Vísir - 15.02.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 15.02.1977, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 15. febrúar 1977 vism vism Þriðjudagur 15. febrúar 1977 IpFómr Helga Halldórsdóttir KR settir nýtt telpna- met I 50metra grindahlaupi á föstudaginn — hljóp á 8.4 sekúndum. Helga er mjög efnileg og á örugglega eftir að láta meira að sér kveða i framtiöinni. Ljósmynd — BB Valbjörn jafnaði íslandsmetið Valbjörn Þorláksson úr KR lætur aldurinn ekki á sig fá þótt hann sé orðinn liðlega fer- tugur — og á innanfélagsmóti hjá KR á föstu- dagskvöldib I Baldurshaganum jafnaði hann islandsmet sitt i 50 metra grindahlaupi — hljóp á 6.8 sekúndum. Bjön Blöndal KR varð annar, hljóp á 6.9 sekúndum. Á þessu sama móti setti ung og efnileg stúlka úr KR nýtt islandsmet i 50 metra grindahlaupi telpna, hún hljóp á 8.4 sekúnd- um og bætti eldra metið sem Ása Halldórs- dóttir úr Ármanni setti 1972 um þrjú sekúndubrot, en þaö var 8.7 sekúndur. • Tindastóll í úrslit Tveir leikir voru leiknir I Norðurlands- riblinum i 3. deild islandsmótsins i körfu- knattleik á Eskifirði um helgina og eftir þá er ljóst að Tindastóll frá Sauðárkróki muni sigra I riðlinum. Tindastóll á eftir einn leik, við KA frá Akureyri, og skiptir sá leikur engu máli, þvi að liöið hefur nú hlotið sex stig og geta hin félögin ekki hlotið sama stigafjölda. Fyrst léku ÚlA og KA og lauk þeim leik með yfirburöarsigri þeirra CIA manna sem skoruðu 79 stig gegn 40 — og I þeim leik skor- aði einn og sami maðurinn 31 stig. Það var Magnús Guðmundsson i liði CtA. Daginn eftir léku svo CtA og Tindastóll og lauk þeim leik með sigri Tindastóls 59:56 eft- , ir skemmtilegan og fjörugan leik. Sem fyrr var Magnús Guðmundsson stigahæstur hjá CtA, hann skoraði 13 stig, en hjá Tindastól skoraði Rúnar Björnsson flest stigin 18 — öll I siðari hálfleik. — HJ/—BB Staða HK er „gulltrygg" Handknattleiksfélag Kópsvogs hefur nú svo gott sem tryggt sér sigur i 3. deild Suðurlandsribli ts- landsmótsins i handknattleik — og nú getur fátt komið i veg fyrir að félagið leiki I 2. deild á næsta keppnistimabili sem veröur að teljast góbur árangur hjá félagi sem nýlega átti eins árs afmæii. Um helgina lék HK við UMFN i Njarðvikum og sigraöi i þeim leik eftir hálfgerðan barning meö 23 mörkum gegn 18. HK hefur nú leikið sjö leiki, unnið þá alla og hefur þvi 14 stig. Næstu lið eru Afturelding og Akranes sem eru meö 12 stig að loknum tiu leikjum og koma önnur liö ekki til með aö ógna sigri HK. En telja verður óliklegt aö Afturelding eða Akra- nes nái HK að stigum, þvi aö bæði félögin hafa tapað 8 stigum i keppninni til þessa. Frá þvi að staöan birtist siðast i Visi hafa verið leiknir þrir leikir i 3. deild og urðu úrslit þeirra þessi: Akranes—UMFN 18:18 UMFN—HK 18:23 Breiðablik—Afturelding 16:19 Staðan i 3. deild Islandsmótsins i handknattleik er nú þessi: HK 7 7 0 0 162:109 14 Afturelding 10 6 0 4 252:233 12 Akranes 10 5 2 3 209:209 12 bór (Vestm.) 9 4 0 5 195:213 8 Breiöablik 8 3 0 5 168:179 6 UMFN 10 2 2 6 189:203 6 Týr (Vestm.) 10 3 0 7 217:247 6 Næsti leikur i 3. deildarkeppn- inni veröur i iþróttahúsinu i Njarðvikum á laugardaginn. Þá leika UMFN og Breiðablik. — BB Líð „óónœgðra" valíð í gœr! Þeir Guðjón Jónsson og Bjarni Jónsson völdu I gær lið það sem á að leika sem B-lið tslands i fjögurra liba handknattleiks- keppni kvenna f Laugardalshöll- inni um næstu helgi. Eins og kunnugt er varð niður- staðan af fundi þeirra stúlkna sem eru orönar 23 ára og eldri meö stjórn HSt á dögunum sú, að ákveöið var að „gömlu konurn- ar” skyldu'senda lið i keppnina. Ekki er annað að sjá en að hægt sé að tefla fram mjög bærilegu liði, en þaö veröur þannig skipaö: Ragnheiður Blöndal, Val Björg Jónsdóttir, Val Björg Guömundsdóttir, Val Elin Kristinsdóttir, Val Sigurbjörg Pétursdóttir, Val Oddný Sigsteinsdóttir, Fram Jóhanna Halldórsdóttir, Fram Kristin Orradóttir, Fram ■Guörún Sigurþórsdóttir, Ármanni Jóhanna Guðmundsdóttir, Vikingi Auk þess er fyrirhugað að fá tvær stúlkur frá Akureyri I liöiö, en okkur tókst ekki að afla upplýsinga um nöfn þeirra. Auk tveggja liða frá íslandi taka lið Hollands og Færeyja þátt I mótinu. Islenska liöið sem valið er af landsliðsnefnd hefur ekki verið tilkynnt, en i þvi munu vera 18 stúlkur eftir þvi sem við höfum heyrt. „Oánægðar handknattleikskon- ur” 23 ára og eldri hafa nú skipaö nefnd sem á að ræöa við stjórn HSl um málefni stúlknanna, og i nefndinni eru Oddný Sigsteins- dóttir, Helga Magnúsdóttir, Elin Kr i stinsdó11 i r , Björg Guðmundsdóttir og Erla Sverris- dóttir. gk-. Galena Stepanskava frá Sovétrfkjunum varð sigurvegari f 1500 metra skautahlaupi kvenna sem fram fór i Bandarikjunum nýlega. Hún fékk timann 2,11,85 mfnútur. Geir Hallsteinsson og félagar hans i islenska landsliðinu i handknatt leik hafa svo sannarlega haft nóg ab gera að undanförnu. f kvöld leika þeir siðasta opinbera leik sinn hér á landi fyrir keppnina I Austurriki, og verða mótherjar þeirra pólska meistaraliðið Slask.Ljósmynd Einar Ótímabœr skot komu í veg fyrir sigur! — Landsliðið hafði tveggja marka forskot þegar þrjór minútur voru eftir, _______________en Slask núði að jafna 21:21.__ „Þetta var mun betra hjá okkur uppi á Akranesi I gærkvöldi held- ur en I siðustu leikjum okkar,” sagði Agúst Svavarsson, lands-, liðsmaður i handknattleik, þegar við ræddum vib hann i gærkvöldi. Landsliðið var þá nýkomið til Reykjavikur frá Akranesi þar sem liðið gerði jafntefli við Slask Wroclaw, en eins og kunnugt er hafa pólverjarnir unnið ótrúlega auðveida sigra á landsliðinu undanfarna daga. En i gærkvöldi náði islenska liðið að rétta úr kútnum, og fyrir troðfullu húsi upp á Akranesi skildu liöin jöfn, 21:21. En islenska liðiö fór illa að ráði sinu undir lokin, þvi að þá virtist þaö vera með sigurinn i hendi sér. Þegar 3 minútur voru eftir haföi Island 2 mörk yfir, en reynt var ótimabært skot og pól- verjarnir minnkuðu muninn I eitt mark. Island haföi boltann þegar 45 sekúndur voru eftir og var marki yfir, en þá var aftur reynt ótimabært skot og allt fór á sama veg og fyrr, pólverjarnir náðu boltanum og skoruðu. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Björgvin Björgvins- son góða sendingu inn á linuna, en hann skaut I markvörðinn. Pól- verjarnir geystust upp I hraða- upphlaup en áður en þeir næðu að skora rann leiktiminn út og liöin skildu þvi jöfn. Sannarlega slæmt hjá landsliöinu að ná ekki sigri, hann virtist vera i höfn rétt fyrir leikslok. „Það sem geröi gæfumuninn fyrir okkur i þessum leik var aö samvinna okkar i vörninni var mun betri en hún hefur veriö aö undanförnu,” sagði Agúst Svavarsson. „Þá gekk okkur vel að ráða viö Klempel i þessum leik. Viö sett- um sérstakan gæslumann á hann, og ef hann losnaði úr þeirri gæslu var tekið hraustlega á móti hon- um. Baráttuandinn sem hefur ekki sést i liðinu að undanförnu var nú með að nýju, og það var verst að vinna ekki, en við tökum þá i kvöld”. Leikurinn var mjög skemmti- legur fyrir áhorfendur. Allan fyrri hálfleikinn skiptust liðin á um að skora og jafnt var á flest- um tölum. ísland hafði yfir I hálf- leik 11:10. 1 siðari hálfleiknum náði islenska liðiö siðan forskoti sem heföi átt að nægja til sigurs, en leikmenn „héldu ekki haus” og þvi fór sem fór. Björgvin Björgvinsson var bestur islendinganna og skoraði einnig mest eða 6 mörk. Geir Hallsteinsson skoraði 5 mörk þar af 3 úr vítum, Viggó Sigurösson 3 mörk og aörir þetta eitt til tvö mörk. Siðasti leikur pólverjanna hér á landi aö þessu sinni verður i Laugardalshöll I kvöld og þá fær landsliöið tækifæri til að laga aö- eins viðskipti sin við þetta liö að undanförnu, en pólverjarnir unnu 3 fyrstu leiki liðanna örugglega. gk — endilega vilt þá skulum íviö gera uppreikninginn úti, íffT^ Hvað gengur~''\ þarna á?