Vísir - 15.02.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 15.02.1977, Blaðsíða 4
Þri&iudagur 15. febrúar 1977 vism Launþegasamfökin ýta á með Anker Jörgensen tsraelar eru fööurlega ávitaöir af bandarfkjastjórn fyrir aö seilast nærri egyptum I oliuleit á Súezflóa. Álasa ísrael fyrir olíuleit í Súez-flóa Á elleftu stundu áður en danir gengu til kosninga í dag — þeirra fjórðu á fimm árum — virtust horf- ur hafa vænkast mjög á því, að stjórninni tækist að semja við launþegasam- tökin um frið á vinnu- markaðnum. Thomas Nielsen (leiötogi ASI þeirra i Danmörku) lagði i gær til, aö samið yrði um 6% árlega kauphækkun og sýnist þar meö hafa sætt sig við tillögur rikis- stjórnarinnar sjálfrar. — Tillaga rikisstjórnar fól i sér 6% kauphækkun á næstu tveim árum. Þessi tilkynning launþegasam- takanna þykir koma sér afar vel fyrir sósialdemókrata og Anker Jörgensen forsætisráöherra. Er þeim nú spáö enn meiri fylgis- aukningu, og bjartsýnustu sósial- demókratar eru vongóðir um, aö þeir bæti við sig nægum þingsæt- um til þess að mynda meirihluta- stjórn eftir kosningar. Jörgensen hefur reyndar sagt, að hann stefni að þvi að stjórna við meirihluta. Tvö siðustu árin hafa sósialdemókratar farið með minnihlutastjórn, en orðið að taka í öllum þingmálum mikið til- lit til hinna þingflokkanna tiu, ef þær ætluðu að koma frumvörpum sinum i gegn. 6% atvinnuleysi og ráöstafanir til þess að glima við hrikalegan viöskiptahalla dana við útlönd voru aðalkosningamálin. Snýst gegn Indíru frœnku Ein af revndustu diplómötum indversku utanrikisþjónustunnar, frú Vijaya Lakshmi Pandit, hefur nú snúist gegn frænku sinni, Indiru Gandhi forsætisráöherra. ,,Ég hef alltof lengi verið að- gerðalaus áhorfandi”, sagöi hún i gær, um leið og hún tilkynnti, að hún ætlaöi i framboð fyrir stjórn- arandstöðuflokkana i kosningun- um I næsta mánuöi. Sovéskir kortageröamenn hafa gert nýtt kort af fjar- lægari hliö mánans eftir myndum, sem borist hafa úr geimrannsóknarstöðvum. Tass skýrir frá þvi, að ná- kvæmar ljósmyndir, sem Zond-8 tók úr 1.120 km fjar- lægð frá „dökku hliðinni” á tunglinu, hafi gert það mögu- Bandaríska utanríkis- ráðuneytið ávítaði í gær legt aö kortleggja „höf” og „lönd” tunglsins. Zond-8 var skotið á loft i október 1970, og sendi til jarö- ar ljósmyndir af 2,2 milljón ferkilómetra svæði á tunglinu. Af þvi að máninn snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni hafa stjarnfræöingar ekki kortlagt hina hliðiria, sem þeir höfðu enda ekki næga vitnéskju um. israelsmenn fyrir olíuieit þeirra í Suez-flóa, sem sögð var geta spillt viðleitni til þess að semja um endanlegan frið í Austurlöndum nær. Fordstjórnin hafði raunar áöur látiö I ljós við israelsstjórn vanþóknun sina á þeirri ögrun, sem þótti falin i oliuleitinni i Suezflóa, en þetta er i fyrsta sinn sem bandarikjastjórn álasar tsrael opinberlega. Cyrus Vance, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, mun færa þetta mál i tal við ráðamenn bæði i ísrael og I Egyptalandi i viku- ferð sinni um Austurlönd nær, en hún hefst i dag. Vinir Dubceks fá ekki að heimsœkja hann Andófsmenn i Tékkó- slóvakiu, sem finna þungan andardrátt öryggislögreglunnar niður um hálsmálið á sér eftir útgáfu og undirskrift ,,mannrétt- indayfirlýsingarinnar 77” segja, að strangur lögregluvörður sé hafð- ur um heimili Alexand- ers Dubcek i Brati- slava. Þeir halda þvi fram, aö eng- inn fái að heimsækja Dubcek. A föstudaginn var ætlaði dr. Milan Huebl, náinn vinur Dubceks, aö heimsækja hann, en var visað frá með valdi og likamlegum tökum, þegar hann ætlaði ekki að hlýðnast banninu. Dr. Huebl var einn embættismanna tékk- neska kommúnistaflokksins 1968. Alexander Dubcek var leið- togi tékkneska kommúnista- flokksins i „vorbliöunni” 1968, eins og hið frjálslega stjórnar- timabil hans hefur verið nefnt, en það kallaði yfir Tékkó- slóvakiu innrás herja Varsjár- bandalagsins, þar sem sovét- stjórninni var óþökk á frjáls- lyndisstefnu Dubceks. í Dubcek: Skortir ekki kjarkinn. hreinsununum, sem á eftir fylgdu, slapp Dubcek við dóm og var settur til skógræktar- stjdraembættis, en gætur hafðar á því, aö hann hefði ekki frekari áhrif á stjórnmál landsins. En frelsi Dubceks, sem hefur að vfsu verið takmarkað og ströngu eftirlitiháð, þótti blakta á bláþræði. Sú staðreynd fældi hann þó ekki frá þvi, eftir aö of- sóknir yfirvalda hófust gegn þeim, sem undirrituðu „mann- réttindayfirlýsingu 77” I vetur, að láta eftir sér hafa, að hann vildi gjarnan hafa átt kost á þvi að undirrita það plagg. Helganga hvalanna í Flórída Dýravinir I Mayport I Flórlda sjást hér sprauta vatni yfir rekna hvali i fjöru á Fort George-eyju i von um aö viöhalda I þeim llfinu fram á næsta flóö. Vöktu þeir yfir þeim nær heila nótt, en 100 lágu dauöir aö morgni. 40 til viðbótar voru á leiö upp á grynningar. Þessa duiarfullu hegöun hvalanna, sem ana upp á þurrt land, hafa sérfræöingar aidrei getaö skýrt til fulls. Kortlögðu hina hlið mánans Rœndi níu skólabömum Dæmdur barnaræn- ingi á flótta eftir að hafa strokið úr fangelsi i Melbourne rændi kennara, niu skóla- börnum, fjórum vöru- bilstjórum og tveim konum og hafði þau fyrir gisla til þess að halda lögreglunni i skefjum, en var samt yfirbugaður i gær. Ræninginn, Edwin John East- wood, gekk inn í bamaskóla, vopnaður hlaupstýfðum riffli, og neyddi niu skólaböm á aldrinum sex til ellefu ára og kennara þeirra til þess að fylgja sér út i sendiferðabfl. Börnin hlekkjaði hann saman og hafði afturi bilnum, en kennarinn var hafður frammi I, keflaður og bundinn. Eftir æðislegan eltingaleik á leiö inn i frumskóginn, þar sem Edwin tók sex gisla til viðbótar á leiðinni, tókst lögreglunni að hæfa hann skoti I fótinn og yfir- buga hann. Engan gislanna sak- aði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.