Vísir - 25.01.1977, Blaðsíða 24
VISIR
Þriðjudagur 25. janúar 1977
Tvö innbrot
Maður var tckinn nálægt
Ingólfsapoteki I nótt. Hafði
hann reynt að brjótast þar inn,
llkiega tii þess að ná sér I lyf
eða pillur einhvers konar.
Maðurinn hafði brotið rúðu.
Hann var færður á Rjgreglu-
stöðina.
Þá var brotist inn í Prima
pylsusöluna i nótt, en i morg-
un var ekki vitað hvort ein-
hverju hefði verið stolið.-EA
ALLT AÐ
20 DAGA
YARÐ-
HALD
Karlmaður var úrskurðaður
i allt að 20 daga gæsluvarð-
hald I gærkvöldi, grunaður um
aðiid aö fikniefnam áiinu
mikla. Maður þessi er rúm-
lega tvitugur.
Arnar Guömundsson, full-
trúi viö Fikniefnadómstóiinn
sagði I morgun að ekkert væri
frekar hægt að segja um þetta
mál á þessu stigi, en mál
mannsins er að sjáifsögðu I
rannsókn. — EA
Harður árekstur
Harður árekstur varð á
Egilsgötu um hádegi i gær.
Lentu þar saman tveir fólks-
bilar. Ekki urðu önnur meiðsl
á mönnum en þau, að öku-
maður annars bilsins fann fyr-
ir eymslum eftir bilbelti.-EA
BEIÐNI ÞINGMANNA ALÞYÐUFLOKKS UM ÞINGROF HAFNAÐ:
„HVERS VEGNA ÞORA
ÞEIR EKKI AÐ BERA
FRAM VANTRAUST A
MIG?
r
n — spurði Olafur
Jóhannesson ó
Alþingi í gœr
,,Það er iika vegur til þess að
koma frá einstökum ráðherr-
um, ef á þarf að halda og þeir
njóta ekki lengur trausts. Það
má bera fram vantraust á ein-
staka ráöherra. Hvers vegna
þora ekki þessir háttvirtu þing-
menn að bera fram vantraust á
mig?” sagði Ólafur Jóhannes-
son, dómsmálaráðherra i um-
ræðu utan dagskrár á Alþingi I
gær.
Það var Gylfi Þ. Glslason,
formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins, sem hóf þessar um-
ræður utan dagskrár á fyrsta
þingfundi eftir jóláleyfi. Hann
lýsti þvi yfir að þingflokkur Al-
þýðuflokksins hefði komist að
þeirri niðurstöðu þá um morg-
uninn, aö „ekki verði bætt úr
þessum skorti á trúnaði og
trausti milli meirihluta þjóðar-
innar og rikisvaldsins með öðr-
um hætti en þeim, að ríkis-
stjórnin segði af sér og boði til
kosninga”, og ætti það að ger-
ast áður en gengið verður til
kjarasamninga nú I vor. Beindi
hann tilmælum þessa efnis til
forsætisráðherra.
1 svari sinu sagöi Geir Hall-
grimsson forsætisráðherra, að
„það væri fullkomið ábyrgðar-
leysi, ef þingrofsvaldi væri nú
beitt til þess að þingmenn gæf-
ust upp við verkefni sin. Ég mun
hvorki sem forsætisráðherra né
munu aðrir samráðherrar mln-
ir, er ég fullviss, ljá máls á þvi,
að hlaupast af hólmi frá skyld-
um slnum”.
Hann taldi það affarasælast
að rlkisstjórnir sætu út kjör-
timabil, nema einhver sérstök
atvik kæmu til.
Ólafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, flutti langa
ræðu, þar sem hann gerði m.a.
grein fyrir stöðu þeirra saka-
mála sem mikið hefur verið
fjallað um að undanförnu.
Hann gagnrýndi þá aðferð,
sem farin væri af hálfu Alþýðu-
flokksins, og taldi eðlilegra að
flutt yröi vantrauststillaga, ef
menn vildu reyna að koma rik-
isstjórninni frá. Einnig væri
ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra sagði á Alþingi I gær um
Gylfa Þ. Glslason, þingmann sem mæitist til þingrofs og nýrra
kosninga: „Hann kemst ekki upp Ibólið á þessu kjörtfmabili. Hann
verður að húka fyrir framan rúmstokkinn.”Myndina tók Loftur af
Ólafi I ræðustól Alþingis I gær.
hægt að flytja vantraust á ein-
staka ráðherra, ef menn vildu
koma þeim frá.
