Vísir - 15.02.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 15.02.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIR • ■ ■— ■ > Otgefandi: Keykjaprcnt hf. \ Framkvæmdastjóri: Davlft GuOmundsson Kitstjórar :t»orsteinn Pálsson ábm. . Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Brag i Gu&mundsson. * FréttastJóri erlendra írétta: Guömundur Pétursson. Umsjón meft helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Ellas Snsland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson, Iþróttir: Björn Blöndal, Gylíi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. CtliUteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar: Slftumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánubi innanlands. Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Simi 86611 4 Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. Ritstjórn: Siftumúla 14. Slmi 86611, 7 llnur . Prentun: Blaftaprent hf. Akureyri. Slmi 96-19806. Sjálfstæð upplýsingamiðlun og pólitískir hagsmunir Hlutverk dagblaða hefur oft verið á dagskrá upp á síðkastið. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, þar sem talsverðar hræringar hafa átt sér stað í þeim efnum á undanförnum árum. En meginástæðan fyrir þessum umræðum er þó sú, að stjórnmálamenn virðast yfir- leitt ekki sætta sig við þá framvindu mála, að hér starfi blaðamenn utanvið boðvald þeirra sem sjálf- stætt afl I þjóðfélaginu að því er upplýsingamiðlun varðar. Til skamms tíma voru dagblöðin hér nánast hluti af skipulögðu kerfi stjórnmálaflokkanna. Þetta á reynd- ar enn við um hluta dagblaðanna, er algjörlega lúta f lokkslegu húsbóndavaldi. En að meginhluta til þjóna blöðin að einhverju leyti hagsmunum einstakra flokka eða flokksbrota. Þessar aðstæður takmarka eðlilega upplýsingagildi þeirra frétta, sem þessi blöð flytja. Að nokkru leyti eru ríkisf jölmiðlarnir undir sömu sök seldir. Þeir lúta pólitískri yfirstjórn og þó að þeir segi hlutlægt frá atburðum og yfirlýsingum stjórn- málamanna, er fátítt, að þeir stundi sjálfstæða upplýsingamiðlun. Upplýsingar i greinargerðum og yfirlýsingum stjórnmálamanna og yfirvalda eru oft á tíðum þeim annmörkum háðar að segja aðeins hálfan sannleik- ann um tiltekin málefni. Flokksblöð birta slikar upplýsingar ómeltar, nema annað þjóni pólitískum hagsmunum viðkomandi flokks. Hlutverk sjálfstæðra blaða er á hinn bóginn að draga fram allar þær upplýsingar, er máli skipta varðandi það málefni, sem til umf jöllunar er, án tillits til pólitískra hagsmuna. Þetta er þó oft á tíðum erfitt vegna hins lokaða stjórnsýslukerfis, þar sem engar reglur eru fyrir hendi um upplýsingaskyldu stjórn- valda. Til marks um þetta má taka greinargerð iðnaðar- ráðuneytisins um stöðu framkvæmda við Kröflu, sem birt var í síðustu viku. Þar var tilgreindur áætlaður kostnaður við virkjunarframkvæmdirnar á þessu ári að upphæð tæplega 1.400 millj. króna. I þessu tilviki lét ráðuneytið hins vegar með öllu ógetið um tæplega 1.600 millj. kr. f jármagnskostnað, sem standa verður undir á þessu ári. I reynd er því kostnaður við Kröfluframkvæmdirn- ar á þessu ári meira en helmingi hærri en ráðuneytið lætur i veðri vaka í greinargerð sinni. i lánsf járáætlun ríkisstjórnarinnar, sem f jármálaráðherra lagði fram á Alþingi við lokaafgreiðslu fjárlaga kemur á hinn bóginn fram, að fjármagnskostnaður á þessu ári vegna Kröflu er áætlaður tæplega 1.600 milljónir króna. Vísir var eina dagblaðið, sem birti hinar raunveru- legu tölur um kostnað við Kröfluframkvæmdirnar á þessu ári. Flokka- og flokksbrotsblöðin öll með tölu birtu einvörðungu hálfan sannleikann eins og hann kom fram I greinargerð iðnaðarráðuneytisins. öll höfðu þessi blöð aðstöðu til að bera saman greinar- . gerðina og lánsf járáætlunina. En í þessum tilvikum þjónaði þaðekki pólitískum hagsmunum þeirra flokka og flokksarma, sem I hlut eiga. I þessu tilviki gátu fréttastofur ríkisf jölmiðlanna ekki heldur birt réttar upplýsingar. Vísir var því eini f jölmiöíllinn, sem hafði aðstöðu til að birta staðreynd- ir þessa máls eins og þær liggja fyrir I opinberum skjölum. Allir aðrir f jölmiðlar urðu að taka tillit til hagsmuna af ýmsu tagi. Þriöjudagur 15. febrúar 1977 vtsm GAMLAR HEFÐIR VANRÆKTAR í BORGARLÍFINU Ég á oft leiö fram hjá Tjörn- inni, og þótt ég skauti ekki sjálf- ur, þá hef ég gaman af aö sjá aöra renna sér á skautum, — einkanlega á Tjörninni. 