um börn eða full- orðna er að ræða, sé að vissu leyti óöruggur? Það vakna margar spurningar þegar maður les frétt sem þessa. Hvers vegna i ósköpunum var t.d. verið að framselja þennan mann? öllu nær virðist hafa verið að hafa hann i fangelsi hér. Sú spurning vaknar lika hversu alvarlega yfirmenn á Keflavikurvelli taka þennan glæp þessa manns, þegar ekki virðist höfð á honum meiri gæsla en sýnt er. Að minnsta kosti er hann ekki vaktaður rækilega, ef hann getur yfirbug- að fangavörð, lokað hann inni og siðan gengið út og stolið bil hans án þess að nokkur geti nokkuð aðhafst. Skyndi þessi eini maður aðeins hafa gætt hans? Réttast væri að visa öllum þeim liðsmönnum varnarliðsins sem gerast brotlegir við islensk lög tafarlaust úr landi. Hér eftir hlýtur það að vera krafa hvers islendings. ,, Svart/hvítt Timabœrargreinar * , ... * um verðmismun • Neytandi skrifar: Kærar þakkir fyrir mjög svo timabærar greinar um verðmis- mun á vörum i verslunum hér- lendis. Þetta var gott framtak hjá Visi og mætti gera meira af slikv^. Það eru ekki allir sem hafa tima eða aðstöðu til þess að velta þessum hlutum gaum- gæfilega fyrir sér dags daglega og þvi er þarft og gott að fá á- bendingar sem þessa. Þessi könnun blaðsins sýndi vel hversu ógurlegur verðmismun- ur getur verið, og á þessum tim- um þegar allt er svo dýrt að maður verður að spara hverja krónu, þá er gott að fá þessar upplýsingar. M. hringdi: Mig langar að koma þeim til- mælum til sjónvarpsins að þeir þættir sem sendir eru út i lit verði auglýstir þannig. Það er að i dagskránni sem birt er i fjölmiðlum, verði tekið fram hvort hver einstakur þáttur er sendur út svart/ hvitur eða i lit. Slikt gæti verið gott að vita með nokkrum fyrirvara, að minnsta kosti fyrir þá sem eiga þess kost að sjá litsjónvarp og er þeim ekki að fjölga? Bjór sem sniglabani Viggó Oddsson skrifar frá Jó- hannesarborg: Sumt fólk er svo heimskt að maður getur tæplega vorkennt þvi. Bindindismenn hafa lengi verið að berjast við bjórsölu á tslandi, en þeir vissu ekki um þau rök, að bjór er ágætis sniglabani i görðum. Þetta kom upp úr kafinu þegar verið var að skrifa um pöddupláguna i görð- um fólks sem væri að berjast gegn verðbólgunni með þvi að rækta ýmislegt i matjurtagörð- um. Kerling í Jóhannesarborg skrifaði til baka að auðveldast væri að eyða sniglum með þvi . að grafa niður glas i jarðhæð, Séö yfir Jóhannesarborg fylla það af bjór og næsta dag væru allir sniglar i garðinum komnir i glasið. Siðan er hægt að bjóða tengdamömmu i sniglasúpu eða allt það sem frakkar elda úr þessu „lost- æti”. Ég kann þó enga upp- skrift, enda virðast sniglar ékki eiga sér neina „náttúrulega eyðendur nema frakka. Bjór er dýrari en eitur Sennilega er ég sá eini sem las blaðið i dag og hef fundið út að það er mun dýrara að setja út bjórgildrur fyrir snigla en að nota sniglabeitu. Þar kemur til glasakostnaður, bjórverð er hátt og garðurinn i stærra lagi svo það þyrfti nokkuð mörg glös. Það er lika hægt að lenda i vandræðum ef það fréttist að það séu full bjórglös út um alla lóð. Bindindismenn og náttúru- verndarfélög ættu þvi að vera ánægðir með þessa ábendingu um skaðsemi bjórsins, ekkert hálmstrá er einskis virði, þegar verja þarf góðan málstað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.