„Hvers vegna þora ekkiþessir
háttvirtu þingmenn að bera
fram vantraust á mig?” spurði
Ólafur, og hélt svo áfram:
„Geri þeir það bg sjái til. Mig
langar ekki svo mikið til þess að
sitja i þessari rikisstjórn. En
seta min i þessari rikisstjórn
mun ekki skipta neinu máli um
langlifi þessarar stjórnar. Ég
mun fyrir mitt leyti a.m.k.
vinna að þvi, hvort sem ég verð
innan eða utan stjórnar, aö
þessi stjóm sitji út kjörtímabil-
ið, og þess vegna er alveg von-
laust fyrir 9. þingmann reykvík-
inga (þ.e. Gylfa) að vera með
þessar ástarjátningar til Sjálf-
stæðisflokksins. Hann kemst
ekki upp i bólið á þessu kjör-
timabili. Hann verður að húka
fyrir framan rúmstokkinn.”
— ESJ
r
„ÞAÐ VAR ENGIN
HÆTTA Á FERÐUM,/
— sagði flugstjóri flugvélarinnar sem lenti
í sviptivindum ó Egilsstöðum
„Þetta var bara venjulegt.
Ókyrrð I loftinu eins og búast
má viö á þessum árstlma”,
sagði Halldór Hafiiðason, flug-
stjóri á TF FÍK fiugvél Flugfé-
lags tslands sem lenti I s-vipti-
vindi við Egilsstaði I fyrradag
með þeim afleiðingum að tveir
hjólbarðar sprungu I lendingu
eins og Vfsir skýrði frá I gær.
„Það var enginn hætta á ferð-
um”, sagði Halldór. „Það skipt-
ust á auð svæði og hálkublettir á
flugvellinum, þannig að ég býst
við að dekkin hafi einfaldlega
ekki þolað það mikla átak að
fara skynilega á auðan blett.
Það hefur tekið of snögglega I.”
Halldór kvaö vindsveipi hafa
veriö yfir flugvellinum. Aust-
an-átt var og að hans sögn er
hún mjög slæm á þessum slóð-
um. — „Við bjuggumst ekki við
að hún væri svona slæm í þetta
sinn”, sagði hann.
I gær var unnið við að skipta
um hjólbarða á vélinni og átti
hún að þvi búnu að fara til baka
til Reykjavlkur.
— EKG
Fokkerflugvél Flugfélags tslands á EgilsstaöaflugvelH f gær, skömmu eftir aO óhappiö varft. Skipt
var um hjóibarða á vélinnil gær. Visismyndir: ERH/Egiisstöðum.
AÐSTÖÐUGJÖLD
SÉRÍSLENSKT
FYRIRBÆRI?
Aðstööugjöld þekkjast ekki I
Bretlandi, Vestur-Þýskalandi
eða á Norðurlöndunum nema á
íslandi. Kemur þetta fram i
skrá sem gerð hefur verið um
skatta Ihinum ýmsu löndum, að
sögn Hjartar Hjartarsonar for-
stjóra.
Sömu sögu er að segja af
launaskatti. Hjörtur sagði ó-
venjumikið vera um launatengd
gjöld hér á landi, I samanburði
við annars staðar. Væru nú
launatengd gjöld um 40 prósent.
„Skattaprósentan segir þvi
alls ekki alla söguna”, sagði
Hjörtur og bætti þvl við að
skattagrundvöllurinn sjálfur
væri miklu lægri erlendis en hjá
okkur.
— EKG
*
Sjálfsœvisaga LivUllman
kemur út á íslensku
Þýðandinn verður að vera móðir
Metsöiubók Liv Ullman, For-
andringer, kemur út I Isienskri
þýðingu siöar á þessu ári.
Bókaútgáfan Helgafeil hefur
gert samning við höfundinn og
útgefandann um útgáfuréttinn
hér á Iandi.
Nú er verið aö undirbúa þýð-
ingu bókarinnar, en Liv Ullman
. hefur gert það að skilyrði að
þýðandinn sé kona og meira að
segja móðir. Að sögn Ragnars
Jónssonar forstjóra Helgafells
hefur ekki verið ákveðið hvaða
nafn bókin fær f islensku útgáf-
unni, enda er hið sænska nafn
bókarinnar margrætt og þvi
ekki auðvelt að yfirfæra þaö á
islensku. _SJ
V----------
/