1 vetur hef ég aldrei orðiö þess var, aö nokkur renndi sér á skautum á Tjörninni." — ég var meira aö segja farinn aö halda. aö reykvikingar væru hættir aö renna sér á skautum. Þá var mér sagt, að yfirvöld borgarinnar hefðu ákveðið að leggja Tjörnina af sem skauta- stað. Og enn deyr miðbærinn Mér er sagt að erlendis sé miðbær höfuðborga fullur af lifi, enda leggi borgaryfirvöld þar rækt við aö halda viö göml- um hefðum i borgarllfi. Þvi miður hefur ekki verið lögð sama rækt við varðveislu gamalla hefða i Reykjavik, ef undan er skilin sú sjálfsagða hefö að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar meirihluta. A undanförnum árum hefur miöbærinn smátt og smátt verið að deyja, — og raunar voru skautahlaupin á Tjörninni ein- hver siðasti vottur lifs i bænum. Hefði að ósekju mátt reyna sitt til aö láta fólk skauta á Tjörn- inni. Án teljandi kostnaðar 1 dag er tjarnarisinn skit- ugur og alls ekki gott skauta- svell. Það er þó ekki mikiö verk að laga það, — annaö hvort mætti skafa isinn eða sprauta á hann. Hvorugt kostar mikið fé, en yrði til þess að lifga upp á miðbæinn. Mér er sagt, aö það séu góð svell upp á Melavelli. Það getur vel veriö og aðeins gott um þaö að segja. En má ekki lika vera gott svell á Tjörninni? Er ekki hugsanlegt að einhverjir vilji frekar skauta á Tjörninni og er ekki meira rými þar? Og i framhaldiaf þessu mætti einnig spyrja: Eiga embættismenn borgarinnar að ráða þvl, hvort menn skauta á Tjörninni eða Melavellinum? Er það ekki nær stefnu sjálfstæðismanna, að fólkið sjálft þ.m.t. börn og unglingarráði sjálfir, hvar þeir fara á skauta? Endasleppir sumarmarsar 1 framhaldi af þessum hug- leiðingum kemst ég ekki hjá þvi að minnast á önnur þau hátiöa- brigði, sem eitt sinn voru tengd miðbænum en eru nú horfin. Hátiðahöld sem á sinn hátt voru eftirminnileg öllum, sem tóku þar þátt. A ég þar við hátiðar- höldin sumardaginn fyrsta og kvöldskemmtanirnar á 17. júni. júnl. Þegar ég var barn fóru Sumar, og Vetur á miklum vögnum um bæinn og söfnuðu á eftirsér skrúðgöngu, sem siðan endaði i sumarhátið niðri I bæ. Þótt stundum væri e.t.v. svoliltið svalt, þá fór maður vel búinn fullur tilhlökkunar I þess- ar ferðir. Fyrir tveimur árum fór ég i svipaða skrúðgöngu. Hún end- aði I engu upp viö skólavegg. Lúðrasveit hafði leikið fyrir dansinum og hafði leitað skjóls undir veggnum að láta niður lúðrana sína. Göngufólk elti hins vegar samviskufullt, og var nærri búið að troöa lúðra- sveitina undir, þegar I ljds kom að allt var búið. Þá varö mér hugsað til æsku minnar og hátiöarhalda I miðbænum dálitla stund til þess að ljúka skrúðgöngunni á hæfi- legan hátt. NU kunna menn að halda þvi fram, að vissulega séu sumar- hátíðir þennan dag. Og þaö er rétt, að Barnavinafélagið Sumargjöf heldur inni- skemmtanir þennan dag. Hins vegarerengin Utiskemmtun, og það eru útiskemmtanir sem börn hafa meira gaman af. Skemmtanir þar sem ekki er nauðsynlegt að sitja eins og brúða meðan misleiðinleg skemmtiatriði fara fram. Og 17. júni Fyrir nokkrum árum gerðu borgaryfirvöld heiðarlega til- raun til þess að drepa öll hátíðarhöld þennan dag með þvi að færa þau inn i Laugardals- höll. Til allrar guðslukku voru þau færð aftur niður I miðbæ, en þá höfðu hátíðarhöldin misst eitthvað, sem ekki hefur tekist að ná aftur. Og kvöldin urðu leiðinleg sakir ofdrykkju unglinga. Þá var fariö eftir þeirri meginreglu á tslandi I sambandi við óþekkt unglinga að gefa eftir i stað þess aö snú- ast gegn óþekktinni. Kvöld- skemmtanirnar i miðbænum voru lagðar af en i stað þess leikin dansmúsik við skólana viðs vegar um bæinn. Hreinn vesaldómur Mér hefur oft verið hugsað til þess, hvernig færi, ef komm- amir reyndu að gera byltingu, fyrst löggan veröur að láta undan slga fyrir fullum ungl- ingum! Satt að segja er það fyrst og fremst dæmi um slappa löggæslu, að unglingar skuli getastorkaðsvolögum og reglui landinu. Vinstaðir eru fáir á ís- landi og vinbúðir enn færri. Þaö er vitað, að unglingar fá ekki vln á skemmtistöðum eöa I búðum, heldur kaupa þau vlnið á svörtum markaöi. Með þvi að yfirheyra unglingana sæmilega vel, er auðvelt að finna leyni- salana og stemma þannig á að ósi. Hvað öðru tengt Mörgum finnst e.t.v. einkennilegt, að ég skuli ræða á sama vettvangi skautaferðir á Tjörnina og sumardaginn fyrsta og drykkjuskap unglinga á 17. júni. En það er hvað öðru tengt, snertir gamla siði I Reykjavik, sem hafa mikið gildi fyrir borgarbúa og skylda borg- arstjórnarinnar aö gera sitt til að siðirnir haldist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.