‘ y iðir eru þeir vel þjálfaðir óttamenn og berjast af hörku iackmore er enginn aumingi, like — hann er haröur i horn r aötakay Galt er baö lika — « iiá. Nýi og dýri leikmaðurinn I liöi| Milford — Willie Blackmore, ó ekki samleið með hinum leikmönnum liðsins og fljótlega sýðuruppúr. Allitekur Randall^ útaf I leik vegna þess að hann hundsar Blacmore. Um kvöldift hittast þeir tveir á dansstaö og.l Húsvíkingar eru mjög óúnœgðir! finnst furðulegt að landsliðsnefnd HSI skuli ekki vilja „skoða" fleiri stúlkur úr meistaraliði félagsins í 2. flokki „Það verður að segjast eins og er að almenn undrun og óánægja rikir hér á Húsavfk vegna þess að landsliðsnefnd kvenna hjá HSl sá ekki ástæðu tilþess að lita á fleiri stúlkur frá okkur en þær Jóhönnu Guðjónsdóttur og Margréti Jóns- dóttur,” sagöi Freyr Bjarnason, iþróttafrömuður á Húsavik, þeg- ar við ræddum viö hann i gær. ,Við getum bent á máli okkar til stuðnings að Völsungur á islands- meistara I 2. flokki kvenna, bæöi utanhúss og innan, auk þess sem stúlkurnar eru norðurlandsmeist- arar.Þærhafaþvináöeinslangt i Iþrótt sinni eins og hægt er hér- lendis. 1 liðinu er fjöldi af stór- efnilegum stúlkum sem að okkar mati eiga fullt erindi i landsliðs- hópinn, en landsliðsnefndin bað einungisum aðfá þær Jóhönnu og Margrétisuðurtil æfinga meölið- inu. Við erum sárir út af þessu, vegna þess að stúlkurnar eru búnar að sanna getu sina”. Freyr sagöi að þaö væri enn at- hyglisverðara 1 sambandi við ár- angur 2. flokks Völsungs I hand- knattleik kvenna að liöiö yrði aö æfa við ófullnægjandi skilyrði. Salurinn sem þær æfa i á Húsavik er aöeins 10x20 metrar á stærö en þær yröu að spila alla sina leiki i löglegum sal sem er 20x40 metr- ar. StUlkurnar hafa sýnt geysileg- an áhuga og æfa árið um kring, enda sýnir árangur þeirra að þær hafa unnið vel. „Þaö hafa áöur komið mjög góðar stúlkur frá okkur og nægir i þvi sambandi að nefna Arnþrúði Karlsdóttur, Björgu Jónsdóttur, Bergþóru Asmundsdóttur, Jó- hönnu Asmundsdóttur, Sigþrúöi Sigurbjörnsdóttur og Auöi Dúa- dóttur i þvi sambandi, en allar þessar stúlkurhafa veriö i eöa við landsliðið. Hér er þvi ekkert nýtt á ferðinni þótt athygli sé vakin á þvi aö við eigum hóp efnilegra stúlkna sem eiga að minu mati fullkomlega erindi i landsliðshóp- inn. Ég er ekki aö segja að þær ættu að ganga beint inn i liöið, en það ætti aö lita á þær”. —-gk— Cruyff dœmdur í keppnisbann Hollenska knattspyrnustjarn- an Johan Cruyff var I gærkvöldi dæmdur i þriggja leikja keppnisbann með félagi sinu Barcelona á Spáni. Atvikið sem varð til þess að Cruyff var dæmdur i bann átti sérstaðá leikvelli Barcelona 6. febrúar siðastliðinn, þá visaði dómarinn — Ricrado Melero, Cruyff af leikvelli, en áhangendur Barcelona voru ekki sáttir við þá ákvörðun og réðust inn á leikvöllinn og börðu dómarann og unnu nokkur spjöll. Dómarinn sagði f skýrslu sinni að Cruyff hefði slegið sig, en þvf neitar hann og allt Barce- lona-liðið stendur með honum og segir að ef einhver hefði átt að vera rekinn af leikvelli þá hefði það átt að vera dómarinn. Cruyff hefur nú þrjá daga til að áfrýja þessum úrskurði. Þessi mynd er af 2. flokks liði Völsungs í handknattleik kvenna, en liöið hefur veriö ósigrandi og sigraði bæöi I tslandsmótinu utanhúss og innan, auk þess sem liðið er norðurlandsmeistari. Ljósmynd Börkur. Síðasti leikurinn í kvöld Siðasti leikur pólska meistara- liðsins Slask Wroclaw hér á landi að þessu sinni verður f Laugar- dalshöll i kvöld, og þá leikur liðið gegn islenska landsliöinu. Liöin hafa leikið fjóra leiki á undanförnum dögum, hafa pól- verjarnir unnið þrjá þeirra en i gærkvöldi gerðu liöin jafntefli. Leikurinn sem hefst kl. 21 veröur sfðasti leikur landsliðsins hér á landi fyrir átökin i Austurriki. gk-. — SPORT-blaðið—» Verið með frá byrjun og gerist áskrifendur Nafn: Heimilisfang: Staður: Sími Pósthólf SPORT-blaðsins er 4228 -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.